Betlarar

Bærinn er fullur af betlurum, og núna hefur bæst við mikill fjöldi fólks sem er að safna fyrir hamfarasvæðin. Ég verð að segja ykkur eina létta betlarasögu...... þessi er ekki sorgleg.... en segir kannski eitthvað um útlitið á manni!

Kirkjurnar eru þræddar enda svalt þar innan dyra ..... einhver sagði að Bjarni þyrfti að kæla niður trúarhitann .....:) Við fórum m.a. inn í dómkirkjuna og strákarnir æddu á undan eins og stundum áður. Ég tók hattinn niður og var eitthvað að laga hárið á mér, þegar ég heyri „klink, klink“ og var þá ekki gamall herramaður búinn að henda nokkrum pesoum ofan í hattinn minn! Mér brá svo mikið og honum líka þegar hann fattaði hvað hann hafði gert að ég sprakk úr hlátri, lét hann hafa aurinn og skellti hattinum aftur á hausinn svo fleiri fylgdu nú ekki í kjölfarið. Ég tek þetta sem skilaboð um akút bjútimeðferð og uppfærslu á klæðnaði, það er morgunljóst.

 Kær kveðja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband