Haukadalsskógur

Góða kvöldið!

Stund er liðin síðan síðast. "Fjallgangan" sem gengin var síðast var um Haukadalsskóg. 9-12. febrúar dvöldum við í vellystingum í sumarbústað Íslenskra orkurannsókna, hinum rómaða og fyrnagóða Ossabæ. Milli pottferða og matarveisla var rölt í endurnærandi gönguferðir í frábæru vetrarveðri, kulda og sól.

Ein gönguferðanna var í lengra lagi, en þá var Haukadalsskógurinn lagður að velli. Á týpískum mánudagi þegar allir aðrir voru í vinnu eða skóla, tókum við til nesti og nýja skó, og keyrðum austur á bóginn. Framhjá noprandi útlendingum við Geysi og inn á skógræktarsvæði Haukdæla.

Lítill snjór hefur verið á Suðurlandi undanfarið, en eitthvað hafði nú safnast fyrir í skóginum. Það mikið að hópurinn þurfti aðeins að hafa fyrir göngunni. Rauði hringurinn (sá erfiðasti) var að sjálfsögðu tekinn. Fyrsti spölurinn upp meðfram gilinu reyndi á þolið og getuna, og skóbúnaðinn en Bjarni reyndist hafa farið af stað á sínum blankskóm og kvartaði sáran. Jón Hákon hinsvegar var hinn frískasti og taldi að við færum ekki nógu stóran hring, þetta hlyti að vera litli hringurinn fyrir þollausa og lata fólkið....  Móðirin neitaði að ganga á topp fjallsins fyrir ofan - Sandfellið, þar sem þar væri bara meiri hálka og snjór. Drengurinn sættist á þetta og setti hraðamet á rauða hringnum.

Skógurinn er mjög fallegur og skjólgóður. Enda kannski eins gott því þrátt fyrir sól beit kuldaboli hraustlega í kinnarnar. Merkingar í skóginum eru mjög góðar og ýmsan fróðleik þar að finna. Læt fylgja tvær slóðir inn á þetta svæði. http://www.geysircenter.com/islenska/haukadal.html og kort af svæðinu .... http://www.geysircenter.com/islenska/vicinity_map.html

Einhver bið verður á næstu fjallgöngu (og bloggfærslu) þar sem ég borgaði húðlækninum mínum henni Rögnu fyrir að gera mig ganglausa. Hún hreinsaði af mér fæðingarblett neðan á il og saumaði gatið aftur með 4 sporum!Sideways 

Hlakka til að komast í göngugírinn á ný.Cool

Góða nótt.

Hjerastubburinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband