Santiago státar af miklum háhýsum, sú hæsta er um 200 metra há. Mikil lyftukerfi eru í þessum húsum og þær voru ónothæfar í nokkra daga eftir skjálftann. Hjá okkur kom lyftan í gagnið á fjórða degi. Það er því hægt að velta fyrir sér álaginu á mörgu fólki sem aldrei hefur gengið tröppur að þurfa allt í einu að ganga upp og niður 10-30 hæðir í hvert sinn sem þarf í búð/bregða sér af bæ. Það var verið að drösla gamalmennum hér út úr húsi um síðustu helgi, áttu sýnilega að dvelja annar staðar, og vonandi í lágreistum húsum. Þetta álag hefur örugglega ekki bætt ástandið á veikburða fólki.
Kær kveðja
Flokkur: Ferðalög | Föstudagur, 5. mars 2010 (breytt 3.4.2010 kl. 20:37) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.