Helgi Björns og reiðmenn vindanna

Í gegnum tíðina hef ég ekki vanið mig á að hlusta á tónlist þegar ég hreyfi mig og var því eins farið á göngum mínum úti í henni Santiago. Heima hlusta ég stundum á rás eitt en eins og alþjóð veit þá er ekki mikið um dægurtónlist á þeirri rás, meira áhugaverðir þættir og klassísk tónlist. Þegar ég fór að hafa eirð í mér til að hlusta á tónlist á sjötta degi frá skjálfta þá urðu það Reiðmenn vindanna sem fyrst voru spilaðir.

Helgi Björns og reiðmenn vindannaÍ fyrrasumar keypti ég diskinn með Helga Björns og reiðmönnum vindanna því það var eitthvað  við hann sem heillaði mig. Það liðu ekki margar sekúndur í fyrsta laginu þegar ég var farið á brynna músum í miklu magni þar sem ég sat með ipodinn úti í garði. Heimþráin helltist yfir mig. Ég valdi viljandi íslenska tónlist með íslenskum textum sem höfðu eitthvað að segja, innihéldu eitthvað. Hlustaði m.a. líka á Töfrablik  Jóns frá Hvanná. Með því að velja texta sem sögðu einhverja sögu gat ég gleymt mér við að ímynda  mér aðstæður, í reiðhesta lögunum á plötu Helga Bj. var ég oft komin inn í aðstæðurnar inni á reginfjöllum / inn til dala og slakaði þvílíkt á.

Textar sem innihalda miklar klisjur s.s. I love you eða You hurt me ....... virka ekki sem slökun, því miður verð ég að hryggja textahöfunda sem gefa sig út fyrir að semja slíkt.

Hjerastubbur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband