Skarðsmýrarfjall

Hringur um Skarðsmýrarfjallið í Henglinum virkar nokkuð álitlegur göngutúr og var ég ákveðin í því að tæla Bjarna með mér í þann gjörning. Fagran júnídag tókst mér enn betur til og lokkaði synina líka með þeim orðum að þetta væri hinn þægilegasti göngutúr. Sem hann reyndar var, en hroðalega langur. Eftir klukkustund var þolinmæði Jóns Hákonar á þrotum og þá vorum við rétt búin að nesta okkur í Innstadal í rjómablíðu og fjallakyrrð. Síðan var gengið og gengið og gengið. Skoðaðir nokkrir eyðiskálar, mis mikið að hruni komnir, kíkt á rollur og fólk í fjallshlíðum Hengilsins. Þegar vestar dróg tóku við mikil mannvirki Orkuveitunnar og sennilega höfum við á einhverjum stöðum verið pinkupons  innan vinnusvæðis en við erum bara svo illa læs..... allavega til þess að komast hjá hræðilega löngum krók. Þegar skíðaskáli ÍR var skammt undan tók sá stutti skyndilega við sér, sá að hann var að lifa af 4 tíma gönguferð og hóf upp söngrödd sína sem ekki þagnaði það sem eftir lifði kvölds.

Hjerastubbur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband