Færsluflokkur: Ferðalög

Af Húsi Andanna hennar Isabel Allende

Í fyrrasumar áttum við frábæra ferð vestur á firði og voru hin ýmsustu horn og hólar skoðuð þar. Þ.á.m. var kíkt inn í fornbókabúð einstaka á Flateyri þar sem bækur voru seldar eftir vigt. Fann ég þar merkisrit nokkuð sem ég hafði ekki enn komið í verk að lesa (og verð að viðurkenna að ég er ekki enn komin í gegnum hana) en það var Hús Andanna og var þessi bók á hinni ylhýru dönsku. Bjarni var á þeim tíma byrjaður að brölta í jarðhitamálum í Chile og fannst mér gráupplagt að komast að hinum innri chiliska manni í gegnum þetta ritverk. Hús Andanna

Allavega, þá tók ég þessa bók fram áðan og greip fyrir tilviljun niður í þessa setningu: „Fjölskyldan hélt áfram að borða án þess að gera athugasemdir. Þau höfðu líka vanist spádómum litlu systur (Clara). Hún sagði fyrir um jarðskjálfta í tæka tíð, sem var mjög praktískt í svona hamfara-landi, þá gafst tími til að koma postulíninu á öruggan stað og hafa skóna innan seilingar þegar maður þyrfti að hlaupa út í nóttina“.  Já jarðskjálftar eru merkilegt fyrirbæri og ekkert nýtt að fólk óttist kraft þeirra.

Ég minnist þess að Bjarni hafi nefnt það einhvern tímann á dvalartíma okkar í Chile  að þeir  væru í raun farnir að bíða eftir þeim Stóra, það væri kominn tími á 50 ára jarðskjálftann, bara alveg eins og við erum að bíða eftir Kötlugosi (sem leggi jarðarkringluna í rúst samkvæmt hamfaraspám). Ég minnist þess líka að hafa sagt að það væri nú þeirra mál og var mjög á því að þeir skildu sko bara fá að bíða eitthvað lengur.... En mér varð ekki að ósk minni.....

Þýsk vinkona mín sendi mér póst um að allt hefði sinn tilgang. Ég gramsa og gref eftir tilgangi skjálftans og mun sennilega gera um sinn. ...... Kannski átti hún við að jörðin þyrfti að losa um spennu eða kannski ekki.... Errm

Kær kveðja                                                     


Fjöldi látinna vegna jarðskjálftans í Chile 27. febrúar 2010

Nú hafa chilisk yfirvöld farið yfir allar tölur hjá sér,  lagfært reikult og tvöfalt bókhald og gefið út nokkuð áreiðanlegar dánartölur vegna skjálftans 27. febrúar og flóðbylgjunnar í kjölfarið. Ef hægt er að segja að dánartölur geti verið jákvæðar þá er hægt að gleðjast yfir því að færri létust en haldið hafði verið fram fyrstu vikurnar. Staðfest dauðsföll eru 11.apríl 507 manns. Þann 11. apríl er ekki talað um hversu margra væri saknað en þann 31.mars var 98 manns saknað.  Bókhaldsskekkjuna vilja þeir skrifa á að erfitt hafi verið að fá áreiðanlegar tölur vegna umfangs skjálftans sem og vegna stjórnarskipta í landinu.


Skjálftaúrvinnsla

Ég hef ekki skrifað hér inni í dálítinn tíma, kannski margt að hugsa og vinna með eftir heimkomu. Mér líður orðið mikið betur, hætt að „skjálfa“ daginn út og daginn inn,  og finn að það sem ég er að vinna með gerir sitt gagn. Og hvað er ég að gera? Jú ég skrifa niður hugrenningar í blessaða chilisku stílabókina mína, hreyfi mig daglega minnst klukkustund, borða reglulega, næ góðum nætursvefni og tala við fagaðila. Ég viðurkenni vanmátt minn og ótta gagnvart þessum ógnvænlegu náttúruöflum og forvitnin er vöknuð úr dvala, ég er farin að lesa mig til um skjálftann. Áður var ég bara tilbúin til að taka skjálftaupplýsingar inn í smá skömmtum og alls ekki þær sem voru sársaukafullar.

Fann lítinn „skjálfta“ eina nóttina og hjartað fór á þriðja hundraðið....... en þetta reyndist í raun Bjarni á bröltinu.... ég er búin að sannreyna það....:) En svakalega var þetta óþægilegt.

Ég fékk mína fyrstu skjálftamartröð daginn eftir heimkomu en eftir svefnlitla nótt hafði ég lagt mig eftir hádegið. Mig dreymdi að ég  væri stödd í stórum sal/andyri og þá kom þessi sprengikraftur og allt fór af stað. Ég stóð þarna skelfingu lostin og horfði í kringum mig, leitaði að burðarvegg, svæði þar sem ég gæti skýlt mér. Við það hrökk ég upp með andfælum og ósjálfrátt leit ég upp í ljósið í herberginu til að athuga hvort það sveiflaðist.... mér fannst þetta svo rosalega raunverulegt.

Og meðan ég man, ég er hætt að iða..... já mér leið best ef ég gat verið á hreyfingu, því þá fann ég síður fyrir litlu skjálftunum. Ef ég gat ekki gengið, ef ég þurfti að standa kyrr t.d. í biðröð, þá ruggaði ég mér frekar en að standa alveg kyrr, var einhvern vegin alltaf að reyna að blekkja hugann.

Í dag geng ég inn í hús og byrja EKKI á því að skoða byggingarstílinn og hugsanlegar fljúgandi plötur og loftlagnir.

Batnandi mönnum er best að lifa.

Kær kveðja


Þakkir

Ég á ykkur kæra fjölskylda, vinir og velunnarar svo margt að þakka á þessu ótrúlega skjálftatímabili í lífi okkar. Á samkomu hjá ÍSOR fékk ég að segja nokkur orð til samstarfsfólks Bjarna og eiga þessi orð mjög mikið erindi við ykkur öll. Ég ætlaði að vera búin að setja þetta inn en ég er bara ekki á fullu gasi ennþá.... en það kemur, treystið því....:)

 

„Mig langar til að þakka ykkur alla hjálpina, stuðninginn og kveðjurnar sem bárust með suðrænum blæ um óraveg til Chile. Þessi jarðskjálfti verður í minnum hafður og er strax farið að gantast með hann sem 8.8 á Richter + einn (er þá verið að tala um hann Bjarna minn), en það er ekki nægilega nákvæmt. Ef á að nota þessa reikniformúlu þá var þetta skjálfti upp á 8.8 á Richter + þrír, því að þeir voru þrír Richterarnir mínir sem þarna voru staddir í 5. stærsta skjálfta sem nokkurn tímann hefur mælst í heiminum!

Hægt er að segja sögur úr skjálftanum, sögur þar sem áheyrendur segja „ups“ og „vá“ og jafnvel brosa pínulítið því þær sögur eru af fólki sem var til frásagnar eftir skjálftann. Hinn hlutinn, sá sem veldur því að hjarta  mitt er þungt er að í þessum skjálfta (og flóðbylgju) létust 432 manns og 98 hurfu (breytt 31.mars skv. nýjustu upplýsingum) sem skilja eftir sig örvæntingarfulla aðstandendur. Því get ég aldrei gleymt.

En við sluppum heil og fyrir það er ég óendanlega þakklát og alla ykkar umhyggju“.

Kær kveðja

Skjálftahjónin komin heim


Ísland þú fagra og blauta fósturjörð

Símamynd tekin við lendinu í KeflavíkÞá erum við komin heim! Dásamlegar móttökur og þakka ég ykkur öll falleg orð og kveðjur.

Eftir ótrúlega vota New York mættum við hér. NY - Stutt í íslenskunaFlugið heim var ljúft og fylgdu tár þegar flugfreyjan ávarpaði okkur á íslensku. Rosalega var ég búin að bíða í marga daga eftir þeirri stundu! Það er nú svo merkilegt að þó að ég sé komin með kunnuglegt undirlag undir fæturnar losna ég ekki við þessa ónotalegu tilfinningu að það geti farið af stað. Ég geri mér grein fyrir því að það séu hverfandi líkur á því að stærð þeirrar hreyfingar yrði eitthvað í líkingu við það sem við upplifðum en tilfinningin er samt til staðar. Úrvinnsla þessarar reynslu er lykilatriði. Ég ætla ekki að búa við það restina af mínu lífi að vera hrædd við jarðskjálfta...... ekki að ræða það!

Ég finn fyrir mikilli þreytu og mér finnst hvert smáverk taka á. Við sofnuðum aðeins eftir flugið í gær en svo var tímamunurinn að stríða mér í nótt og lítið fór fyrir svefni. Er búin að dvelja drjúgan tíma niðri í skóla í morgun og ræða málin við starfsfólk þar, upp á að fylgjast með líðan þess yngri. Erum að reyna  að koma þeim báðum sem fyrst í sína gömlu rútínu.

 Og Bjarni dottinn inn í sitt gamla far, mega vinnuálag og Panama á laugardaginn....

Kær kveðja


I'am singing in the rain.... New York - New York

New York er búin að vera ótrúlega blaut. Já við vorum í stanslausri sól í sjö vikur til að fá sjö vikna rigningarskammtinn á tveim sólarhringum hér í borg.
Blautt og hvasst í NYGærdagurinn var eins og íslensk þjóðhátíð í öllu sínu veldi, úrhellis rigning og rok, ekta regnhlífabanaveður. Blaut og drungaleg NYEnda lágu regnhlífar hér út um allt, fólk henti þeim bara frá sér þegar þær eyðilögðust, voru ekkert að hafa fyrir því að leita að ruslafötu. Frekar sóðalegt finnst mér.
Við keyptum okkur skoðunarferðir hér um Manhattan og Brooklin bæði að degi til og kvöldi, í þurru veðri en reyndar miklu meira í rigningu. Það olli því að oft sást ekkert út um gluggana á rútunni og maður varð að nota ímyndunaraflið. Vatnið flæddi um gólfin
Það var ótrúlegur vatnsagi í "uptown" ferðinni sem við fórum í gær en þá flæddi vatnið fram og aftur eftir gólfinu eftir aksturslagi bílstjórans. Í þeim túr fórum við og skoðuðum American Museum of Natural History. Gríðarlega stórt safn og gríðarlega margir sem fengu einmitt sömu hugmynd og við að nota húsaskjólið þar undan rigningunni.
Fyrir mitt leiti voru alltof margir þarna inni og ég fékk algjört overload af upplýsingum, því þarna inni er mikið magn sýningargripa. Fundum Dum Dum og Dexter en ekki var húsið nú alveg eins og í myndinni "Night at the Museum". Það mátti heyra á tali margra að Dum Dum var aðdráttarafl. Bjarni og vinir frá SiberiuMinning um suður-ameríkuDum Dum fannst að lokumEnda geymdu þeir hann lengst inni í horni þannig að fólk yrði örugglega að skoða margt fleira í leiðinni.
Einhver sem veit ekki hver Dum Dum er? Jú það er páskaeyjastyttan í fyrrnefndri mynd. Hún var meinfyndin í myndinni en frekar líflítil í gær.

 

Við erum búin að koma við á 9/11 tvíburaturnasvæðinu. Fórum þar inn í St. Pauls kirkjuna sem stendur við hliðina og gegndi miklu hlutverki í umönnun eftirlifanda. Eins er í næsta húsi sýning um árásina og fólkið. Ég var djúpt snortin og skal viðurkenna að ég sökkti mér full djúpt í ástandið og barasta grét yfir þessu. Sá fyrir mér örvæntingarfulla ættingja leita stöðugt að sínum nánustu sem aldrei fundust, ekki bara í þessu slysi heldur í fleiri slysum eins og 2006 hörmungum í Asíu, og nú síðast við strendur Chile þar sem töluvert af fólki hvarf í skjálftaflóðbylgjum.
Strákarnir fóru í dag út í Liberty Island og skoðuðu Frelsisstyttuna. Ekki var hægt að fara upp í hana þar sem næsti lausi dagur upp var 27. apríl! Eins gott að panta í tíma. Þeim fannst þetta samt mjög skemmtilegt og gáfu mömmunni kærkomið mömmufrí sem eytt var í búðarölt. Gaman að skoða og máta föt sem passa manni..... get sagt ykkur að í henni Santiago var varla flík sem passaði á norrænan risa..... En núna..... dásamlegt! Ég var eitthvað að velta fyrir mér nærfatastærðum og þegar konan sem afgreiddi mig sagðist sjálf nota medium, var ég hin kátasta með mig því hún var með huggulegasta hamborgararass! Kaninn blekkir sig nefnilega svolítið með því að stækka bara flíkina en halda númerinu.
Kær kveðja
p.s. ég sakna þess svolítið að þurfa ekkert að nota sólgleraugun!
R.Empire state byggingin að innanÍslenski fáninn stolturMaður lítur undan og þá er étið frá manni!Við Central ParkNew York - New York


Flogið yfir hálfan hnöttinn, úr sólinni í Santiago inn í rigninguna í Bandaríkjunum

Á Pizza TiramisuSíðasti dagurinn í Chile var notaður í þetta klassíska, þrif og lokapökkun. Hafði notað daginn áður í að ganga um mín uppáhaldsútivistarsvæði og kveðja þetta fallega en ógnvekjandi land. Drógum Hörpu okkar einstöku út að borða kveðjumáltíð á uppáhaldspizza staðnum okkar Tiramisu, þeim besta í heimi!

Við ákváðum að vera snemma í því enda ég að verða viðþolslaus eftir því að  komast í burtu. Á leiðinni út á flugvöll sáum við ummerki skjálftans, skemmdar brýr og byggingar. Innritunarsalur alþjóðlegu flugstöðvarinnar í Santiago

Millilanda- og innanlandsflugáætlun frá Santiago

Forsalurinn á flugvellinum í Santiago Er allt vel fest? Ekki bara ég sem spái í það

 

 

Mesta raunveruleika sjokkið blasti við okkur þegar út á flugvöll kom! Þar voru risastór útihátíðartjöld á bílastæðinu. Í þessum tjöldum voru farþegar bókaðir inn, handskrifaðar upplýsingar um flug á tússtöflum, o.fl. í þeim dúr. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta þó ég hafi verið búin að fá upplýsingar um að hluti þjónustunnar væri í bráðabirgðahúsnæði. Strúktúrinn í flugstöðvarbyggingunni hafði staðist álag skjálftans en loftræstikerfið/ljósakerfið hrundi niður úr loftunum og eitthvað brotnaði af gleri.

Vopnaleit fór fram innandyra. Þegar í dyrnar kom blöstu skemmdirnar við í loftunum, lokuð svæði og brotnar rúður og ég skal bara viðurkenna það hér og nú að ég neitaði að fara þangað inn fyrr en ég þyrfti. Biðsalur fyrir alþjóðaflug - þotugnýrinn fyllti loftiðGangstéttar biðsalur í SantiagoVið höfðum nægan tíma og því sátum við undir tjaldi ásamt fjölda fólks utandyra í yndislegu veðri. Strákarnir lögðust út á gras og höfðu það huggulegt þar til sól settist í Santiago. Þetta var svo súrrealískt að flugstöðvarbiðsalur væri göngustígar og grasbalar og útihátíðartjöld að það vantaði bara hljómsveitir með þjóðhátíðartónlist..... ég hefði nú sennilega samt verið slakari á útihátíð. Ég var á nálum allan tímann að það kæmi skjálfti sem gæti sett strik í reikninginn með að komast í burtu.....

Loftplötunum hefur fækkað í flugstöðinniVopnaleit gekk vel og ég lifði af dvölina innandyra, gólfefnin slitin þar eins og uppi í íbúð eftir mig....:) Áberandi að farþegahópurinn var fólk að koma sér í burtu, mikill órói í sumum.

LAN flugáætlunVið flugum „upp“ hnöttinn yfir Kyrrahafinu og var órói allan þann tíma, u.þ.b. 5 tíma. Samt ekki þannig að það væri hræðsluvekjandi og öll afgreiðsla í vélinni gekk smurt. Kann vel við LAN flugstarfsfólk og þjónustuna um borð. Í Miami skiptum við um vél og flugum með American Airlines til New York og þvílíkt flug, stöðugir „turbulensar“. Öryggisbeltaljósið alltaf að kvikna aftur og aftur og flugstjórinn var stöðugt að biðjast afsökunar á látunum, starfsfólkið hætti endurtekið við að afgreiða veitingar og það hristist allt og skalf. Kominn til New York pínulítið þreytturÞegar við vorum nánast að lenda í New York reif flugstjórinn vélina aftur upp því það var eitthvað að flækjast fyrir á flugbrautinni! Ég hef alltaf haft áhyggjur af allri þessari flugumferð og hvort flugumferðarstjórar geti haft stjórn á öllu þessu liði..... J  Við tókum bara einn aukahring og lentum farsællega.

 

Það sat ungur maður við hliðina á mér og hann var rosalega stressaður, hamraði með fætinum í gólfið (bættist við lætin í vélinni) og hann snökti hluta af fluginu. Ég hafði mestar áhyggjur af því að hann myndi að lokum missa stjórn á sér, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þegar við lentum komst ég að því að hann hafði verið niðri í Valparaíso í stóra skjálftanum og var ótrúlega sleginn eftir þetta allt.

Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig mér hafi liðið, það er eðlilegt að hugleiða það .... J     Ég hef nokkrum sinnum flogið innanlands í US og mér finnst ég alltaf lenda í óttalegum hristingi. Ég hef líka lent í því að vera komin í lendingu í Keflavík og flugstjórinn rifið vélina aftur upp...... nú og ég hef áratuga reynslu í mismunandi flugaðstæðum á milli Reykjavíkur og Egilsstaða.

Við erum núna stödd í New York í fyrstu rigningunni sem við finnum á eigin skinni í tæpa tvo mánuði. Þegar ég leit út um gluggann í morgun hélt ég að sólin biði mín bara eins og venjulega og varð furðulostin að það væri ekki!

Kær kveðja


Biðin á enda

Í dag er fæðingardagur hennar ömmu minnar Ingibjargar frá Vaðbrekku. Þetta er góður ferðadagur en í kvöld eigum við flug frá Santiago til New York með millilendingu í Miami. Í dag var líka verið að jarðsetja son hennar og móðurbróður minn Jón Hnefil en hugur okkar er hjá fjölskyldu hans.

Ef eitthvað hefur komið fyrir s.s. eins og að ég hafi verið nærri búin að keyra út af eða einhvað álíka, þá hef ég hugsað að nú hafi hinn og þessi haldið verndarhendi yfir mér. Ég hugsaði það þarna um nóttina en svo var svo skrítið að óttahjúpurinn sem umlukti mig seinna þennan skjálftadag gaf þeim ekki færi á að „ná sambandi“ við mig fyrr en fyrir tveim dögum síðan. Þá var ég utandyra þar sem mér líður best og skyndilega komu þau ótrúlega sterkt inn, foreldrar mínir, bræður og amma og afi. Söknuðurinn var sár en óskaplega gott að vita af þeim hjá mér. Finn styrk að þó ég bogni muni ég ekki brotna.

Í gær var ég eitthvað sorrý þar sem ég sat og hlustaði á tónlist og skrifaði hugrenningar niður í mína stílabók. Jón Jónsson og RósaGuðrún Aðalsteinsdóttir

Ég kreisti aftur tárvot augun og upplifði pabba og mömmu svo sterkt hjá mér að þegar ég opnaði augun aftur bjóst ég allt eins við að þau stæðu við risastóra tréð á móti mér! En svo göldrótt er ég nú ekki.....:).

 

Blessuð sé minning þeirra.


Skólarnir byrjaðir í Chile

Síðasta mánudag var skólabjöllum hringt inn, viku seinna en til stóð. Skólasetningu var seinkað um viku vegna jarðskjálftans, enda eflaust þurft að fara yfir öryggismál skólahúsnæðis ásamt áfallahjálp fyrir þolendur skjálftans.

Nú hins vegar er bærinn fullur af einkennisklæddum ungmennum því hér eru skólabúningar málið. Eftir því sem ég hef verið frædd um þá eiga skólabúningarnir að draga úr stéttarmun en það er auðvelt að fara framhjá því. Skólarnir byrjaðirSkólabúningarnir eru nefnilega misdýrir eftir því úr hve flottu efni þeir eru saumaðir, hversu vandaðir skórnir eru og o.fl. Það sést því auðveldlega áfram hver á pening.

Stéttamunur er mjög mikill hérna og gengur upp allt skólastigið og lífið.

Kær kveðja


Dagur tvö í bið eftir brottför

Ég hef ekki mikið látið heyra í mér síðustu dagana því ég hef ekkert óskaplega gaman af því að væla opinberlega um vanlíðan... (þið fáið þann skammt þegar ég kem heim......:) )

 Við höfum dundað okkur við að láta tímann líða og farið aðeins um í borginni og Bjarni sinnir sinni vinnu. Hugarleikfimi í miðborg SantiagoÁ strætóstöð í SantiagoBlómstrandi SantiagoEftirskjálfta leikmeðferð í miðbænumKóka kóla auglýsing

Helgin var mjög heit, einar

33 gráður og tala synir mínir um ofsahita. Örmagna í ofsahitaÞað rennur stöðugt af okkur svitinn sérstaklega þegar farið er í strætó.

 

St Luciu hæðin í SantiagoÁ föstudagseftirmiðdeginum drógum við drengina með okkur niður í miðbæ og þvældumst þar um. Santa Luciu hæðin var ennþá lokuð vegna skemmda enda fullt af gömlum byggingum sem eitthvað hefur kvarnast úr. Gamla lestarstöðin í SantiagoÍ staðinn kíktum við á gömlu lestarstöðina sem er skammt frá ánni í frekar vafasömu og reyndar svolítið sjarmerandi hverfi. Ótrúlegt magn af ótrúlega gamaldags búðum með vörum sem ég hélt að væru löngu komnar af markaði, varahlutir í fornar saumavélar, handsnúnar hakkavélar ofl. Nei, strákarnir fengu ekki að fara inn á stripp búllurnar...... þeir segja að ég sé alltaf að banna þeim allt!

Við hittum chilenskan svía sem var kominn heim til fjölskyldunnar vegna skjálftans. Hann fór strax í að redda sér miða í Svíþjóð eftir skjálftann og var það lítið mál. Hins vegar þegar vélin var komin til Perú var hann stoppaður af og spurður að því hvaða hálfviti hefði selt honum miða til lands sem ekki væri flogið til (Santiago Chile). Hann mátti hanga á flugvellinum í Lima þar til flugvöllurinn í Santiago var opnaður síðasta miðvikudag, þann 3. mars! Þetta minnir mig á konu hjá íslenskri ferðaskrifstofu sem var til í að selja fjölskyldunni farmiða út úr landinu á mánudagskvöldinu 1. mars fyrir eina og hálfa milljón......

Laugardagurinn fór í dýragarðsferð númer tvö því við urðum að sýna Bjarna garðinn. Þessi ferð var í minningunni ógeðsleg lykt af sólar-soðnum húsdýraúrgangi....... og ísbjörninn hálfdauður úr hita. Los Dominicos markaðurinnOg á sunnudaginn fórum við enn einu sinni á markaðinn úti í Los Dominicos. Aðrar lausar stundir geng ég um eða sit úti í þessum fallegu almenningsgörðum sem iða af mannlífi. Ég sé oft heilu stórfjölskyldurnar koma saman þar og leika við börnin. Börn eru hér sem annar staðar miklir sólargeislar fjölskyldunnar, maður sér hvað fólkið nýtur sín að leika við þau, hlægja og gleðjast.

Kær kveðja


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband