Göngur og geislun sólar

7.-9. dagur

Fimmtudagurinn var rólegur en óróleikinn í göngugarpnum honum Bjarna (já ég er ekki lengur sú eina sem verð að hreyfa mig.... ónei ónei..... hnéð er allt að koma til og hefur hann ekki verið svona verkjalítill í langan tíma) kom okkur hinum á fæturnar og út fórum við. Hann fór með okkur í hverfi þar sem hann hafði verið á hóteli og svo skoðuðum við bara í búðir.... Við höfum verið að leita að lesefni á ensku en þrátt fyrir að hafa farið í nokkrar bókabúðir finnum við nákvæmlega ekkert á því máli. Þó svo að við ætlum okkur að læra eitthvað í spænsku þá gengur ekki að fara að lesa strax spænskar/chiliskar bókmenntir.

Við drengirnir fórum út að viðra okkur á föstudeginum og gengum að stærsta turni Suður Ameríku. Ætluðum okkur upp í hann og njóta útsýnisins en þá kom í ljós að hann er ekki fullkláraður. Héldum því bara áfram og leituðum að myndavéla og tölvubúðum. Alltaf gaman að skoða græjur........ allavega finnst karlpeningnum mínum það.

ÞegEngisprettu leitar Bjarni kom fílefldur heim úr vinnunni dró hann okkur út í meiri göngu. EvrópubúinnNú skildi Parque Metropolitano skoðaður betur og tókum við lestina niður á Petro de Valdivia stöðina. Gengum þaðan upp í hæðina og nú náðum við alla leið upp að styttunni af Jómfrúnni. Hækkunin er reyndar ekki meiri en eitt meðal hafnfirskt Helgafell, en nóg samt. Á tímabili héldum við að við værum að villast og ekki fyllir það þyrsta og þreytta ferðalanga neinni gleði.... .það get ég sagt ykkur. Tvær sætar og önnur jómfrú

Fundum að lokum jómfrúna og er hún bara smart, fjórtán metra há, úr járni og bronsi, flutt frá París og reist þarna árið 1908. Cerro San Cristobal kapellanTil að við þyrftum nú ekki að ganga alla leið til baka tókum við fegins hendi að fara niður með fjörgamalli toglest. Sú lest er síðan í upphafi síðustu aldarToglest í Cerro San Cristobal en hvað gerir maður ekki þegar fæturnir neita að hreyfa sig meir?

Daginn eftir ætluðum við ekki að gera neitt nema kíkja á einn markað. Enduðum þó að ganga einhverja 7.5 km. Tókum lestina í úthverfi Los Dominicos sem er endastöð á okkar Metro línu. Jón Hákon i SantiagoFórum þar á markað og skoðuðum aðeins í kring. Markaður í Los DominicosVið vorum klárlega komin nær fjöllunum þarna og virkuðu þau enn hærri. Enda ekki mjög langt í 5 þúsund metra háa fjallstinda. Smá snjó mátti sjá í hæstu toppum.  Chiliskt öryggiskerfiEftir  að hafa mælt út mismunandi öryggiskerfi í íbúðahverfum snérum við til baka og enduðum enn og aftur í molli.........þau eru loftkæld, gæla við peningaveskið og bjóða upp á mat.....:).

Ég er búin að vera með vaxandi takverk síðustu daga, og dagurinn í dag sýnu verstur. Nudd og verkjalyf hjálpuðu eitthvað. Fórum og keyptum kælipoka sem gerir sitt gagn.

Eins er ég hálf ómöguleg út af hita, held að hann sé að hafa áhrif þó mér finnist hitinn góður í raun. Hann dregur úr manni máttinn seinni partinn á daginn. Vöknum svo til lífsins eftir kvöldmat þegar hitinn fer undir 30°.

Linda Magga hefur áhyggjur af því að við verðum búin að ganga landið þvert og endilangt innan skamms en því miður verð ég að hryggja þá sem trúa því, með því að stærð þessa lands er slík að við erum enn á vappi í bakgarðinum heima!

Skuggi og sólaraburðurEnginn hefur enn sólbrunnið, enda tonn af sólaráburði borinn á kroppinn í hvert sinn sem farið er út fyrir dyr. Það var búið að vara okkur við að hér væri hættuleg UV geislun enda stendur yfirleitt UV extreme í veðurfréttum. Suðurhvel jarðar er með meiri geislun en norðurhvel af þrem ástæðum: a) Sólin er næst jörðu í desember/janúar (vegna sporöskjulaga sporbaugs jarðar) og þá er sumar á suðurhveli jarðar, b) hér er minna óson (minni á óson "gatið" yfir suðurskautinu....), c) og í síðasta lagi þá er mengun minni á suðurhveli jarðar, en mengun dregur úr geislun. Bjarni segir samt að við getum verið róleg hérna því það sé svo mikil mengun í Santiago....:).

Kær kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband