Dagur tvö í bið eftir brottför

Ég hef ekki mikið látið heyra í mér síðustu dagana því ég hef ekkert óskaplega gaman af því að væla opinberlega um vanlíðan... (þið fáið þann skammt þegar ég kem heim......:) )

 Við höfum dundað okkur við að láta tímann líða og farið aðeins um í borginni og Bjarni sinnir sinni vinnu. Hugarleikfimi í miðborg SantiagoÁ strætóstöð í SantiagoBlómstrandi SantiagoEftirskjálfta leikmeðferð í miðbænumKóka kóla auglýsing

Helgin var mjög heit, einar

33 gráður og tala synir mínir um ofsahita. Örmagna í ofsahitaÞað rennur stöðugt af okkur svitinn sérstaklega þegar farið er í strætó.

 

St Luciu hæðin í SantiagoÁ föstudagseftirmiðdeginum drógum við drengina með okkur niður í miðbæ og þvældumst þar um. Santa Luciu hæðin var ennþá lokuð vegna skemmda enda fullt af gömlum byggingum sem eitthvað hefur kvarnast úr. Gamla lestarstöðin í SantiagoÍ staðinn kíktum við á gömlu lestarstöðina sem er skammt frá ánni í frekar vafasömu og reyndar svolítið sjarmerandi hverfi. Ótrúlegt magn af ótrúlega gamaldags búðum með vörum sem ég hélt að væru löngu komnar af markaði, varahlutir í fornar saumavélar, handsnúnar hakkavélar ofl. Nei, strákarnir fengu ekki að fara inn á stripp búllurnar...... þeir segja að ég sé alltaf að banna þeim allt!

Við hittum chilenskan svía sem var kominn heim til fjölskyldunnar vegna skjálftans. Hann fór strax í að redda sér miða í Svíþjóð eftir skjálftann og var það lítið mál. Hins vegar þegar vélin var komin til Perú var hann stoppaður af og spurður að því hvaða hálfviti hefði selt honum miða til lands sem ekki væri flogið til (Santiago Chile). Hann mátti hanga á flugvellinum í Lima þar til flugvöllurinn í Santiago var opnaður síðasta miðvikudag, þann 3. mars! Þetta minnir mig á konu hjá íslenskri ferðaskrifstofu sem var til í að selja fjölskyldunni farmiða út úr landinu á mánudagskvöldinu 1. mars fyrir eina og hálfa milljón......

Laugardagurinn fór í dýragarðsferð númer tvö því við urðum að sýna Bjarna garðinn. Þessi ferð var í minningunni ógeðsleg lykt af sólar-soðnum húsdýraúrgangi....... og ísbjörninn hálfdauður úr hita. Los Dominicos markaðurinnOg á sunnudaginn fórum við enn einu sinni á markaðinn úti í Los Dominicos. Aðrar lausar stundir geng ég um eða sit úti í þessum fallegu almenningsgörðum sem iða af mannlífi. Ég sé oft heilu stórfjölskyldurnar koma saman þar og leika við börnin. Börn eru hér sem annar staðar miklir sólargeislar fjölskyldunnar, maður sér hvað fólkið nýtur sín að leika við þau, hlægja og gleðjast.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband