Miðbær Santiago og heimsókn Risessunnar

Dagur 10   31. enero.

Einn heitur dagur í viðbót, 33° um fimmleitið. Eftir að við möluðum pólverjana vildi Bjarni fara á bæjarflakk og það niður í miðbæ. Frúin var ekki eins spennt en við drenginn var ekki tjónkað.

Santiago státar þessa helgina af heimsókn Risessunnar sem heimsótti Reykjavík vorið 2007 og við sáum á Skólavörðuholtinu (sjá má eldri færslu á blogginu um þá heimsókn – undir nafninu Helgafell Hafnfirðinga).

Risessan var fyrir tveim dögum í garði sunnan við miðbæinn og hefur síðan þá fikrað sig í áttina að miðbænum og ætlaði að eyða sínum síðasta degi við forsetahöllina. Í garðinum fyrir tveim dögum sáu u.þ.b. miljón manns hana, ég segi og skrifa miljón manns (ekkert pesoa kjaftæði þar sem deilt er í með fjórum...:). Þetta mikla aðdráttarafl sem fyrirbærið Risessan hefur dró sem sé mjög úr áhuga mínum að fara niður í bæ.

En Bjarni réð.

Þétt skipað var í lestinni þegar hún nálgaðist miðbæinn. Forsetahöllin SantiagoVið forsetahöllina fjölgaði fólki enn frekar og mátti sjá mikið rusl eftir „verslunarmannahelgargleði“ Forsetahöll í ruslisíðustu nætur en þar hafði Risessan dvalið í nótt ásamt óteljandi fjölda fólks. Við biðum ekki eftir henni en röltum um bæinn. Bærinn var stútfullur af þungvopnuðum löggum, almennum löggum sem óeirðalöggum. Það var augljóslega búist við fjölda fólks og ekkert sem átti að koma á óvart.

Frá forsetahöllinni héldum við sem leið lá í norður. Eyðibýli í SantiagoFundum þar eitt eyðibýli sem ekki var hægt að komast inn í, enda stóð bara einn veggur eftir, en glæsilegt hefur það verið í fyrri tíð. Gengum næst  framhjá flottu húsi sem „fyrrum“ hýsti chiliska þingið (gengur undir nafninu ex-Congreso Nacional eftir að Pinochet flutti þá starfsemi til Valparaíso). Ex_Congreso NationalUtanríkisráðuneytið var staðsett þar um tíma, en ef ég skil útlenskar bækur rétt þá er hluti þingsins aftur kominn í húsið..... leiðrétti þeir mig sem það geta. Hús þetta var byggt 1857. Þess má geta að áður var kirkja við hliðina á húsinu en 1895 brann hún til grunna og létust 2000 manns í þeim bruna. Það sem olli brunanum var að það kviknaði í pilsfaldi einnar konunnar! Upp úr þessu var stofnað sjálfboðaliða starf slökkviliðsmanna í Chile, enn við lýði.

Dómkirkjan í SantiagoSveittir bræður í Dómkirkjunni í SantiagoRöltum næst yfir  í Dómkirkjuna. Afskaplega falleg kirkja og sú stærsta í Chile. Drengjunum var fyrirskipað af kirkjuverði að taka niður derhúfurnar, sýna með því virðingu sína. Núverandi bygging er frá 1748. Fyrri byggingar hrundu í jarðskjálftum (það er oft vísað í hina ýmsu jarðskjálfta sem valdið hafa óskunda í landinu). Í þessari kirkju eru flestir biskupar, erkibiskupar og fleiri fyrirmenn Chile jarðsettir. Eftir kyrrðarstund fórum við yfir torgið Plaza de Armas. Það var gert 1541 af Pedro de Valdivia og er enn hjarta borgarinnar. Dómkirkjan og Þjóðminjasafnið eru m.a. við þetta torg. Og þangað fórum við næst. Safnið er í húsi frá 1804. Maður skildi ekki gera grín að jafn háalvarlegum fyrirbærum eins og jarðskjálftum en í einum pésanum um Chile er eftirfarandi athugasemd: „....on the site of previous court buildings destroyed as usual by earthquakes“.

Safnið var ósköp klassiskt, gaf góða mynd af staðháttum fyrri alda, en þó söknuðum við þess að sjá ekki félagana „give me gum gum dum dum“ frá Páskaeyjum (tilvísun í bíómyndina„Night at the Museum“)!

Eftir þessa visku inntekt var haldið heim á leið. Plaza ItaliaGengum góðan spöl í gegnum bæinn áður en við fórum niður í lestarkerfið, til að komast hjá mesta mannfjöldanum. Þegar heim í hverfið okkBjarni á flóamarkaðiar var komið dróst Bjarni að loppumarkaðnum á Plaza Peru eins og væri í honum segull! Fann þar ýmislegt sem hann langaði til að kaupa en var full fyrirferðarmikið til að bera heim til Íslands. Honum finnst æðislegt að hafa svona markað innan seilingar....... upplifir gamla góða fílinginn frá Kaupmannahöfn og mörkuðunum þar.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra og takk fyrir að senda mér aðgang af síðunni þinni. Hafði nú einhvern pata af þessari ferð ykkar en var auðvitað búin að gleyma því aftur. Gaman að heyra frá ykkur og að allt gangi vel á framandi slóðum. Held áfram að fylgjast með. Ertu ekki áfram á fjésbókinni líka ? Kveðja Gunna

Guðrún Una Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband