Hraunin við Straumsvík

Fimmtudagskvöldið 3. maí tilkynnti unglingurinn mér það að kvöldganga á eyðibýlaslóðum virkaði mjög hvetjandi á heilasellur sem þyrftu að takast á við samræmt dönskupróf daginn eftir.

Ég steinlá fyrir þessum rökum og saman ókum við á mót lækkandi sól og lögðum við bílastæðið við Straum. Gengum um hraunin í guðdómlegu veðri og skoðuðum misgamlar minjar á svæðinu. Hann æddi út og suður með myndavélina meðan hundurinn æddi út og suður eftir eftir þefnæmu nefinu á sér. Ég kíkti á glugga Halo Á gægjum

Þetta svæði er gersemi sem ég er ekki viss um að margir viti af. Við náðum bara hluta af svæðinu þessa kvöldstund og munum svo sannarlega koma aftur.

Dönskuprófið gekk vel hjá níundabekkingnum.

Hjerastubburinn

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband