Tilbúin til að ganga Laugaveg að fjallabaki á einum degi

Ég er í miklum þjálfunarbúðum hér í Chile sérstaklega eftir skjálftann. Undanfarnar vikur hef ég verið mjög dugleg að ganga um hverfin hér í kring og jafnvel skokka aðeins.

Eftir skjálftann hefur þessi göngu"gleði" magnast gríðarlega. Mér líður best að vera úti og er ég búin að sjá ótrúlegustu staði, hús og fólk á nokkrum dögum. Gekk nánast stanslaust í fimm klukkustundir í dag, skoðaði markaði ofl. Hreyfing er alltaf góð sérstaklega þegar róa þarf óþægilegt eirðarleysi eins og þjakar mig.

El Golf garðurinn og konan með stílabókinaMér finnst gott að reyna að skrifa mig frá málum sem þjaka mig en nú þegar mér finnst óþægilegt að vera innandyra skrifa ég ekki mikið á rafmagnstæki. Ég fann lausn á þessu vandamáli í dag. Keypti mér litla stílabók og sest svo bara á næsta bekk og skrifa þegar eitthvað kemur upp í hugann um skjálftann.

Eftirleikurinn er auðveldur, pikka svo á tölvu þessar pælingar, mínar stuttu vökustundir sem ég á innandyra.

Sniðugt ..... Nú þarf ég ekki lengur að þegja ... Smile

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband