Himnarnir grétu - Þjóðarsorg

Yfirleitt rignir ekki í Santiago eina 5 mánuði á ári. Sumrin eru mjög þurr hérna. Allan þChiliska þjóðin syrgirann tíma sem við höfum verið hér hefur ekki dottið dropi úr lofti, fyrr en eftir skjálftann.

Margar nætur eftir skjálftann rigndi, og upplifði ég það sem tákn þess að himnarnir væru fullir af sorg eins og þjóðin sjálf.

Fyrir hönd íslensku þjóðarinnarBúið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Chile í dag sunnudag og fram á þriðjudag. Í gær mátti víða sjá fána í hálfa stöng. Það er svolítið sérstakt því fánarnir eru svo rosalega stórir, jafnvel á frekar stuttum fánastöngum.

Stórir tónleikar voru á Ítalska torginu sem hluti af söfnun fyrir hamfarasvæðin. Þeir ætla að safna 15 milljörðum pesóa. Ég er búin að vera að kaupa mat (pasta) og styrkja á annan hátt.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekkert lesið í nokkra daga en fór snöggt yfir áðan. Skv. því sem ég las þá eru þið að fara eftir 2 daga í flug. Mér þykir afar sorglegt að sjá hvað þér líður illa Rósa mín, en ég skil mjög vel að þér líði illa þó maður geti engan vegin sett sig í þín spor. Var nú eiginlega bara með tárin í augunum að lesa um vanlíðan þína. En nú er þetta að taka enda, bara reyna að vera dugleg að vinna svo í þessu þegar þú kemur heim. Hlakka rosalega til að sjá ykkur öll, vona að það verði fyrr en síðar. Bið að heilsa strákunum :-)

Fjóla (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband