Yerba Loca þjóðgarðurinn

Við leigðum bíl fyrir helgina því mikið stóð til. Bíllinn reyndist nokkrum númerum of lítill fyrir ofurlanga fætur og eru sumir enn að jafna sig.... óttaleg blikkdós sem dugði samt ótrúlega vel.

Bjarni komst lífs af úr föstudagsumferðinni með GPS kjaftakerlingu sem sagði honum að beygja þar sem ekki var hægt að beygja og fleira í þeim dúr. Á laugardeginum var dagurinn tekinn snemma og hver og einn makaður inn í sólaráburð og viku byrgðir af vökva settar í skottið, nú átti að rúlla upp í Andesfjöllin! Yerba LocaCarlos var búinn að skipuleggja grill- og fjallaferð.  Þau komu hingað og lóðsaði Carlos okkur slysalaust út úr borginni. Umferðin var mjög hófleg og ekkert öðruvísi en heima og ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni síðan.

Við keyrðum þrönga dali og upp endalausar brekkur og beygjur þar sem hver og ein almennileg beygja átti sitt eigið númer. Þannig gat maður vitað að enn væru eftir 39 beygjur þar til upp í 3000 metra hæð kæmist...:). Drengirnir voru með hálfgerða velgju mestalla ferðina. Ekki bætti heldur úr skák að malbikun er ekki í hávegum höfð hér og víða voru mishæðir og holur í veginum og þá var náttúrulega farið í smá rally og bremsað niður..... sem jók enn frekar á velgjuna.Vestfirskir fjallavegir

Við beygju 15 fórum við út af lélegu malbikinu og inn á ekta vestfirskan fjallaveg þar sem Econolæninn sálugi hefði átt ALLA vegbreiddina..... minnti mig óþægilega á leiðina út á eyði stöðina Suðureyri sunnan við Tálknafjörð! Vegurinn lá í miklum bratta og var ég mjög hamingjusöm þegar ég komst að því að aðal umferðin var í sömu átt fyrri part dags og svo öfugt seinnipartinn, þeir hleypa fólki ekki inn í þjóðgarðinn eftir ákveðinn tíma á daginn.

Vegurinn var líka sundurgrafinn eftir vatnavexti, hér er sýnilega ekki verið að hefla neitt um of..... við rákum bílinn nokkrum sinnum niður í grjótið en ekkert varð eftir, held ég.

Hart undirlagÞegar á grillsvæðið kom mátti sjá slatta af fólki sem bæði var í dagsferð og eins var slatti af tjaldfólki. Undirlagið var hreinræktað grjót.... skil ekki hvað menn voru að þökuleggja tjaldstæðið í Kverkfjöllum, hér er ekki haft fyrir slíku pjatti. Kalt er þadÉg er ekkert að sullaStaðurinn er yndislegur, þröngur dalur, himinhá fjöll, beljandi jökulá, fuglar, flugur og ferskt loft. Þessi þjóðgarður er mjög vinsæll til útivistar og gengur fólk upp að skriðjöklum.

Við röltum um og aftur og enn hófu skordýrasérfræðingarnir leit sína. Nú fundu þeir almennilega sporðdreka (sjá mynd á flikr síðu Sigurðar Ýmis) og ofvaxna engisprettu. Og aftur ákvað helv...... flugan að ráðast á mig......já á mig...... ég sat á steini í sólbaði og fann alltí einu sviðaverk á miðju bakinu..... þá var einhver asnaflugan (Bjarni kallar þessar flugur asnaflugur... líta út eins og húsflugur og eru með grófan brodd) búin að stinga mig í gegnum þykkan bol! Ég lifði þessa árás af eins og þá fyrri.

Hellingur af hamingjuÁ meðan við endurnærðumst í hreinu fjallaloftinu útbjuggu Carlos og Vivian kærastan hans dýrindis máltíð. Grillað kjöt og pylsur, salöt og aðrar kræsingar. Við notuðum lungann úr deginum í að hafa það huggulegt og troða okkur út af mat. Strákarnir kældu sig í ánni og nutu þess í botn að sulla og bleyta sig. Þurrkurinn var reyndar slíkur að sokkarnir þornuðu á sjóðheitum steinum á stuttum tíma.Bjarni í endurhæfinguFundu sporðdrekaMér er heitt

Þegar brunalykt fór að berast af holdi okkar (þrátt fyrir smurningu um morguninn) var pakkað saman og haldið hærra upp í fjöllin. Enduðum við skíðasvæði í 3000 metra hæð. Þar var hitinn farinn að lækka. Ég myndi ekki vilja keyra þarna uppi í snjó á veturnar, ef ég ætti að geta nýtt mér það sem skíðasvæði yrði að flytja mig á staðinn í þyrlu!Útsýnið var guðdómlegt og sáum við yfir hálfan heiminn. Sáum Condora á flugi og  náði Sigurður Ýmir sæmilegri mynd af öðrum þeirra. Hátt niðurHús undir steiniFlott útsýniÍ 3000 metrum í AndesfjöllumValle Nevado Chile skíðasvæðiðFerðin á enda veraldar var ansi heimilisleg, bíllinn var haugdrullugur eftir akstur á moldarvegum og vatnselg í niðurgröfnum hjólförum.

Á leiðinni upp fjöllin varð fjöldi hjólreiðafólks á vegi okkar. Þeir böksuðu upp brekkurnar á ótrúlegri ferð. Í 3000 metra hæð vorum við enn að keyra fram á þá. Yfirnátturulegt þol sem þetta fólk hefur.

Komum heim seint og um síðir eftir frábæran dag, sumir meira brunnir en aðrir. Ég brann meir að segja í hárssverðinum!

Kær kveðja

Chilisk hrossGróðurfarMeiri gróðurChiliskt eyðibýliRisaeðlaRunnategundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband