Ísland þú fagra og blauta fósturjörð

Símamynd tekin við lendinu í KeflavíkÞá erum við komin heim! Dásamlegar móttökur og þakka ég ykkur öll falleg orð og kveðjur.

Eftir ótrúlega vota New York mættum við hér. NY - Stutt í íslenskunaFlugið heim var ljúft og fylgdu tár þegar flugfreyjan ávarpaði okkur á íslensku. Rosalega var ég búin að bíða í marga daga eftir þeirri stundu! Það er nú svo merkilegt að þó að ég sé komin með kunnuglegt undirlag undir fæturnar losna ég ekki við þessa ónotalegu tilfinningu að það geti farið af stað. Ég geri mér grein fyrir því að það séu hverfandi líkur á því að stærð þeirrar hreyfingar yrði eitthvað í líkingu við það sem við upplifðum en tilfinningin er samt til staðar. Úrvinnsla þessarar reynslu er lykilatriði. Ég ætla ekki að búa við það restina af mínu lífi að vera hrædd við jarðskjálfta...... ekki að ræða það!

Ég finn fyrir mikilli þreytu og mér finnst hvert smáverk taka á. Við sofnuðum aðeins eftir flugið í gær en svo var tímamunurinn að stríða mér í nótt og lítið fór fyrir svefni. Er búin að dvelja drjúgan tíma niðri í skóla í morgun og ræða málin við starfsfólk þar, upp á að fylgjast með líðan þess yngri. Erum að reyna  að koma þeim báðum sem fyrst í sína gömlu rútínu.

 Og Bjarni dottinn inn í sitt gamla far, mega vinnuálag og Panama á laugardaginn....

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband