Síðasta mánudag var skólabjöllum hringt inn, viku seinna en til stóð. Skólasetningu var seinkað um viku vegna jarðskjálftans, enda eflaust þurft að fara yfir öryggismál skólahúsnæðis ásamt áfallahjálp fyrir þolendur skjálftans.
Nú hins vegar er bærinn fullur af einkennisklæddum ungmennum því hér eru skólabúningar málið. Eftir því sem ég hef verið frædd um þá eiga skólabúningarnir að draga úr stéttarmun en það er auðvelt að fara framhjá því. Skólabúningarnir eru nefnilega misdýrir eftir því úr hve flottu efni þeir eru saumaðir, hversu vandaðir skórnir eru og o.fl. Það sést því auðveldlega áfram hver á pening.
Stéttamunur er mjög mikill hérna og gengur upp allt skólastigið og lífið.
Kær kveðja
Flokkur: Ferðalög | Miðvikudagur, 10. mars 2010 (breytt 3.4.2010 kl. 19:55) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.