Valaból

Annir hafa einkennt líf mitt undanfarið og toppnum náði tilveran um helgina þegar Ragna mágkona og hennar ofurheitt elskaði Halldór giftu sig í Hafnarfjarðarkirkju. BrúðkaupAthöfnin var mjög falleg og veislan á eftir geðveikt skemmtileg. Enda eins gott að allt tókst svona vel til, undirbúningurinn búinn að taka meira en ár! Það var lúið lið á öllum aldri sem lagðist seint til svefns að gleði lokinni.

Engar áætlanir um göngusvæði voru fyrir hendi "the day after" þannig að eftir huggulegheit á Markarflötinni lungann úr deginum fórum við Sigurður Ýmir í létta göngu inn í Valaból og umhverfis Valahnjúkana. Á meðan tefldi Jón Hákon skák á kjördæmamóti skólanna. Þeir félagar úr yngri deild Hauka riðu ekki feitum hesti frá þeirri atlögu enda hvaða orku hefur tíu ára í að stunda gleðskap frameftir nóttu og sitja svo í marga klukkutíma við skákborð daginn eftir? Allavega hafði Sigurður Ýmir ekki löngun til þess þó honum stæði það til boða.

Valahnjúkar

Við göngugarparnir hófum gönguna vestan við hnjúkana. Ekki var þar kjaft að sjá en þeim mun fleiri sáum við sniglast upp og niður Helgafellið. Gjóla var á svæðinu en sól. Gjólan sú hafði næstum því haft af tengdapabba golfið, en hann gaf sig ekki. Þeir feðgar fóru níu holur meðan við vorum í gönguferðinni.

Valaból er, fyrir þá sem ekki vita, gróðurvin norðan í Valahnjúkunum. Farfuglar hafa ræktað þetta svæði umhverfis Músarhelli. Valaból

Í hellinum á að vera gestabók en við fundum hana ekki í dag.

Hérastubbur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband