... eins og hauslaus hæna?

Ég hef fengið fyrirspurnir frá vinum og ættingjum varðandi myndaleysið á blogginu eftir skjálftann. Það er skemmst frá því að segja að eftir-skjálfta tímann sem ég dvaldi í Santiago varði ég eins litlum tíma innan dyra og ég mögulega gat og þá reyndi ég að sinna fjölskyldu, heimilisverkum og pikka inn blogg textann. Myndvinnsla tekur ótrúlegan tíma, fyrst þarf að velja myndir, smækka þær og svo að hlaða inn á bloggið. Þetta allt tók bara of langan tíma fyrir mitt þol. Ég hef líka verið mjög orkulaus eftir að heim kom en núna undanfarna daga hef ég verið að tutla inn mynd og mynd og hef loks myndskreytt bloggfærslurnar allt frá skjálftanum.

Einnig hef ég bætt við bloggfærslum. Fyrsta bloggfærslan eftir skjálfta er frá Bjarna. Þið hafið eflaust velt því fyrir ykkur hvernig við, sérstaklega ég, hafi hegðað mér í skjálftanum og eftir hann í ljósi þess að það er ættingjum, vinum og vinnufélögum ljóst að ég var/er með klár einkenni áfallastreituröskunar vegna skjálftans. Lét ég eins og hauslaus hæna í skjálftanum? Í ljósi þess ákvað ég að bæta við bloggfærslu Bjarna frá 28. febrúar (Jarðskjálftinn í Chile 27.febrúar kl. 3:34 - Styrkleiki upp á 8.8) og reyna að svara þessari spurningu. Kalla þá viðbót ..... eins og hauslaus hæna?. Sumt er endurtekning í þeirri færslu, annað ekki. Vona að það komi ekki að sök.Hauslaus hæna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband