Þrátt fyrir þreytu og leti eftir málningar- og umstöflunarvinnu vegna parket lagnar (sem ekki er alveg lokið), druslaðist ég á fætur í morgun og brá mér í Avon göngu. Mér stóð einnig til boða að ganga með vinnufélögunum seinnihlutann af Selvogsgötunni, en ákvað að styrkja gott málefni í þetta sitt sem er rannsóknir á brjóstakrabbameini. http://info.avonfoundation.org/site/TR?pg=personal&JServSessionIdr011=hzwvqdqkn5.app23b&fr_id=1285&px=3423713
Genginn var hringur úti á Seltjarnarnesi í dandalablíðu, sólbrann næstum því.....
Rannveig bar af hópnum, og eru þær þó allar glæsilegar. Kári stóð vaktina á bak við eldavélina (sbr. ummæli Guðna fyrrum ráðherra um stöðu kvenna....). Fjöldi manns var mættur til walkathon eins og þeir kölluðu svipaðar samkomur í henni Ástralíunni hérna um árið.
Valið stóð um að ganga lítinn eða stóran hring. Sá stóri innihélt eina umferð utan um stórskotaliðið á golfvellinum (over my dead body að fara að leggja líf mitt í hættu.....). Sem sé, við Sámur gösluðumst litla hringinn. Hann var ekki par hrifinn af því að þurfa að vera allan tímann í bandi, dróg mig áfram og hefndi sín með því að skíta einum of oft.... Ég vona að vel hafi safnast peningur, þvílíkur var fjöldinn og gleðin mikil í hópnum.
Á leiðinni heim dreif ég mig í smá skokk, byrjaði loks í ágúst að skokka eftir einhverju ágætu æfingaprógrammi. Þegar ég var að ljúka þeim hringnum sá ég Selvogsgötugönguhópinn tilsýndar uppi í Sléttuhlíðinni. Dreif mig á staðinn en greip í tómt. Sýnilega fólk sem ekkert er að dóla á leiðinni.
Góðar stundir
Hérastubbur sem lítið lætur yfir sér þessa dagana.
p.s. Svipuð færsla er einnig á bloggi leshópsins.
Flokkur: Ferðalög | Sunnudagur, 9. september 2007 | Facebook
Athugasemdir
Rósa þú ert hrikalega dugleg.... bara að láta þig vita!!!
Knús Heiða
Lespíur og Viðhengi, 9.9.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.