Ferðin yfir Heiðina Háu til Argentínu

Það er orðið svolítið síðan ég setti eitthvað niður á blað en nú kemur Argentínuævintýrið.

Minni á fickr myndasíðuna hans Sigurðar Ýmis.

Ferð yfir Andes fjöllin var á áætlun hjá okkur í þessu ferðalagi á suðurhvel jarðar. Alltaf gaman að kíkja aðeins á önnur lönd og svo heillaði ferð upp í fjöllin fjölskylduna.

Regluverkið lengi lifi

Heppilegur tími fannst, hótel var fundið á netinu og bílaleigubíll pantaður..... og hér byrjaði regluverksballið..... Ég mæli eindregið gegn því að vera að skjótast eitt eða neitt á milli landa hér fyrir minna en viku.... við þurftum að borga aukalega 36 þúsund ísl kr fyrir að fara með bílinn yfir landamærin! Fengum allavega rúmgóðan bíl í þetta sinn og borguðum líka fyrir þau aukaþægindi. Hér þurfa bílar að vera með tvennt að okkar áliti, nægilegt pláss yfir ofurlanga fótleggi og almennilega loftkælingu. Dollan sem við leigðum síðast hafði það seinna en þessi eðalbíll það fyrra. Núna var loftkælingin bara ekki að gera sig! Sem endaði með því að menn bölvuðu hálfa og heilu ferðina vegna hitasvækju. En eins og venjulega, „allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“.... úr hita og þá eru allir hamingjusamir.

Fjöll, beygjur og umferðarteppur

Andes fjöllin framundanÞegar ég var að undirbúa mig fyrir þessa ferð las ég ferðabækurnar mínar sem bæði eru á ensku og spænsku..... og þar skildi ég að ferðin upp fjöllin Chile megin hefði þrennt að bera: 1) Há fjöll hangandi yfir manni, hrikalega margar beygjur á veginum og mjög hæga umferð.... og viti menn þetta stóðst allt og gott betur. Fjöllin eru ótrúlega há og flott, beygjunum hafði ekkert fækkað og við vorum í endalausum umferðarteppum vegna vegavinnu! Bílalestirnar máttu bíða í 15-20 mínútur í hvert sinn, meðan umferð var hleypt á hinu megin frá og þetta gerðist nokkrum sinnum á einhverjum 70 km kafla frá Los Andes til landamæranna. Ef við fórum út úr röðinni til að skoða eitthvað sérstakt eins og uppi við skíðahótelið, gátum við ekki farið inn á veginn þó engin væri umferðin fyrr en við vorum viss um að nú væri búið að hleypa umferðinni á í þá átt sem við ætluðum (sáum ekkert fyrir brekkum og beygjum). 29 beygjur og 700m hækkunUmferðarsulta í AndesfjöllumÞað var ótrúlegt að horfa á fulllestaða trukkana klifra á 20-30 km hraða upp brattar brekkurnar upp í 3200 metra hæð. Víða mátti sjá bíla úti í kanti þar sem verið var að kæla þá eða gera við. Þarna var líka gert ráð fyrir bremsulausum bílum..... neyðar stopp í beygjunum - Spennandi... og eins og fyrri daginn fór lítið fyrir vegriðum.

TransAndean RailwayLeyfar af TransAndean RailwayGömul lestarbrú og fullt af grjótiVið höfðum nægan tíma til að virða fyrir okkur þrekvirki sem unnin hafa verið á þessari leið, TransAndean lestarteinarnir lágu skammt frá þjóðveginum og það hefur verið sannkallað þrekvirki að leggja þá yfir og í gegnum fjöllin í lok nítjándu aldarinnar. Hún bókstaflega hangir utan í fjöllunum. Lestin lagðist af á áttunda tug síðustu aldar. Mínar heimildir segja að erlent starfsfólk sem vann við lagninguna (m.a. norðmenn) hafi kynnt skíðaíþróttina fyrir heimamönnum. Þeir hafi nýtt sér lestina upp og rennt sér svo niður frábærar skíðabrekkur. Seinna voru byggð sSkíðahótel með öllukíðahótel þarna á svæðinu og eru nú m.a. í bandarískri eigu. Enginn snjórinn hérPortillo skíðasvæðið og Laguna del IncaLaguna del Inca

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna á Portillo skíðasvæðinu eru þjálfunarbúðir fyrir ólympíulið frá BNA og Austurríki. Við kíktum þar inn og þar veður í lúxus, m.a. þarf ekki að setja skeinipappírinn í körfu við hliðina á klósettinu...JJ

Portillo skíðahótelið er ekki bara lúxus hótel með sínar sundlaugar heldur er umhverfið stórfenglegt. Það liggur við Inca vatnið - Laguna del Inca og háir tindar umlykja það.

Aðlögun í „fyrstu búðum“ að Aconcagua lokið

Regluverkið hefst _ Chile landamærastöðinBeðið við Argentínska landamærastöðOg beðiðEnn bíða ávaxtasmyglararnirFáni Argentínu - Stoltur við landamærin

 

 

 

 

 

 

Nei það stóð aldrei til að klífa Aconcagua fjallið enda er það hæsta fjall í heimi utan Himalaya fjallgarðsins, 6959 metra hátt og þarf að dvelja í búðum í mismunandi hæð til að aðlagast þunnu fjallaloftinu. Hins vegar fannst okkur við hafa lokið fyrstu aðlögun eftir að hafa þurft að bíða ómannúðlegan tíma á landamærastöðvum í tæplega 3000 metra hæð! Fyrst komum við að stöðinni Chile megin og var stoppið óverulegt. Þá rúlluðum við í gegnum fjallið (göng sem liggja í 3200 m.y.s.) og aðeins niður hinu megin að stöðinni Argentínu megin og þvílíkur hryllingur (og er ég þó búin að kynnast því oftar en einu sinni að fara yfir landamæri fyrrum Sovét).

Þarna máttum við hanga í bílaröð í yfir þrjá klukkutíma í brennandi háfjallasólinni og á tímabili í roki. Þetta var hreint ótrúlegt og fyrir hvað biðum við? Eiturefnaleit? Sprengjuleit? Dópleit? Nei vegna ótta við ávexti! Þeir spurðu um ávextina en leitin í bílnum var mjög yfirborðskennd. Og jú við biðum líka fyrir 17 stimpla. Það er nú eitt.... Við vorum með pappíra frá bílaleigunni sem við þurftum að sýna í ein 17 skipti og á fyrsta stoppinu Chile megin fengum við handskrifað lítið rissblað sem búið var að skrifa á bílnúmerið og töluna 4 (sem þýddi í hvaða röð við ættum að fara Argentínumegin). Þennan fáráðlega ómerkilega miða máttum við sýna einum 6 sinnum næstu 60 km (líka löngu eftir martraðar-stöðina) og alltaf var snepillinn stimplaður. Að lokum var miðinn tekinn af „götu“ landamæraverði einhvern staðar niðri í dölum Argentínu, veit enn ekki hvaða tilgangi hann þjónaði, margstimplað blað sem upphaflega var algjörlega autt – Díos mío!

Urð og grjót - upp í mót - ekkert nema urð og grjót

Chiliskt grjótArgentinsk örlögÉg er eldri en tvæ vetra og tel mig hafa séð mikið af grjóti heima á fósturjörðinni, en þvílíkt magn af grjóti sem við sáum í þessari ferð! Vísan urð og grjót, upp í móti..... á mjög vel við hér. Endalaus fjöldi himinhárra fjalla, með mismunandi lita klettum og heljarlöngum skriðum. Berir jökulgarðar og heljarinnar grjóthnullungar sem ferðast með vatni og snjó. Miklir sandar oRio Mendoza og fornminjarg kolmórauðar jökulár sem hafa grafið sig niður og búið til ótrúlega magnaða árfarvegi.  Andes fjöllin eru fellingafjöll og hér í mið Chile eru þau snarbrött vestan megin með þröngum dölum. Þegar komið var yfir fjallgarðinn var landslagið einhvern vegin opnara, víðari dalir og .... meiri vindstrengir. Auðnin var sú sama allsstaðar. Læt aðra um frekari jarðfræðiskýringar.

Aconcagua þjóðgarðurinn og Puente del Inca

Aconcagua 6959 metrarHorcones 2950mÞegar við vorum búin að jafna okkur á landamærabiðinni og töpuðum tíma var brunað upp í Parque Provincial Aconcagua en þar er hefðbundin byrjun á gönguleið á Aconcagua, fyrir þá sem ætla þangað upp. Við vorum ekki eins stórhuga heldur kíktum við bara aðeins inn í garðinn og gengum lítinn hring. Parque provincial AconcaguaÞað var líka alveg nægilegt fyrir okkur, þrótturinn ekki mikill í þunnu loftinu. Við vorum þó þokkalega róleg því þar var bæði sjúkrabíll og þyrla á svæðinu, sennilega ekki fyrir okkur, heldur fólk seSíðasta fjallganganmMinningarreitur Aconcagua lagt hefur aðeins meir á sig við alvöru fjallgöngu.

 

 

Sjúkrabíll og þyrla við innganginn að Aconcagua þjóðgarðinum

Neðar í dalnum keyrðum við fram á kirkjugarð/miningarreit þar sem margra sem látist höfðu á Aconcagua var minnst. Aðstandendur höfðu jafnvel skilið skóbúnað eftir við krossana, enda klárt mál að síðasta fjallgangan var að baki.

 

Puente de Inca spaPuente de Inca og Rio de las CuevasStoppað var við Puente del Inca – Inca brúna. Hún er í pínulitlu þorpi sem státar af götumarkaði með fallegum vörum m.a. úr Alpacha ull. Skammt frá mátti finna þessa frægu brú sem bæði við og sjálfur Darwin höfum barið augum! Þarna eru heitar uppsprettur sem notaðar hafa verið í heilsubætandi böð þó öllu slíku hafi verið lokað fyrir all löngu. Litadýrðin er mikil og er vatnið mjög kalsít- og járnríkt. Hross og markaðurinn í Puente del IncaMeðal söluvara á básunum voru skór sem legið höfðu í vatninu og voru þykkhúðaðir gulu (járnríku) kalsíti. Eitthvað er brúin farin að gefa sig, allavega er bannað að ganga yfir hana og svoleiðis höfnun er mínum eldri syni ekki að skapi. Hann telur alltof oft verið að hefta sig og beita sig órétti. Sennilega ryðgað fastSá yngri gerði hins vegar tilraunir á TransAndean lestarteinunum, án árangurs, þeir voru líka farnir að láta á sjá.

Við ætluðum að kíkja á Punta de Vacas sem er helgur staður og tengist humanistum en til að gera þá sögu stutta var staðurinn lokaður og læstur þrátt fyrir auglýstan opnunartíma. Bjarni hafði heimsótt hann í fyrri ferð sinni til Argentínu og reyndi að upplýsa okkur um hann.

Hótel Pukarainca Uspallata Mendoza Argentínu

Pukarainca hótel ArgentinuHvíld er góðVið fundum ekta fjallahótel á netinu og létum slag standa. Hótelið liggur í um 2000 hæð og kyrrðin þar var nánast áþreyfanleg eftir stanslausan hávaðann í Santiago. Þetta er lítið og heimilislegt hótel á einni hæð. Öll herbergin eru með sér útgangi út á pall og þar hjá voru hengirúm sem voru ómælt notuð af drengjunum. Nauösynlegur búnaður á hótelumÞegar á staðinn kom var fyrsta verk drengjanna að skanna húsnæðið og hreinsa látnar engisprettur undan rúmunum. Fjölbreytt skordýralíf var þarna, þó ekki moskítóflugur. Torkennileg skriðkvikindi sáust á veggjum herbergisins og ég hafði ekki áhuga á að vita hvað lægi í pípunum á baðherberginu, lokuðum bara til að útiloka spúkí lykt. Það má samt ekki misskiljast að þetta væri einhver hryllingur, hótelið var í það heila mjög snyrtilegt og nútímalegt. Það er nú bara þannig að sveitin býður oft upp á mikla nálægð við náttúruna..... (lesist: skordýr).Hvíld er góðGott að láta klóra sér

Hundarnir á heimilinu voru hrifnir af klappi og ýlfruðu af gleði þegar þeim var klórað (Þeir fengu extra klapp fyrir Sám sem er óskaplega sárt saknað). Einn hundanna var ansi stór og þegar hann var í eitt skiptið nánast kominn í fangið á Sigurði Ými í hengirúminu fékk ég hroll.... svona stór skepna sem maður þekkir ekki, getur náð að gera mikinn skaða á augnabliki. Strákarnir lofuðu mér að láta nett klapp duga og þvo sér svo um hendurnar....:).... ok ok ég er alin upp í sveit en þar var manni einmitt að kennt að þvo sér um hendurnar eftir að hafa verið í dýrunum.

Myrkrið var ótrúlegt og þegar tunglið skein gaf það mikla birtu. Við sáum vetrarbrautina mjög vel og óteljandi fjölda stjarna á himninum. Maður vindur algjörlega ofan af menningartengdu álagi við svona aðstæður.... sambandslaus í óbyggðunum. Dásamlegt.

Frúin í morgunsól á Argentínsku fjallahóteliLoftið var tært og útsýnið ótrúlegt. Hitinn var mikill á daginn og sólin skein glatt, eins og alla aðra daga. Við borðuðum þarna á kvöldin og var ýmislegt prófað eins og geitakjöt.

 

 

 

 

 

Skordýraflóra

Í ferðinni var nóg af steinum til að velta við og leita misgeðslegra skriðkvikinda. Sumir steinarnir voru reyndar full fyrirferðarmiklir til að hægt væri að hnika þeim, en gnæfð var af viðráðanlegum hnullungum. Tarantulla_ loksinsTarantulla í árásarhamOg viti menn, tarantúllur fundust í tæplega 3000 hæð við skíðahótelið Portillo. Á leiðinni austur yfir fannst ein og því varð að stoppa þar aftur á heimleiðinni. Nú fannst feita frænka hinnar, þessi sem fékk nóg að borða, allavega var hún stór og loðin og óárennileg í alla staði. Karlpeningurinn fylltist mikilli hamingju að ná að „handsama“ eina og æsa hana pínulítið upp í árásarham. Þeir fengu EKKI að hafa hana með sér heim...... hef engan áhuga á að mæta þeim í spássitúr um íbúðina!

Krúttleg eðla í þunnu fjallaloftinuBjalla á ferðEkki var nóg með að allt væri fullt af engisprettum við hótelið okkar, heldur voru þar líka bænabeður, eldflugur og leðurblökur. Nú og það sem ekki flokkast undir skordýr en er allrar athygli vert voru spakir fálkar og styggir hrægammar.

Uspallata

Næsti smábær við hótelið var Uspallata, óræð stærð, lágreist og dreifð byggð, húsin voru mörg óttalegir húskofar. Í bænum var einn hraðbanki ... bilaður.... óheppilegt þegar hótelið tekur ekki Vísa og við með lítið af argentínsku lausafé! Við önduðum þó djúpt og þegar ný vinnuvika rann upp hjá þeim var bankinn heimsóttur með árangri. Í bænum voru líka nokkrir litlir veitingastaðir sem við nýttum okkur. Í þessari ferð gerði ég mér grein fyrir því hvað er gott að chilenski pesoinn er verðlítill, maður fær u.þ.b. 40 þúsund pesóa fyrir 10 þús íslenskar. Ég fæ alltaf vægt slag þegar ég er að borga háar upphæðir sem svo eru kannski ekkert svo háar í íslenskum krónum. Í Argentínu er þessu öfugt farið og stóð ég mig að því að borga himinháar upphæðir fyrir eitthvað rusl á vegasjoppum, bara af því að mér fannst það kosta svo fáa argentínska pesóa.

Skjól fyrir sólinniMikill gróður er í Uspallata en utan bæjarmarka er bara eyðimörk. Ein á rennur við jaðar bæjarins og keyrðum við framhjá picnic svæði. Þar var bílum lagt inn á milli trjánna til að þeir brynnu ekki upp í sólarhitanum og fólk sat við ána og kældi fæturnar. Ég fékk flashback frá Ástralíu árinu, fólk að reyna að kæla sig niður í brennandi sólinni, bílar undir trjám og hundar og börn hlaupandi um. Loftkæling er ekki staðal búnaður í íbúðarhúsum í Chile og örugglega ekki þarna heldur.

Á vegarspottanum á milli Pukarainca hótelsins og Uspallata fundum við sérkennilegt hús sem reyndist vera safnið Museo Las Bóvidas. Fornar rústirArgentína til fornaÞað er byggt á rústum ævagamallar málmbræðslu, frá því fyrir tíma Columbusar vinar okkar. Elskuleg og skýrmælt argentínsk safnstýra reyndi að segja okkur til, á spænsku, eitthvað skildum við, annað ekki. Hún var svo almennileg að við sátum undir langri tölu.

Lamadýr

Mig vantar einn svonaÁ hótelinu var Belgi nokkur sem búinn var að ferðast á miklum fjallatrukk alla leiðina frá Kanada. Þó þessi trukkur hefði sæmt sér vel á íslenskum fjallvegum hafði hann þó aldrei komið þangað. Belginn þekkti vel til þarna og benti okkur á ýmsa áhugaverða staði í fjallgarðinum á milli Uspallata og Mendoza. Við tókum á honum stóra okkar, bölvuðum lélegri loftkælingu í bílnum og héldum af stað. Fórum fljótlega út af malbikinu og ókum vegslóða upp í fjöllin. Við urðum einhvern vegin ekki vör við að við hækkuðum okkur svo mikið fyrr en bera fór á óþægindum við að hreyfa sig eitthvað að ráði og höfuðverk. Lamadýr í auðninniLamadýr út um alltFundum þá skilti sem sýndi að við vorum aftur farin að nálgast 3000 metrana. Hins vegar var gleðin svo mikil við að finna lamadýrin að unglingarnir létu sér ekki muna um að hlaupa um brekkurnar til að komast sem næst þeim. Ólöglegar Lamaveiðar?Lamadýr eru magnaðar og fallegar styggar skepnur sem héldu sig á toppunum í hitanum en þvílík óhljóð sem koma úr barka þeirra, hálfgert útburðarvæl. Sigurður Ýmir blés upp og niður af mæði við að hreyfa sig, húðliturinn á honum virtist þó þokkalega eðlilegur. Hann hefur aldrei upplifað að mæðast svona við ekki meiri hreyfingu. Fyrstu kennslustund í háfjallaaðlögun er nú lokið hjá honum, en hann er staðráðinn í að ganga á heimsins hæstu fjöll í framtíðinni.

úfnir skýjabakkarÞarna uppi horfðum við niður á mikla og úfna skýjabakka sem sennilega skýrðu rigningar á undirlendi Argentínu, jafnvel votviðrið á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó?

 

Cerro Seven ColorsC 7 ColoresEkki langt frá Uspallata fundum við fjallið sem kennt er við sjö liti – Cerro 7 colores. Og það voru örugglega sjö litir í því fjalli. Sum fjöllin voru græn (ekki af gróðri), önnur voru svört, grá, blá, hvít o.s.frv. Annar staðar keyrðum við fram á fólk í riverrafting, árnar sem koma úr Andesfjöllunum eru kjörnar fyrir slíkt sport.

Bænastaðir

Bænastaður við þjóðveginnHér má finna ýmislegtÁ leið okkar um þjóðvegi Chile og Argentínu má oft sjá krossa eða litlar kapellur við vegina. Kennir þar ýmissa grasa, og er missnyrtilegt þar í kring. Kapellur í klettunumÁ einum stað við C. 7 Colores fundum við kapellur sem byggðar voru inn í kletta. Smart.

 

Þessi fjallaferð okkar var Bjarna góð þjálfun en hann þurfti í dag að fara í 5000 metra hæð í norður Chile í vinnuferð. Svona jarðfræðiferðir þurfa víst ekkert aðlögunarpjatt, það er bara fyrir almúgann! Mér er nú ekki sama, en þeir eru komnir aftur niður í 2500 metrana og líður betur, heyrði í honum áðan.

Einmana blóm

Kær kveðjaEkkert skjólEyðibýli við þjóðveginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband