Vinnan hans Bjarna og lífið þar í kring

Dagur 5   26. janúar

Ég vaknaði spræk í morgun og setti mér markmið. Ætla að ganga daglega með Bjarna í vinnuna og skokka til baka. Veit að þetta er ekki löng vegalengd en kemur manni af stað á morgnana. Svo get ég alltaf lengt leiðina heim ef ég verð voða dugleg. Þetta var ótrúlega hressandi og er ég himinlifandi yfir því að vera loks komin í skokkgírinn aftur. Tók tröppurnar líka upp á sjöundu hæðina. Það er fullt af fólki að skokka hér bæði á morgnana og líka í 35 gráðu hita yfir hádaginn.

Fyrsti skóladagurinn leið hjá drengunum við litla hrifningu. Það verður þó að segjast að vinnusemin var góð og þögnin algjör í skólastofunni!

Vinnan hans Bjarna husid haegra meginSullað við vinnuna hans BjarnaEftir að Ísland malaði rússana gengum við upp í vinnu til Bjarna og skoðuðum þar nálægan almenningsgarð sem innihélt m.a. stór fuglabúr. Þar má sjá ofvaxnar hænur og annað  fiðurfé, mis skrautlegt. Hitinn úti lokkaði okkur inn í næstu kringlu....... var ég búin að nefna það að ég fór bara til Chile til að vera í vestrænum mollum......). Fengum okkur mjög vestrænan skyndibita sem bragðaðist ótrúlega eðlilega og kostaði helmingi minna en sveitti Burger Kinginn og klóraða gosið í NY. Mollið innihélt mikið af flottum búðum og var verðlagið afskaplega kunnuglegt jafnvel íslenskt.... ansi margt rándýrt.  Enda staðsett á dýrasta svæði borgarinnar.

Þarna úði líka og grúfði af starfsfólki, veit ekki hlutverk þess alls. Ég er mjög hrifinn af viðmóti þess, það er ekki að troða sér upp á mann, býður kurteislega aðstoð og dregur sig svo í hlé. Meir að segja betlarnir og flækingshundarnir eru ekki ýtnir.... J. Já talandi um flækingshunda, þá er töluvert af þeim í borginni. Í sumum görðum eru þeir búttaðir enda gefið að borða, en á götunum eru horaðir hundar að flækjast. Tveir hressilegir en grannvaxnir ákváðu að fylgja okkur áleiðis í morgun en reyndu aldrei að nálgast okkur. Þeir hittu svo kunningja sinn við herstöðina sem liggur skammt frá vinnustaðnum og yfirgáfu okkur.  

Þegar ég horfði yfir allan fjöldann sem var á „stjörnutorgi“ fyrrnefndrar kringlu sá ég ótrúlega hátt hlutfall af mjög fallegu dökkhærðu fólki. Samkvæmt því sem ég er búin að sjá eru Chile búar upptil hópa laglegt fólk og væri ekki amaleg blanda..... J

Lang flestir eru dökkhærðir, sumir fínlegir og grannir, meðan aðrir eru breiðleitari en samt grannir. Hef ekki séð almennilega feita manneskju en hins vegar er hæðin á fólki mjög mismunandi þó meiri hlutinn sé nokkrum númerum minni en því sem ég á að venjast.

Einn og einn er með mjög sérstakt rautt hár og mun það vera einhver ættbálkur sem Bjarni á eftir að finna nafnið á. Kemur seinna. Þessi litur er ekki úr túbu né fluttur hingað með írskum kartöflum, að því er hann heldur.

Kvef er aðeins að þjaka ungu mennina, Jón Hákon bar kvefið með sér að heiman og nú er Sigurður Ýmir farinn að taka undir geltið.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband