Komin til Chile

Dagur 3 24. janúar (settur inn 4 dögum of seint)

Flugið frá NY til Santiago leið áfallalaust. Vel búin flugvél til ChileSkipulagið var það mikið að vélin var komin út á braut 10 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma og fór í loftið nánast á klukkunni.....  Lítill órói var í loftinu en þó vöknuðu flestir við mikið högg og læti einhvern staðar yfir Equador. Stóð það mjög stutt yfir og svefninn sótti fljótt á aftur. Sennilega voru máttarvöldin að minna okkur á að við værum loks að fara suður fyrir miðbaug.

Í fluginu var boðið upp á kvöldmat og morgunmat og allir drykkir óáfengir sem áfengir ókeypis. Afþreying í boði og stýripinni m.a. þannig að drengirnir létu mest allan tímann líða við leiki og sjónvarpsgláp. Eldra liðið reyndi að ná einhverjum svefni á þessum tíu og hálfa tíma. Starfsfólkið grannt og sætt og suðrænt í útliti. Skrítið að vera alltaf fyrst ávarpaður á spænsku.

Chile tók á móti okkur með björtu veðri og yl þegar við lentum kl 8.30 að staðartíma. Eina sem tollurinn vildi ekki fá inn í landið var útlenskur landbúnaður, annað var ekki tékkað.  Þegar við gengum út gerðum við okkur grein fyrir stærðarmun á suðrænum Chilebúum og skandinavískum risum. Enda var Bjarni myndaður vegna hæðar sinnar, held ég.....

Lítið var um merkingar á ensku á vellinum og síðan þá hefur nánast ekkert sést á því engilsaxneska máli..... Nú er það undir okkur komið að læra spænsku svo við skiljum eitthvað og getum gert okkur skiljanleg.

Magdalena206ibud71Harpa samstarfskona Bjarna tók á móti okkur við íbúðina sem staðsett er í „Sanhattan“ Chile (sbr. Manhattan). Reyndist hún vera staðsett í fjármálahverfi borgarinnar og hér er gríðarlega mikið af háhýsum úr gleri og öðru eðal byggingarefni. Göturnar hreinar og fína bíla má sjá hér. Ansi vestrænt að sjá.

Við búum hér á 7 hæð í húsi þar sem eldri chiliskar hefðarfrúr búa í miklum meirihluta (og með vinnukonur). Sætur vaktmaður er staðsettur í anddyrinu og sagðist hann tala lille bitte ensku, eða þannig.

Harpa fór með okkur í nettan göngutúr um næstu götur og sýndi helstu kennimerki. HverfiskirkjanVið komum okkur fyrir í íbúðinni og slökuðum á á stóru svölunum okkar. Bjarni er strax byrjaður að reyna að koma ofþornuðum trjágróðri í svalakerunum til. Nú er að sjá hvaða árangri má ná með smá vökvun.

Logst i simann til IslandsÍbúðin er 4 herbergja alls 150 fm með stórum svölum. Eitt herbergið er ætlað vinnukonunni þannig að það er spurning hvort strákarnir kaupi almennilegan vinnukonu búning á þessa þjónustustúlku sem þeir eru búnir að vera með öll þessi ár....:) og noti herbergið bara undir sjálfa sig.  Reyndar má búast við því að ekki finnist nægilega stórt outfit.....Fyrsta kvoldmaltidin

Ég sé að vinnukonur eru að viðra púða og þrífa og úti að labba með hundana.... þær þekkjast úr því þær eru allar klæddar þjónustusloppum og svuntu.

Frétti af einni þjónustustúlku sem tekin var með á ströndina og látin halda við sólhlífina allan daginn fyrir hefðarfólkið.... málið endaði hjá yfirvöldum..... þótti farið yfir strikið hvað varðar réttindi þjónustufólks.

Ég er að reyna að ná áttum, þetta með að sólin skíni ekki á suðurhlið húsanna. Hér kemur sólin upp í austri eins og annar staðar í veröldinni en hún rennir sér svo norður fyrir og sest að sjálfsögðu í vestri, um níuleitið á kvöldin.

Minni á fickr síðuna hans Sigurðar Ýmis en þar eru mun betur teknar myndir......

http://www.flickr.com/photos/sigurdurymir/

Kær kveðja Flottur hraðbankiHæsta bygging Suður Ameriku í hverfinuLas Condes SantiagoSanhattan1Sanhattan2Sanhattan3    Sanhattan4Sanhattan5Sanhattan6

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband