La Casa de Los Espíritus

Lífið rúllar hérna hinumegin á hnettinum.  Reyndar er ég stundum með slæman höfuðverk og kenni um hita og sól en kannski er það bara af því að standa alltaf á haus....... það skildi þó ekki vera?

Hitinn helst áfram hár, 29-34° daglega og ALLTAF sól, frá morgni til kvölds. Vindurinn sér yfirleitt til þess að þetta sé þolanlegt. Reyndar var gærdagurinn ansi slæmur því það var óvenju lygnt í borginni. Einn spænskukennarinn okkar segist ekki þola þennan hita..... er þó heimamanneskja. Við keyptum að lokum viftur og nú eru kvöldin þægileg hér innandyra.

Dagarnir líða við rannsóknarvinnu á chiliskri menningu og staðháttum.

Ég er búin að ganga hverfið þvert og endilangt og fá það beint í æð. Má helst nefna umferðarmengun en hreinar götur, bílflautur, fimleika á gatnamótum, slaka verkamenn við jarðvinnu, börn að leik og konur að viðra hunda, hlaupa- og hjólreiðafólk í öllum görðum, buisessfólk með kaffibollann sitjandi á bekk í hádegishléi eða hangandi í hópum úti á stétt, skópússara og bílapössunarstráka við allar götur ofl ofl. Gosbrunnur við Golda Meir götuna

Ég var búin að cirka út skokkhring í kringum golfvöllinn, en eftir eina ferð flokkast sá hringur undir hægt andlát...... mengunin er slík enda golfvöllurinn umlukinn miklum umferðargötum. Verð að velja mér eitthvað gáfulegra. Ég get svosem ekki verið að hæla mér af neinum hlaupum...... er mjög dugleg að ganga en löt að skokka.

Ég er búin að leita með logandi ljósi að enskum bókmenntum og lagði á mig þvílíkan göngutúr (tæpan klukkutíma á staðinn) til þess eins að komast að því að verslunarfólk þeirrar búðar er í fríi til 20. febrúar! Ég hefði getað fellt tár því innan við gluggana blöstu við þvílíkar bókmenntir. Svo heppilega vildi nú samt til að ég fann aðra búð sem seldi mér nokkrar pocketbækur á uppsprengdu verði.... þess virði að hafa eitthvað annað að lesa en bókina um Chile, spænska málfræði, spænsk íslenska/ íslensk spænska orðabók og upplesnar Andrésar Andar bækur.

Síðar mun ég að sjálfsögðu hella mér af fullum þunga í að lesa  “La Casa de Los Espíritus”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband