Spænskunám ­- Los Richter hablan español!

Nei ég er ekki dauð, jú kartöflubloggið var svolítið geðveilt að lesa en semsé ég er aftur til í blogg slaginn!

Spænskunám 

Heimavinnandi fólkið er byrjað í spænskunámi. Það tók sinn tíma að koma sér fyrir og anda aðeins að sér chiliskri menningu áður en farið var að líta í kringum sig varðandi tungumálið sem talað er í þessu ágæta landi.

Öryggið var sett á oddinn og skóli valinn sem Íslendingur hafði reynslu af (mamma hennar Hörpu)..... rifjaðist upp hjá mér þegar ég hérna um árið, var búin að brenna mig á einni danskri gjörgæsludeild að þá kom ekkert annað til greina en deild sem Íslendingar hefðu unnið á og gæfu meðmæli....... Stóð eins og stafur á bók.

Spænskuskólinn sem varð fyrir valinu er í næsta hverfi og erum við um 20 mínútur að ganga þangað. http://www.bridgelinguatec.cl/index.html

Hressandi morgun göngutúr og drengirnir farnir að bæra á sér tærnar fyrir klukkan tíu. Öll mín áform um mikla morgunútiveru með þeim í Santiago hvarf eins og dögg fyrir sólu hér í hitanum og neita þeir yfirleitt að vakna fyrir kl 10. Það er nú freistandi að fylgja þeim og sofa bara áfram eftir að Bjarni kemur sér út úr húsi. Þessa dagana erum við hins vegar vöknuð snemma.

Við vorum sett saman í einn hóp og kemur það ótrúlega vel út. Þeir skipta um kennara daglega til að maður festist ekki í einum framburði. Það er massive einkakennsla í 3 klukkustundir og við sogum að okkur spekina...... búin að læra að segja „ég er...“ . Og svolítið meira. Farið er í gegnum kennsluefnið í tali, á vídeói, í skrifuðu máli, og leikrænni tjáningu. Kennararnir eru gasalega glaðir með framburðinn hjá okkur, þeir eiga í vandræðum með kanana sem ná ekki öllum þessum eðlilegu og hörðu hljóðum....:).  Mjög sjaldan sem við erum leiðrétt með framburð.... helst með G og LL.

Jón Hákon skemmtir sér konunglega. Hann er ekki sáttur við að vera bara skólastrákur þannig að stundum segist hann vera ítalskur lögfræðingur eða segir mig vera bókasafnsræningja, að Sigurður Ýmir sé 10 ára og að Harrison Ford sé í leikskóla. Kennurunum finnst hann óborganlegur og bæta bara við kennsluna eftir því sem kemur upp úr honum.

Sigurður Ýmir er afslappaðri. Honum finnst þessi spænskukennsla  miklu betri en sú sem hann var búinn að prófa einhvern tímann heima. Honum finnst þetta dálítið mikið námsefni en það á reyndar ekki eingöngu við spænskunámsefni, á við margt í lífinu nema kannski ljósmyndaferðir....:)

Það er fullt af fólki þarna, bæði að læra ensku og útlendingar að læra spænsku.

Skólinn er í nýlegu húsi. Þrátt fyrir það þá hangir miði á klósettunum þar um leiðbeiningar varðandi holræsin. Ég var búin að lesa það í túristabókinni minni að holræsakerfin í Chile væru víða ekki upp á marga fiska og ættu til að stíflast með tilheyrandi gassprengingjum. Því eru sumstaðar tilmæli um að setja allan pappír í körfuna við hliðina á klósettinu. Sem maður gerir samviskusamlega í þau skipti sem hægt er að vinda ofan af áratuga gömlum vana!

 

Kær kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband