Sjálfboðaliðar og hjálparstarf

Maður er afskaplega eigingjarn og horfir helst á sinn eigin nafla .... allavega stundum. Mér hefur oftast liðið betur í lífinu en þessa dagana en hef fengið mikla umhyggju frá öllum sem vettlingi geta valdið. Harpa hefur sýnt ótrúlega hjálpsemi að taka okkur inn í sína íbúð og liðsinna á allan hátt.

Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég er ekki nafli alheimsins og það er ótrúlegur fjöldi fólks hér í Chile sem á um sárt að binda. Það er óskaplegt að hugsa til þess að þarna úti er fólk sem búið er að missa svo mikið, börn, maka, foreldra, vini, og allt sitt.

Ég hef séð þess víða merki núna að fólk er að safna fyrir hamfarasvæðin. Í morgun var búið að safna miklu magni af vatnsbrúsum, fötum, dýnum og fleiru hér fyrir utan og verið að setja í rútur sem flytja átti á neyðarsvæðin. Þetta voru háskólanemar sem stóðu fyrir þessari söfnun. Seinna í dag sá ég svipað á fleiri stöðum, allir boðnir og búnir til að hjálpa.

Kær kveðjaSafnað fyrir hamfarasvæðin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband