Jarðskjálfti eða eftirskjálfti?

Þegar jörð hristist þá hristist hún að því er virðist óháð því hvað hristingurinn heitir eða það myndi ég ætla. En nei, sumir vilja skilgreina hristing upp á sömu tölu mismunandi eftir því hvort skjálftinn var "forystusauður" eða bara "fylgifiskur".

Á engilsaxnesku er gerður greinamunur á jarðskjálftum og eftirskjálftum, öðruvísi en hagar í Íslensku máli. Þar er það earthquake fyrir jarðskjálfta en hins vegar heitir eftirskjálfti aftershock.  Íslenskan er kjarnyrtari og gefur eftirskjálftanum ákveðið vægi með því að kalla hann áfram skjálfta þó búið sé að splæsa orðinu eftir- á undan.

Með því að hristingurinn er skilgreindur sem aftershock missir hann verðgildi, hann er ekki eins merkilegur og mætti túlka að væri ekki eins hættulegur, á ensku að minnsta kosti.

Ég var að lesa chiliskan pistil um eftirskjálfta hrinuna sem enn stendur yfir í Chile og furðaði skrifarinn sig á því hvernig hægt væri að segja hristing upp á 7.2 sem eftirskjálfta þó „forystusauðurinn“ hefði verið upp á 8.8!  

Árið 1960 þegar stærsti skjálfti sem nokkurn tímann hefur verið mældur í heiminum, skjálfti upp á 9.5 reið yfir suðurhluta Chile kom skjálfti daginn eftir upp á 8.3 sem skilgreindur var sem eftirskjálfti!  

Ég hafði þessar upplýsingar í huga þegar ég gat ekki sannfært sjálfa mig um að það væru bara „saklausir“ eftirskjálftar sem gætu hugsanlega komið í kjölfar þess stóra þann 27.feb.

Kveðja

Ein gasalega tortryggin GetLost

 

p.s. Kíkti á USGS síðuna sem alltaf er nú spennandi lesning og til allrar hamingju ekkert hörmulegt nýtt að gerast þar. Hins vegar fann ég upplýsingar um að frá 27.feb til 29.mars komu 458 eftirskjálftar í kjölfar þess stóra. Þann 11. apríl segja þeir að 292 eftirskjálftar hafi verið stærri en 5.0 og 20 eftirskjálftar yfir 6.0. Ekki furða að fólki í kringum skjálftamiðjuna hafi fundist það í endalausum ólgusjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband