Kartöflur

Nei ég er ekki að verða vitlaus en nú ætla ég að segja ykkur aðeins frá kartöflum.

Ég eldaði chiliskar kartöflur um daginn, sem ekki er í frásögur færandi nema að Sigurði Ými þótti þær einkennilegar. Ekki vondar, heldur einkennilegar. Þá rifjaði ég upp kartöflupælingarnar þegar við vorum að undirbúa með vinunum suður Amerískt árshátíðarþema áður en við fórum af landinu. Þar var m.a. kartöflusalat (með niðursoðnu grænmeti) og svo kartöfluréttur sem reyndar var ættaður frá Peru.... Papa a la Huancaína, en það er nafn á kartöflutegund.

Kartöflurnar létu mig ekki í friði því í gærkvöldi horfði ég á merkilegan þátt í sjónvarpinu um papatas natives. Eftir að hafa gert mér grein fyrir því að það var ekki verið að tala um náttúrulega pabba né páfa, poppaði  þýðingin á papatas upp í hugann. Þeir sýndu myndir af margvíslegum tegundum af kartöflum og heimsóttu innfæddan sem fræddi um kartöflur og matargerð.... held ég... ekki skil ég spænsku svo þeir geta svosem hafa verið að tala um veðrið. Allavega var búinn til matur úr hráefninu og smakkað.

Ég ákvað að googla chiliskar kartöflur og þá kom upp merkileg frétt um stríð á milli Peru og Chile.... um uppruna kartöflunnar. Fréttin var eins og hálfs árs gömul. Þar flugu brigslyrðin á milli þjóðanna. Peru sagði kartöfluna uppruna í Andes fjöllunum, sjö þúsund ára gamla og þeir ættu 3 þúsund mismunandi tegundir til. Chiliska kartaflan væri bara barnabarn þeirrar Perúsku.

Chilby Eitan Abramoviche fræðimenn sögðu á hinn bóginn að upprunann mætti rekja til suður Chile og það séu allavega 14 þúsund ár síðan fólk þar fór að leggja sér kartöfluna til matar. Tók þessa mynd úr fréttinni.

Svo mörg voru þau orð um suður Amerískar kartöflur.

Kær kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haahiii.... Rósa þú verður orðinn sérfræðingur í kartöflum þegar þú kemur heim aftur   Við þurfum þá bara að endurtaka suðuramerískt þema - alvöru mat!!

Knús Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband