Fjölskyldan mín

Strákarnir mínir

Ég á dásamlegan og einstakan eiginmann og syni. Þeir hafa staðið sig eins og hetjur í öllum þessum óvæntu og ótrúlegu viðfangsefnum sem við höfum tekist á við síðustu dagana. Þeir hafa reyndar allir gaman af hryllings- og hamfaramyndum, og kannski voru þeir bara að upplifa eina slíka live!

Bjarni er mjög mikill raunvísindamaður og er tölfræðin honum ofarlega í huga hvað varðar líkur á öðrum skjálfta osfrv. Hann reyndi að rökræða það við mig fyrstu dagana en að ráðleggingum sálfræðings áfallahjálpar RKÍ vék hann frá þeirri hernaðaráætlun.

Ég er hins vegar smá saman að meðtaka þau fræði og reyni að sannfæra mig um að nú sé jörðin bara að hagræða sér aftur, að hreiðra um sig og þá komi þessir eftirskjálftar.

Ég er meir að segja orðin svo jákvæð gagnvart eftirskjálfta-Chile að ég óska þess að ef einhver þarf einhvern tímann að lenda í eins stórum skjálfta og reið yfir landið 27. feb að þá sé hann staddur í Chile (af öllum löndum í mið- og suður Ameríku). Alls staðar annar staðar í mið- eða suður Ameríku yrði skaðinn/skemmdirnar svo margfalt meiri. Það er alveg ótrúlegt að sjá hve litlar skemmdir eru í raun á húsum hér í borginni.

Álagið á Bjarna er ekki bara  að horfa upp á vansæla eiginkonu. Hann fór í hné aðgerð í haust og hefur jafnt og þétt verið að byggja upp fyrri styrk. Álagið síðustu daga af því að þurfa að ganga upp 7-9 hæðir nokkrum sinnum á dag (lyftur virkuðu ekki) gerði honum ekki gott. Hann hefur verið að drepast úr verkjum, en er nú eitthvað að lagast. Þetta lagði hann á sig fyrir mig þegar við fórum í næturstað í flóttamannabúðirnar hjá Hörpu og svo hingað upp til okkar að morgni.  

Verð að kaupa honum almennilegt Koníak í fríhöfninni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vamos Rósa, svo maður reyni að slá umsig á máli þarlendra : )

helga (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband