Kvíhyltingar hefja leitina að Chiie 50 pesóa myntinni!

 

Veröld/Fólk | mbl.is | 15.2.2010 | 20:44

Chiie í stað Chile á mynt

Gregorio Iniguez, sem hafði yfirumsjón með myntslætti hjá Seðlabanka Chile, hefur verið rekinn vegna þess að nafn landsins er vitlaust stafsett á smápeningunum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Um er að ræða 50 pesóa mynt sem gefinn var út árið 2008. Í stað þess að nafn landsins sé ritað C-H-I-L-E stendur C-H-I-I-E. Meira en ein og hálf milljón slíkra peninga er nú í umferð, en mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en í fyrra rúmu ári eftir að myntin var slegin.

Stjórnvöld hafa engin áform um að taka myntina úr umferð, en hún er þegar orðin safngripur í augum myntsafnara. Margir vonast til þess að myntin verði verðmæt þegar fram í sæki vegna þessara einstöku mistaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband