Flogið yfir hálfan hnöttinn, úr sólinni í Santiago inn í rigninguna í Bandaríkjunum

Á Pizza TiramisuSíðasti dagurinn í Chile var notaður í þetta klassíska, þrif og lokapökkun. Hafði notað daginn áður í að ganga um mín uppáhaldsútivistarsvæði og kveðja þetta fallega en ógnvekjandi land. Drógum Hörpu okkar einstöku út að borða kveðjumáltíð á uppáhaldspizza staðnum okkar Tiramisu, þeim besta í heimi!

Við ákváðum að vera snemma í því enda ég að verða viðþolslaus eftir því að  komast í burtu. Á leiðinni út á flugvöll sáum við ummerki skjálftans, skemmdar brýr og byggingar. Innritunarsalur alþjóðlegu flugstöðvarinnar í Santiago

Millilanda- og innanlandsflugáætlun frá Santiago

Forsalurinn á flugvellinum í Santiago Er allt vel fest? Ekki bara ég sem spái í það

 

 

Mesta raunveruleika sjokkið blasti við okkur þegar út á flugvöll kom! Þar voru risastór útihátíðartjöld á bílastæðinu. Í þessum tjöldum voru farþegar bókaðir inn, handskrifaðar upplýsingar um flug á tússtöflum, o.fl. í þeim dúr. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta þó ég hafi verið búin að fá upplýsingar um að hluti þjónustunnar væri í bráðabirgðahúsnæði. Strúktúrinn í flugstöðvarbyggingunni hafði staðist álag skjálftans en loftræstikerfið/ljósakerfið hrundi niður úr loftunum og eitthvað brotnaði af gleri.

Vopnaleit fór fram innandyra. Þegar í dyrnar kom blöstu skemmdirnar við í loftunum, lokuð svæði og brotnar rúður og ég skal bara viðurkenna það hér og nú að ég neitaði að fara þangað inn fyrr en ég þyrfti. Biðsalur fyrir alþjóðaflug - þotugnýrinn fyllti loftiðGangstéttar biðsalur í SantiagoVið höfðum nægan tíma og því sátum við undir tjaldi ásamt fjölda fólks utandyra í yndislegu veðri. Strákarnir lögðust út á gras og höfðu það huggulegt þar til sól settist í Santiago. Þetta var svo súrrealískt að flugstöðvarbiðsalur væri göngustígar og grasbalar og útihátíðartjöld að það vantaði bara hljómsveitir með þjóðhátíðartónlist..... ég hefði nú sennilega samt verið slakari á útihátíð. Ég var á nálum allan tímann að það kæmi skjálfti sem gæti sett strik í reikninginn með að komast í burtu.....

Loftplötunum hefur fækkað í flugstöðinniVopnaleit gekk vel og ég lifði af dvölina innandyra, gólfefnin slitin þar eins og uppi í íbúð eftir mig....:) Áberandi að farþegahópurinn var fólk að koma sér í burtu, mikill órói í sumum.

LAN flugáætlunVið flugum „upp“ hnöttinn yfir Kyrrahafinu og var órói allan þann tíma, u.þ.b. 5 tíma. Samt ekki þannig að það væri hræðsluvekjandi og öll afgreiðsla í vélinni gekk smurt. Kann vel við LAN flugstarfsfólk og þjónustuna um borð. Í Miami skiptum við um vél og flugum með American Airlines til New York og þvílíkt flug, stöðugir „turbulensar“. Öryggisbeltaljósið alltaf að kvikna aftur og aftur og flugstjórinn var stöðugt að biðjast afsökunar á látunum, starfsfólkið hætti endurtekið við að afgreiða veitingar og það hristist allt og skalf. Kominn til New York pínulítið þreytturÞegar við vorum nánast að lenda í New York reif flugstjórinn vélina aftur upp því það var eitthvað að flækjast fyrir á flugbrautinni! Ég hef alltaf haft áhyggjur af allri þessari flugumferð og hvort flugumferðarstjórar geti haft stjórn á öllu þessu liði..... J  Við tókum bara einn aukahring og lentum farsællega.

 

Það sat ungur maður við hliðina á mér og hann var rosalega stressaður, hamraði með fætinum í gólfið (bættist við lætin í vélinni) og hann snökti hluta af fluginu. Ég hafði mestar áhyggjur af því að hann myndi að lokum missa stjórn á sér, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þegar við lentum komst ég að því að hann hafði verið niðri í Valparaíso í stóra skjálftanum og var ótrúlega sleginn eftir þetta allt.

Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig mér hafi liðið, það er eðlilegt að hugleiða það .... J     Ég hef nokkrum sinnum flogið innanlands í US og mér finnst ég alltaf lenda í óttalegum hristingi. Ég hef líka lent í því að vera komin í lendingu í Keflavík og flugstjórinn rifið vélina aftur upp...... nú og ég hef áratuga reynslu í mismunandi flugaðstæðum á milli Reykjavíkur og Egilsstaða.

Við erum núna stödd í New York í fyrstu rigningunni sem við finnum á eigin skinni í tæpa tvo mánuði. Þegar ég leit út um gluggann í morgun hélt ég að sólin biði mín bara eins og venjulega og varð furðulostin að það væri ekki!

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband