Landgræðsluáform og eldgos með milljón gráa tóna

Margt flýgur í gegnum huga manns þegar horft er á ógnaröflin í Eyjafjallajökli sem nú djöflast eins og enginn sé morgundagurinn.

Við höfum dvalið í góðu yfirlæti í sumarbústað á Suðurlandi nú um helgina. Gosið blasti við okkur þegar komið var upp á Hellisheiðina og það skal viðurkennast að einhverjir sögðu „vá, svakalega er þetta flott“. Við fylgdumst með gosinu í fjarlægð í bústað og töldum eldingar fyrsta kvöldið. Það var svo ekki fyrr en á laugardeginum sem haldið var austar enda búið að boða landnema á Langöldu í Rangárþingi til landgræðslufundar í Gunnarsholti. Útsýnið af Langöldu 13Við keyrðum inn á lóðina okkar á Langöldu og komumst að því að við vorum með gríðarlegt útsýni frá „stofuglugganum“ upp á jökul og gosstöðvarnar. Næst var haldið inn á veg að fjallabaki og að Þríhyrningi. Tæplega tonn af fötum voru dregin fram enda andaði köldu úr norði, mat troðið í hópinn og svo var arkað af stað, upp í móti. Einhverjar kvartanir bárust en þeim var snarlega eytt með þeim orðum að ljósmyndarinn yrði að ná góðum myndum. Hvíldinni fegnirVið gengum langleiðina upp eða þar til Eyjafjallajökull blasti allur við. Og þvílíkt sjónarspil. Ég hef aldrei séð eins marga tóna á gráa litnum eins og blasti þar við. Á ÞríhyrningiEitthvað hafði dregið úr gosinu um miðjan daginn en þarna var það farið að færast í aukana og eftir kvöldmat var eins og fjandinn væri laus.... ekki það að hann sé ekki búinn að vera þarna í marga daga. Drunur heyrðust frá sprengingum og eldingum og mökkurinn gusaðist langar vegalengdir upp í himinhvolfið. Myndað í kvöldsólinni á RangárvöllumEldgos í EyjafjallajökliVið sáum líka hvernig gosmökkurinn missti afl og hrundi niður á jökulinn eins og sandhrúga. Samkvæmt jarðfræðingnum er það ekki gott þegar eldheitt gosefni, súrefnislaust lekur svona niður brekkurnar.

Fólkið á svæðinu á mínar bænir þessa dagana og finnst mér skelfilegt til þess að hugsa að það sé þarna inni í mekkinum, fjölskyldur með allt sitt lifibrauð sem stendur og fellur með þessu fjalli. Svo verður líka að taka með í reikninginn áhrif gossins á heilsufar fólks til skemmri og lengri tíma. Ég vona að fólk sem ferðast /er á svæðinu fari að öllum leiðbeiningum svo það sitji ekki uppi með óafturkræft ástand sem rekja má til gossins.

Á landgræðslufundinum kom gosið til umræðu enda blasti það við okkur frá Gunnarsholti. Svæðið sem við erum að græða upp var auðnin ein fyrir einhverjum 40 árum síðan og því veltir maður því fyrir sér hvort tjón af gosefnum úr þessu gosi færi svæðið aftur um áratugi gróðurfarslega séð. Spunnust skemmtilegar og gagnlegar umræður á fundinum og var gott að hitta fólkið sem er að rækta allt í kringum okkur. Já það verður fjör og fullt af plöntum á Langöldu 13 næstu árin og áratugina. Þegar húsið rís verður samkeppni um nafn á því..... spennandi tímar framundan.

Hérastubbur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband