Jarðskjálfti í Santiago!

Þar sem ég var að reyna að vera fyndin í skýjafars bloggi núna rétt áðan, byrjaði smá vagg á húsinu sem endaði í þokkalegu höggi þannig að myndir á veggjum hristust! Vaggið varði í eina og hálfa mínútu enda erum við uppi á 7. hæð.  Þetta er fyrsti skjálftinn sem ég hef fundið hér, kannski hefur maður verið utandyra þegar slíkt hefur komið á síðustu vikum. Chile er alræmt jarðskjálftaland eins og Ísland. Það er mikið af glerbyggingum hér í kring og verð ég nú að segja það að ég myndi ekki vilja vera nálægt ef mikið gengi á...........sundurskorin af fallandi glerflísum.....(

Kær kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband