Biðin á enda

Í dag er fæðingardagur hennar ömmu minnar Ingibjargar frá Vaðbrekku. Þetta er góður ferðadagur en í kvöld eigum við flug frá Santiago til New York með millilendingu í Miami. Í dag var líka verið að jarðsetja son hennar og móðurbróður minn Jón Hnefil en hugur okkar er hjá fjölskyldu hans.

Ef eitthvað hefur komið fyrir s.s. eins og að ég hafi verið nærri búin að keyra út af eða einhvað álíka, þá hef ég hugsað að nú hafi hinn og þessi haldið verndarhendi yfir mér. Ég hugsaði það þarna um nóttina en svo var svo skrítið að óttahjúpurinn sem umlukti mig seinna þennan skjálftadag gaf þeim ekki færi á að „ná sambandi“ við mig fyrr en fyrir tveim dögum síðan. Þá var ég utandyra þar sem mér líður best og skyndilega komu þau ótrúlega sterkt inn, foreldrar mínir, bræður og amma og afi. Söknuðurinn var sár en óskaplega gott að vita af þeim hjá mér. Finn styrk að þó ég bogni muni ég ekki brotna.

Í gær var ég eitthvað sorrý þar sem ég sat og hlustaði á tónlist og skrifaði hugrenningar niður í mína stílabók. Jón Jónsson og RósaGuðrún Aðalsteinsdóttir

Ég kreisti aftur tárvot augun og upplifði pabba og mömmu svo sterkt hjá mér að þegar ég opnaði augun aftur bjóst ég allt eins við að þau stæðu við risastóra tréð á móti mér! En svo göldrótt er ég nú ekki.....:).

 

Blessuð sé minning þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband