Nú hafa chilisk yfirvöld farið yfir allar tölur hjá sér, lagfært reikult og tvöfalt bókhald og gefið út nokkuð áreiðanlegar dánartölur vegna skjálftans 27. febrúar og flóðbylgjunnar í kjölfarið. Ef hægt er að segja að dánartölur geti verið jákvæðar þá er hægt að gleðjast yfir því að færri létust en haldið hafði verið fram fyrstu vikurnar. Staðfest dauðsföll eru 11.apríl 507 manns. Þann 11. apríl er ekki talað um hversu margra væri saknað en þann 31.mars var 98 manns saknað. Bókhaldsskekkjuna vilja þeir skrifa á að erfitt hafi verið að fá áreiðanlegar tölur vegna umfangs skjálftans sem og vegna stjórnarskipta í landinu.
Flokkur: Ferðalög | Miðvikudagur, 31. mars 2010 (breytt 13.4.2010 kl. 08:58) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.