Fjórða helgin

Japanski garðurinn í Cerro San CristobalÞessa helgina var dvalið í borginni og hún könnuð áfram. Á laugardeginum fórum við í göngutúr í funhita upp í japanska garðinn í Cerro San Cristobal. LandkönnuðurEftir að hafa klifið meira en hálfa hæðina í óhugnanlegum hita komum við að litlum og sætum garði sem tileinkaður er Japan. Ekki fundum við nein bonsai tré en hins vegar litla tjörn og skuggsælt skjól undan miskunnarlausri sólinni.Að deyja úr hita í Japanska garðinum Þegar búið var að telja í sig kjark var haldið áfram göngu og endaði hún í loftkældu molli mjög mörgum kílómetrum síðar. Emil í Kattholti að villast í suður AmeríkuEf einhvern skyldi undra að við værum í þessum langferðum í slíku óveðri þá var ástæðan sú að við ætluðum aðeins að versla og okkur minnti að leiðin væri mun styttri.....(:  Við Fundum Dum Dum í Santiagorákumst þó á einn gerfi dum dum á umferðareyju við Kennedy hraðbrautina. Lögðum okkur í lífshættu til að geta snert hana eins og hitt fræga fólkið...:) Þegar heim var komið var allt opnað upp á gátt og viftur keyrðar á fullu án árangurs, Bjarni hélt áfram að svitna næstu klukkutímana. Í ferðinni var hann búinn að vera að stríða strákunum á því hvað þeir þyldu hitann illa og kölluðu þeir hann Hitabeltis-Jóa. Sá stimpill þurrkaðist hratt af honum í svitakófinu seinna um kvöldið. Hann fékk allavega ekki sólsting, til allrar hamingju, nú komu nýju hattarnir sér vel.

Litrík hús í Bellavista hverfinuBellavista graffitiÁ sunnudeginum var miðbærinn skoðaður en við byrjuðum á að kíkja á bóhem hverfið Bellavista. Við tókum lestina niður á Banquedano lestarstöðina og gengum norður yfir kolbrúna og mislita Mapuche ána. Hitastigið úti var bara þokkalegt enda ekki flennisól allan tímann. Í Bellavista er fjölskrúðuVið hús Pablo Nerudagt mannlíf, götusalar, betlarar, útiveitingastaðir, litrík hús, niðurnýdd hús, fræg hús, fátækt og eymd. Gengum fram á hús Pablo Neruda skáld og Nóbelsverðlaunahafa. Hann vann sér líka til frægðar að vera diplómat, pólitíkus og mikill kvennamaður. Spurning hvað af þessu er merkilegast. Hann er allavega hrikalega mikils metinn hér í Chile.

Við Parque ForestalLystasafn SantiagoEftir að hafa gengið á mozaic skrýddum og skítugum götum Bellavista var stefnan tekin á miðborgina. Miðborgin liggur sunnan ár og kennir þar margra grasa. Brúnt og fjólublátt vatnÞetta var ekki okkar fyrsta heimsókn þangað og nú var haldið áfram með prógrammið. Við gengum í gegnum fallegan Forestal garðinn og mátti sjá í vesturenda hans hið huggulegasta hús sem reyndist safn lista, Nacional de Bellas Artes. Á sunnudögum er ókeypis inn á flest söfn og er það ástæðan fyrir því að sunnudagar verða fyrir valinu sem safnaskoðunardagar....:) Íslenska krónan er í alvörunni í djúpum skít og því er hvert tækifæri notað til að spara gjaldeyrinn.

Þetta safn hýsir margvíslega list og var gaman að rölta um gangana. Gömul málverk í gömlum römmum, nútímalegar styttur og allt þar á milli.

Mercado Central fiskmarkaðurinnNæst var leit hafin að fiskmarkaðnum Mercado Central sem á að vera þvílíkt túrista aðdráttarafl. Eftir marga snúninga á kortinu fannst húsið loksins og stóð undir væntingum. Ólyktin var óveruleg..... bara á einum básnum sem ég fann einhverja ýldulykt að ráði. Á borðunum mátti líta allskyns furðufiska, í heilu lagi og í bútum, stóra sem smáa. Í sama húsi eru margir matsölustaðir sem bjóða upp á fiskrétti, einnig er hægt að kaupa grænmeti og krydd þarna. Drengirnir afþökkuðu mjög kurteislega að borða þarna, vildu eitthvað kunnuglegra og átu svo einhvern hrylling á næsta Taco Bell skyndibitastað! Mannmergð í SantiagoÉg verð að viðurkenna það að þó mér hafi fundist þessi markaður merkilegur og allrar athygli verður, þá þoli ég ekki mannmergðina sem er á slíkum stöðum, og eins bara í miðbænum og Bellavista. Hrikalega óspennandi fyrir mína parta.

Nýtt og gamalt á Plaza de ArmasPlaza de ArmasÞegar Gengið var búið að troða einhverju torkennilegu í belginn var haldið aftur út í blíðuna, og strax aftur inn í loftkælingu. Nú átti að fara aftur í aldir og fórum við inn á Museo Precolombino. Á safninu má finna mikil verðmæti, en hér eru yfir 3000 hlutir frá mið- og  suður Ameríku á meira en 5000 ára tímabili áður en Columbus blessaður fann Ameríku. Museo Chileno de Arte PrecolumbinoVið nutum þess að þvælast þarna um og lesa um hlutina því við skildum það sem stóð á skiltunum! Já einmitt, fræðsluefnið var líka á ensku.....thank good.... því þó við séum búin að læra svolítið meira en ekkert í spænsku þá er kunnáttan ekki komin á menningarlegt safnastig. Þetta safn er ótrúlega flott og nútímalegt.... nú og svo voru leðurbekkir með mjög stuttu millibili sem hægt var að tilla sér á og horfa í kringum sig. Gott fyrir lúna, heita og sveitta fætur.

Búið að taka til við forsetahöllinaFæturnir náðu þó ekki að hvílast meir en svo að menn nenntu í mikið meiri menningu. Því var strikið tekið á næstu lestarstöð en til að komast þangað fórum við framhjá forsetahöllinni. Nú var allt voða fínt í kringum hana og búið að hreinsa Risessu ruslið í burtu. Við sáum að fólk hafði safnast saman við innganginn og þar sem mannleg forvitni er okkar aðalsmerki.... þá fórum við og könnuðum hverju sætti. Gestrisnin var að drepa þá og var fólki boðið að skoða hvað væri þarna fyrir innan, en til þess var farið í gegnum vopnaleit og tilheyrandi eftirlit. Í garði forsetahallarinnarHundalíf í SantiagoÞegar inn fyrir var komið kom í ljós að við fengum bara að skoða hallargarðinn en hann var svosem smart með listaverkum eftir Matta (annar hrikalega frægur chiliskur listamaður) og ljósmyndasýningu um heimilislausa hunda í Santiago. Grindur voru fyrir gluggum og verðir út um allt. Þessi höll hefur mátt sjá fleira en gott þykir enda saga Chile stundum blóði drifin. Í garði forsetansEftir sólbökun í hallargarðinum innan um sæta chiliska hermenn komum við okkur heim í slökun.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Rósa.

Frábært að fá að vera þátttakandi í þessarri ferð.  Væri nú ekki neitt slor að vera komin í hitann til ykkar, það var ansi kalt hér í morgun, norðanrok og eitthvert frost.  Það beit í kinnarnar.  Hafið það sem best.  Kveðjur, Þóra Gerða

Þóra Gerða Geirsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband