Færsluflokkur: Ferðalög

La Casa de Los Espíritus

Lífið rúllar hérna hinumegin á hnettinum.  Reyndar er ég stundum með slæman höfuðverk og kenni um hita og sól en kannski er það bara af því að standa alltaf á haus....... það skildi þó ekki vera?

Hitinn helst áfram hár, 29-34° daglega og ALLTAF sól, frá morgni til kvölds. Vindurinn sér yfirleitt til þess að þetta sé þolanlegt. Reyndar var gærdagurinn ansi slæmur því það var óvenju lygnt í borginni. Einn spænskukennarinn okkar segist ekki þola þennan hita..... er þó heimamanneskja. Við keyptum að lokum viftur og nú eru kvöldin þægileg hér innandyra.

Dagarnir líða við rannsóknarvinnu á chiliskri menningu og staðháttum.

Ég er búin að ganga hverfið þvert og endilangt og fá það beint í æð. Má helst nefna umferðarmengun en hreinar götur, bílflautur, fimleika á gatnamótum, slaka verkamenn við jarðvinnu, börn að leik og konur að viðra hunda, hlaupa- og hjólreiðafólk í öllum görðum, buisessfólk með kaffibollann sitjandi á bekk í hádegishléi eða hangandi í hópum úti á stétt, skópússara og bílapössunarstráka við allar götur ofl ofl. Gosbrunnur við Golda Meir götuna

Ég var búin að cirka út skokkhring í kringum golfvöllinn, en eftir eina ferð flokkast sá hringur undir hægt andlát...... mengunin er slík enda golfvöllurinn umlukinn miklum umferðargötum. Verð að velja mér eitthvað gáfulegra. Ég get svosem ekki verið að hæla mér af neinum hlaupum...... er mjög dugleg að ganga en löt að skokka.

Ég er búin að leita með logandi ljósi að enskum bókmenntum og lagði á mig þvílíkan göngutúr (tæpan klukkutíma á staðinn) til þess eins að komast að því að verslunarfólk þeirrar búðar er í fríi til 20. febrúar! Ég hefði getað fellt tár því innan við gluggana blöstu við þvílíkar bókmenntir. Svo heppilega vildi nú samt til að ég fann aðra búð sem seldi mér nokkrar pocketbækur á uppsprengdu verði.... þess virði að hafa eitthvað annað að lesa en bókina um Chile, spænska málfræði, spænsk íslenska/ íslensk spænska orðabók og upplesnar Andrésar Andar bækur.

Síðar mun ég að sjálfsögðu hella mér af fullum þunga í að lesa  “La Casa de Los Espíritus”.


Spænskunám ­- Los Richter hablan español!

Nei ég er ekki dauð, jú kartöflubloggið var svolítið geðveilt að lesa en semsé ég er aftur til í blogg slaginn!

Spænskunám 

Heimavinnandi fólkið er byrjað í spænskunámi. Það tók sinn tíma að koma sér fyrir og anda aðeins að sér chiliskri menningu áður en farið var að líta í kringum sig varðandi tungumálið sem talað er í þessu ágæta landi.

Öryggið var sett á oddinn og skóli valinn sem Íslendingur hafði reynslu af (mamma hennar Hörpu)..... rifjaðist upp hjá mér þegar ég hérna um árið, var búin að brenna mig á einni danskri gjörgæsludeild að þá kom ekkert annað til greina en deild sem Íslendingar hefðu unnið á og gæfu meðmæli....... Stóð eins og stafur á bók.

Spænskuskólinn sem varð fyrir valinu er í næsta hverfi og erum við um 20 mínútur að ganga þangað. http://www.bridgelinguatec.cl/index.html

Hressandi morgun göngutúr og drengirnir farnir að bæra á sér tærnar fyrir klukkan tíu. Öll mín áform um mikla morgunútiveru með þeim í Santiago hvarf eins og dögg fyrir sólu hér í hitanum og neita þeir yfirleitt að vakna fyrir kl 10. Það er nú freistandi að fylgja þeim og sofa bara áfram eftir að Bjarni kemur sér út úr húsi. Þessa dagana erum við hins vegar vöknuð snemma.

Við vorum sett saman í einn hóp og kemur það ótrúlega vel út. Þeir skipta um kennara daglega til að maður festist ekki í einum framburði. Það er massive einkakennsla í 3 klukkustundir og við sogum að okkur spekina...... búin að læra að segja „ég er...“ . Og svolítið meira. Farið er í gegnum kennsluefnið í tali, á vídeói, í skrifuðu máli, og leikrænni tjáningu. Kennararnir eru gasalega glaðir með framburðinn hjá okkur, þeir eiga í vandræðum með kanana sem ná ekki öllum þessum eðlilegu og hörðu hljóðum....:).  Mjög sjaldan sem við erum leiðrétt með framburð.... helst með G og LL.

Jón Hákon skemmtir sér konunglega. Hann er ekki sáttur við að vera bara skólastrákur þannig að stundum segist hann vera ítalskur lögfræðingur eða segir mig vera bókasafnsræningja, að Sigurður Ýmir sé 10 ára og að Harrison Ford sé í leikskóla. Kennurunum finnst hann óborganlegur og bæta bara við kennsluna eftir því sem kemur upp úr honum.

Sigurður Ýmir er afslappaðri. Honum finnst þessi spænskukennsla  miklu betri en sú sem hann var búinn að prófa einhvern tímann heima. Honum finnst þetta dálítið mikið námsefni en það á reyndar ekki eingöngu við spænskunámsefni, á við margt í lífinu nema kannski ljósmyndaferðir....:)

Það er fullt af fólki þarna, bæði að læra ensku og útlendingar að læra spænsku.

Skólinn er í nýlegu húsi. Þrátt fyrir það þá hangir miði á klósettunum þar um leiðbeiningar varðandi holræsin. Ég var búin að lesa það í túristabókinni minni að holræsakerfin í Chile væru víða ekki upp á marga fiska og ættu til að stíflast með tilheyrandi gassprengingjum. Því eru sumstaðar tilmæli um að setja allan pappír í körfuna við hliðina á klósettinu. Sem maður gerir samviskusamlega í þau skipti sem hægt er að vinda ofan af áratuga gömlum vana!

 

Kær kveðja

 


Chile - hvað er nú það?

Ég ætla nú ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur um land sem ég er búin að dvelja í tæpan hálfan mánuð..... hins vegar get ég sett eitt og annað niður á blað sem auðvelt er að finna upplýsingar um.

541px-Chile_(orthographic_projection)_svgChile liggur á vesturströnd suður Ameríku, á milli Kyrrahafs og Andesfjallana. Ég hef stundum leyft mér þá ónákvæmni að líkja því saman við Noreg..... það sem er líkt með Noregi og Chile er að bæði löndin eru „mjóslegin“ og með langa strandlengju. Jú og há fjöll.

Á hinn bóginn er Noregur helmingi minni en Chile! Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en ég lagðist yfir kortin. Mér hefur alltaf fundist Noregur gríðarlega stórt land, en Chile toppar það og gott betur.

Ég ætla að bera saman nokkrar tölur: Flatarmál Chile er 756 þús ferkm meðan Noregur er 324 þús ferkm. Noregur gengur í gegnum u.þ.b. 15 breiddargráður en Chile nær yfir 38 breiddargráður.

Manni finnst að Chile hljóti að vera algjörlega á hvolfi miðað við allt á Íslandi, bæði staðsetningarlega og tímalega. Jú við stöndum á haus hérna en tímamunurinn er sáralítill. Ef kortið er aftur skoðað má sjá að Chile liggur á 70-75 lengdargráðu, og til samanburðar þá liggur New York á 74 lengdargráðu. Þegar við flugum til New York  var klukkan 5 tímum á eftir íslenskum tíma, en þegar við flugum hingað niðureftir færðum við hana 2 tíma til baka. Við erum 3 tímum á eftir íslenskum tíma, það er nú allt og sumt. Þegar við erum að vakna hér kl 7 er klukkan 10 heima.

Hins vegar get ég upplýst fólk um það að til að finna stað þar sem allt er í bókstaflegri merkingu öfugt við Ísland þá er farið til Ástralíu eða Nýja Sjálands. Þegar ég var í Ástralíu þurfti ég að hringja seint á kvöldin eða eldsnemma á morgnana til að gera fólki ekki rúmrust heima á klakanum.

Sný mér aftur að Chile.

Chile er u.þ.b. 4300 km langt en strandlengjan er 6500 km löng enda vogskorið þegar sunnar  dregur. Þar sem landið er breiðast er það 430 km.

Ekki má gleyma eyjunum sem tilheyra Chile.... en þær eru m.a. Páskaeyjar, Robinson Cruso eyja og Salas y Gómez eyja í Pólynesíu.

Til viðbótar þá gerir Chile tilkall til hluta suðurskautslandsins Antarcticu.

Mismunandi loftslag bíður upp á mismunandi gróðurfar. Nyrst í landinu má finna þurrustu eyðimörk í heimi, meðan syðst er veðráttan óttalega lík og á Íslandi, m.a. mikil úrkoma.

 Meira um Chile síðar.Kær kveðja  

Kartöflur

Nei ég er ekki að verða vitlaus en nú ætla ég að segja ykkur aðeins frá kartöflum.

Ég eldaði chiliskar kartöflur um daginn, sem ekki er í frásögur færandi nema að Sigurði Ými þótti þær einkennilegar. Ekki vondar, heldur einkennilegar. Þá rifjaði ég upp kartöflupælingarnar þegar við vorum að undirbúa með vinunum suður Amerískt árshátíðarþema áður en við fórum af landinu. Þar var m.a. kartöflusalat (með niðursoðnu grænmeti) og svo kartöfluréttur sem reyndar var ættaður frá Peru.... Papa a la Huancaína, en það er nafn á kartöflutegund.

Kartöflurnar létu mig ekki í friði því í gærkvöldi horfði ég á merkilegan þátt í sjónvarpinu um papatas natives. Eftir að hafa gert mér grein fyrir því að það var ekki verið að tala um náttúrulega pabba né páfa, poppaði  þýðingin á papatas upp í hugann. Þeir sýndu myndir af margvíslegum tegundum af kartöflum og heimsóttu innfæddan sem fræddi um kartöflur og matargerð.... held ég... ekki skil ég spænsku svo þeir geta svosem hafa verið að tala um veðrið. Allavega var búinn til matur úr hráefninu og smakkað.

Ég ákvað að googla chiliskar kartöflur og þá kom upp merkileg frétt um stríð á milli Peru og Chile.... um uppruna kartöflunnar. Fréttin var eins og hálfs árs gömul. Þar flugu brigslyrðin á milli þjóðanna. Peru sagði kartöfluna uppruna í Andes fjöllunum, sjö þúsund ára gamla og þeir ættu 3 þúsund mismunandi tegundir til. Chiliska kartaflan væri bara barnabarn þeirrar Perúsku.

Chilby Eitan Abramoviche fræðimenn sögðu á hinn bóginn að upprunann mætti rekja til suður Chile og það séu allavega 14 þúsund ár síðan fólk þar fór að leggja sér kartöfluna til matar. Tók þessa mynd úr fréttinni.

Svo mörg voru þau orð um suður Amerískar kartöflur.

Kær kveðja

 


Skyndiárás chilisks liðsforingja – fórnarlambið lá eftir sært!

Semana dos     1. febrero

Bestu þakkir fyrir allar kveðjurnar kæru vinir!

Ég held þá áfram að segja frá lífsreynslu okkar af því að standa svona lengi á haus.....

Chilisk þrif

Þá kom að því að stóri afþurrkunarklúturinn skildi tekinn fram. Búið var að skanna skápa og hillur og lítið fannst af efnum til þrifa. Hins vegar er íbúðin búin forláta þrifagræjum: kúst sem breytt er í hárkollur í grínmyndunum, og ryksugu með ryksugupoka með rennilás ..... eins gott að loftræstingin er góð hérna eftir notkun á þeirri maskínu!

Til að finna hreinsiefni til þrifa þurfti spænsku sérfræðing, okkur Bjarna gekk ekkert að reyna að lesa okkur í gegnum leiðbeiningar á brúsunum.  Þrifin tóku lungann úr deginum og rann svitinn af mér. Íbúðin virkaði við komu fjarska hrein en þegar þurrkað var af varð tuskan svört, sennilega vegna mengunar. Mengunin er reyndar ekkert að trufla okkur hér uppi í háloftunum, og eins er hún miklu minna áberandi á sumrin.

Hér er alltaf brakandi þurrkur þannig að snúruþvotturinn þornar á nokkrum tímum í golunni. Það væri ekki amalegt að vera í heyskap hér.

 

Officer down!

Seinnipartinn bauð Carlos okkur á rúntinn út fyrir bæinn. Keyrðum í átt að fjöllunum og fórum í gegnum nokkra dali eftir Camino pie andino veginum og komum til baka til borgarinnar úr norðri.

ChicureoLandslagið er nokkuð einsleitt, gulur jarðvegur og einstaka runnar. Við stoppuðum á nokkrum stöðum og tókum myndir. Grasið er ekki mjúkt eins og heima heldur virðast allar plöntur í varnarham...... yfirleitt óþægilegt að snerta þær og „saklausustu“ tré eru þakin þyrnum. Runni með þyrna

Á einum staðnum stoppuðum við við girðingu sem hélt inni nautgripum með tilheyrandi kúaskít. Ég fékk algjört flashback að koma þarna, þetta var svo líkt aðstæðum í Ástralíu sem ég upplifði. Heitt, miskunarlaus sólin, skrælþurrt, stórgripa skítur og óþægilegar plöntur.  Einhvern tímann þegar ég var niðri í Shepparton (Victoria Ástralíu) fékk ég að fylgja John á tribe meeting (hann var ástralskur frumbyggi) og fór sá hittingur einmitt fram við fyrrnefndar aðstæður, að mínu áliti þá, aðstæður dauðans. Því þar lágu meir að segja eitt og eitt dýr dautt úr þorsta. Hér í Chile er hins vegar yfirleitt nægilegt vatn að fá.

Tarantullu leitDrengirnir stórir sem smáir veltu við hverjum steini til að leita að tarantúllum og öðrum þvílíkum skepnum. Jón Hákon náði loks að snerta engisprettu og þakkaði hún það með því að skíta í lófann á honum.

Ég fylgdi í humátt eftir þessum skordýrasérfræðingum. Á einum staðnum fundu þeir geitungabú. Geitungarnir voru ekkert að hika heldur gerðu skyndiárás...... já á mig! Á mig sem ekkert hafði gert þeim bölvuðum. Þar sem ég var í þann mund að taka mynd af búinu, fann ég logandi sársauka í vinstri hendinni og horfðist um leið í augu við annan á fleygiferð í áttina að mér, hann var með fet á milli augnanna! Ég gargaði eins og brjáluð væri, vissi ekki að ég ætti slíkar tilfinningar til....:)

Gerði mig að algjöru fífli þarna úti í gulri náttúrunni, til allrar hamingju ekki margir sem urðu vitni að hörmungum mínum............ mikið rosalega er mér illa við þessi kvikindi. Þumallinn dofnaði strax upp og verkurinn var óbærilegur. Leið svo hjá á næstu 10 mínútum en helv.... er þetta sárt. Afleiðingin var engin, smá bólga í nokkra tíma (ekki meiri en eftir mosqitoflugubit).  Var reyndar með mikinn svima þegar ég vaknaði daginn eftir, spurning hvort það hafi verið afleiðing gríðarlegs adrenalíns flæðis í æðum mínum! Ég hef bara einu sinni áður verið stungin af líku kvikindi en það var einmitt í fyrrnefndri Ástralíu þegar ég fór einhverju sinni í skoðunarferð á býflugnabú. Þar fann ein smá óvarinn blett á fætinum á mér og nýtti sér það.Laguna Chicureo norðan við Santiago

 

Á leiðinni heim úr síðdegisrúntinum sáum við muninn á ríkum og fátækum í sinni sorglegustu mynd, keyrðum framhjá hreysum þar sem fólk býr. Á öðrum stöðum eru hús sem kosta fleiri hundruð milljónir íslenskra króna.

Kær kveðja


Miðbær Santiago og heimsókn Risessunnar

Dagur 10   31. enero.

Einn heitur dagur í viðbót, 33° um fimmleitið. Eftir að við möluðum pólverjana vildi Bjarni fara á bæjarflakk og það niður í miðbæ. Frúin var ekki eins spennt en við drenginn var ekki tjónkað.

Santiago státar þessa helgina af heimsókn Risessunnar sem heimsótti Reykjavík vorið 2007 og við sáum á Skólavörðuholtinu (sjá má eldri færslu á blogginu um þá heimsókn – undir nafninu Helgafell Hafnfirðinga).

Risessan var fyrir tveim dögum í garði sunnan við miðbæinn og hefur síðan þá fikrað sig í áttina að miðbænum og ætlaði að eyða sínum síðasta degi við forsetahöllina. Í garðinum fyrir tveim dögum sáu u.þ.b. miljón manns hana, ég segi og skrifa miljón manns (ekkert pesoa kjaftæði þar sem deilt er í með fjórum...:). Þetta mikla aðdráttarafl sem fyrirbærið Risessan hefur dró sem sé mjög úr áhuga mínum að fara niður í bæ.

En Bjarni réð.

Þétt skipað var í lestinni þegar hún nálgaðist miðbæinn. Forsetahöllin SantiagoVið forsetahöllina fjölgaði fólki enn frekar og mátti sjá mikið rusl eftir „verslunarmannahelgargleði“ Forsetahöll í ruslisíðustu nætur en þar hafði Risessan dvalið í nótt ásamt óteljandi fjölda fólks. Við biðum ekki eftir henni en röltum um bæinn. Bærinn var stútfullur af þungvopnuðum löggum, almennum löggum sem óeirðalöggum. Það var augljóslega búist við fjölda fólks og ekkert sem átti að koma á óvart.

Frá forsetahöllinni héldum við sem leið lá í norður. Eyðibýli í SantiagoFundum þar eitt eyðibýli sem ekki var hægt að komast inn í, enda stóð bara einn veggur eftir, en glæsilegt hefur það verið í fyrri tíð. Gengum næst  framhjá flottu húsi sem „fyrrum“ hýsti chiliska þingið (gengur undir nafninu ex-Congreso Nacional eftir að Pinochet flutti þá starfsemi til Valparaíso). Ex_Congreso NationalUtanríkisráðuneytið var staðsett þar um tíma, en ef ég skil útlenskar bækur rétt þá er hluti þingsins aftur kominn í húsið..... leiðrétti þeir mig sem það geta. Hús þetta var byggt 1857. Þess má geta að áður var kirkja við hliðina á húsinu en 1895 brann hún til grunna og létust 2000 manns í þeim bruna. Það sem olli brunanum var að það kviknaði í pilsfaldi einnar konunnar! Upp úr þessu var stofnað sjálfboðaliða starf slökkviliðsmanna í Chile, enn við lýði.

Dómkirkjan í SantiagoSveittir bræður í Dómkirkjunni í SantiagoRöltum næst yfir  í Dómkirkjuna. Afskaplega falleg kirkja og sú stærsta í Chile. Drengjunum var fyrirskipað af kirkjuverði að taka niður derhúfurnar, sýna með því virðingu sína. Núverandi bygging er frá 1748. Fyrri byggingar hrundu í jarðskjálftum (það er oft vísað í hina ýmsu jarðskjálfta sem valdið hafa óskunda í landinu). Í þessari kirkju eru flestir biskupar, erkibiskupar og fleiri fyrirmenn Chile jarðsettir. Eftir kyrrðarstund fórum við yfir torgið Plaza de Armas. Það var gert 1541 af Pedro de Valdivia og er enn hjarta borgarinnar. Dómkirkjan og Þjóðminjasafnið eru m.a. við þetta torg. Og þangað fórum við næst. Safnið er í húsi frá 1804. Maður skildi ekki gera grín að jafn háalvarlegum fyrirbærum eins og jarðskjálftum en í einum pésanum um Chile er eftirfarandi athugasemd: „....on the site of previous court buildings destroyed as usual by earthquakes“.

Safnið var ósköp klassiskt, gaf góða mynd af staðháttum fyrri alda, en þó söknuðum við þess að sjá ekki félagana „give me gum gum dum dum“ frá Páskaeyjum (tilvísun í bíómyndina„Night at the Museum“)!

Eftir þessa visku inntekt var haldið heim á leið. Plaza ItaliaGengum góðan spöl í gegnum bæinn áður en við fórum niður í lestarkerfið, til að komast hjá mesta mannfjöldanum. Þegar heim í hverfið okkBjarni á flóamarkaðiar var komið dróst Bjarni að loppumarkaðnum á Plaza Peru eins og væri í honum segull! Fann þar ýmislegt sem hann langaði til að kaupa en var full fyrirferðarmikið til að bera heim til Íslands. Honum finnst æðislegt að hafa svona markað innan seilingar....... upplifir gamla góða fílinginn frá Kaupmannahöfn og mörkuðunum þar.

Kær kveðja


Göngur og geislun sólar

7.-9. dagur

Fimmtudagurinn var rólegur en óróleikinn í göngugarpnum honum Bjarna (já ég er ekki lengur sú eina sem verð að hreyfa mig.... ónei ónei..... hnéð er allt að koma til og hefur hann ekki verið svona verkjalítill í langan tíma) kom okkur hinum á fæturnar og út fórum við. Hann fór með okkur í hverfi þar sem hann hafði verið á hóteli og svo skoðuðum við bara í búðir.... Við höfum verið að leita að lesefni á ensku en þrátt fyrir að hafa farið í nokkrar bókabúðir finnum við nákvæmlega ekkert á því máli. Þó svo að við ætlum okkur að læra eitthvað í spænsku þá gengur ekki að fara að lesa strax spænskar/chiliskar bókmenntir.

Við drengirnir fórum út að viðra okkur á föstudeginum og gengum að stærsta turni Suður Ameríku. Ætluðum okkur upp í hann og njóta útsýnisins en þá kom í ljós að hann er ekki fullkláraður. Héldum því bara áfram og leituðum að myndavéla og tölvubúðum. Alltaf gaman að skoða græjur........ allavega finnst karlpeningnum mínum það.

ÞegEngisprettu leitar Bjarni kom fílefldur heim úr vinnunni dró hann okkur út í meiri göngu. EvrópubúinnNú skildi Parque Metropolitano skoðaður betur og tókum við lestina niður á Petro de Valdivia stöðina. Gengum þaðan upp í hæðina og nú náðum við alla leið upp að styttunni af Jómfrúnni. Hækkunin er reyndar ekki meiri en eitt meðal hafnfirskt Helgafell, en nóg samt. Á tímabili héldum við að við værum að villast og ekki fyllir það þyrsta og þreytta ferðalanga neinni gleði.... .það get ég sagt ykkur. Tvær sætar og önnur jómfrú

Fundum að lokum jómfrúna og er hún bara smart, fjórtán metra há, úr járni og bronsi, flutt frá París og reist þarna árið 1908. Cerro San Cristobal kapellanTil að við þyrftum nú ekki að ganga alla leið til baka tókum við fegins hendi að fara niður með fjörgamalli toglest. Sú lest er síðan í upphafi síðustu aldarToglest í Cerro San Cristobal en hvað gerir maður ekki þegar fæturnir neita að hreyfa sig meir?

Daginn eftir ætluðum við ekki að gera neitt nema kíkja á einn markað. Enduðum þó að ganga einhverja 7.5 km. Tókum lestina í úthverfi Los Dominicos sem er endastöð á okkar Metro línu. Jón Hákon i SantiagoFórum þar á markað og skoðuðum aðeins í kring. Markaður í Los DominicosVið vorum klárlega komin nær fjöllunum þarna og virkuðu þau enn hærri. Enda ekki mjög langt í 5 þúsund metra háa fjallstinda. Smá snjó mátti sjá í hæstu toppum.  Chiliskt öryggiskerfiEftir  að hafa mælt út mismunandi öryggiskerfi í íbúðahverfum snérum við til baka og enduðum enn og aftur í molli.........þau eru loftkæld, gæla við peningaveskið og bjóða upp á mat.....:).

Ég er búin að vera með vaxandi takverk síðustu daga, og dagurinn í dag sýnu verstur. Nudd og verkjalyf hjálpuðu eitthvað. Fórum og keyptum kælipoka sem gerir sitt gagn.

Eins er ég hálf ómöguleg út af hita, held að hann sé að hafa áhrif þó mér finnist hitinn góður í raun. Hann dregur úr manni máttinn seinni partinn á daginn. Vöknum svo til lífsins eftir kvöldmat þegar hitinn fer undir 30°.

Linda Magga hefur áhyggjur af því að við verðum búin að ganga landið þvert og endilangt innan skamms en því miður verð ég að hryggja þá sem trúa því, með því að stærð þessa lands er slík að við erum enn á vappi í bakgarðinum heima!

Skuggi og sólaraburðurEnginn hefur enn sólbrunnið, enda tonn af sólaráburði borinn á kroppinn í hvert sinn sem farið er út fyrir dyr. Það var búið að vara okkur við að hér væri hættuleg UV geislun enda stendur yfirleitt UV extreme í veðurfréttum. Suðurhvel jarðar er með meiri geislun en norðurhvel af þrem ástæðum: a) Sólin er næst jörðu í desember/janúar (vegna sporöskjulaga sporbaugs jarðar) og þá er sumar á suðurhveli jarðar, b) hér er minna óson (minni á óson "gatið" yfir suðurskautinu....), c) og í síðasta lagi þá er mengun minni á suðurhveli jarðar, en mengun dregur úr geislun. Bjarni segir samt að við getum verið róleg hérna því það sé svo mikil mengun í Santiago....:).

Kær kveðja

 


35 gráður og sól

Dagur 6    27. janúar

Nú er sumar, gleðjist gumar.....

Hér var heitt í dag. Hitinn fór í 35° á opinberum hitamælum þannig að það var verulega volgt, svo vægt sé til orða tekið. Ég dreif mig út í morgun með Bjarna en var ansi dösuð og þreytt og þungir fætur sem skokkuðu með mig heim á leið aftur. Lagði mig í eftirmiðdaginn.

Við völdum þennan dag vel volga dag til að fara í 3.5 tíma langan göngutúr! Drengirnir eru vissir um að þeir hafi dáið í þessari ferð, allavega bráðnað niður í malbikið. Heitt heittHarpa fór með okkur í kynnisferð í næsta hverfi (Providencia) Providenciaog upp í stærsta útivistarsvæði borgarinnar (Parque metropolitano de Santiago).

Við gengum í gegnum hverfið okkar og yfir í Providencia og síðan yfir úfna Mapocho jökulána (ójá hér rennur brún jökulá í gegnum borgina) sem kemur alla leið úr Andesfjöllunum. Mapocho jökulsáinSitt hvoru megin við ána eru útivistarsvæði, m.a. flottur skúlpúragarður. Svæðin þarna eru stútfull af ungmennum í mjög nánum faðmlögum, mér skilst að fólk gangi stundum nánast alla leið! SkúlptúrasalurKelirófur i skúlptúragarði

Þegar gengið er aðeins lengra frá ánni komum við að stóra garðinum, Parque metropolitano de Santiago. Þetta er rúmlega 700 hektara stórt hæðótt svæði sem byrjað var að rækta upp í upphafi 20. aldarinnar. Áður var þetta svæði mjög þurrt að mestu án gróðurs, klettar og grjót. Þeim hefur tekist á þessum 100 árum að gera svæðið að mjög fallegri útivistarparadís með allskyns görðum, sundlaug og skemmtisvæðum. Svæðið er mjög vinsælt reiðhjólasvæði og mættum við ótrúlegum fjölda fólks á blússandi ferð niður brekkurnar, á flottum hjólum, í flottu outfiti og með hjálma... merkilegt nokk.

LjósmyndarinnVið náðum bara að klifra aðeins upp í hæðina og skoða þar, m.a. önnum kafna mauraMauraskoðun. Þá var þreytan og hitinn, þorstinn, hungrið og hælsærin farin að segja til sín. Það var farið að kvölda þegar við gengum í gegnum Providencia aftur og mannlífið að breyta um svip. Veitingastaðir farnir að satsa á kvöldgestina, mikill fólksfjöldi og fékk maður á tilfinninguna að nú væri gott að týna drengunum ekki og gæta verðmæta. Heimferðin gekk glimrandi vel, og eftir snæðing á TGI Fridays lögðust lúnir ferðalangar í öll laus stæði í íbúðinni og reyndu að kæla sig niður. Hitinn var ennþá hár, tæpar 30 gráður á veðurathugunarstöð þó klukkan væri að verða tíu að kvöldi. Að bráðna niðurOg meðan ég man, hér er ekki loftkæling.....

Sigurður Ýmir er að spá í að láta senda sig heim...... telur að það sé betra að vera í Flensborg heldur en að hanga hér í hita og aðgerðarleysi! Ég er stolt af honum að vera svona jákvæður gagnvart skólanum sínum, að hann velji hann umfram mjúkan sófann og facebook....:)

 Kær kveðja

Vinnan hans Bjarna og lífið þar í kring

Dagur 5   26. janúar

Ég vaknaði spræk í morgun og setti mér markmið. Ætla að ganga daglega með Bjarna í vinnuna og skokka til baka. Veit að þetta er ekki löng vegalengd en kemur manni af stað á morgnana. Svo get ég alltaf lengt leiðina heim ef ég verð voða dugleg. Þetta var ótrúlega hressandi og er ég himinlifandi yfir því að vera loks komin í skokkgírinn aftur. Tók tröppurnar líka upp á sjöundu hæðina. Það er fullt af fólki að skokka hér bæði á morgnana og líka í 35 gráðu hita yfir hádaginn.

Fyrsti skóladagurinn leið hjá drengunum við litla hrifningu. Það verður þó að segjast að vinnusemin var góð og þögnin algjör í skólastofunni!

Vinnan hans Bjarna husid haegra meginSullað við vinnuna hans BjarnaEftir að Ísland malaði rússana gengum við upp í vinnu til Bjarna og skoðuðum þar nálægan almenningsgarð sem innihélt m.a. stór fuglabúr. Þar má sjá ofvaxnar hænur og annað  fiðurfé, mis skrautlegt. Hitinn úti lokkaði okkur inn í næstu kringlu....... var ég búin að nefna það að ég fór bara til Chile til að vera í vestrænum mollum......). Fengum okkur mjög vestrænan skyndibita sem bragðaðist ótrúlega eðlilega og kostaði helmingi minna en sveitti Burger Kinginn og klóraða gosið í NY. Mollið innihélt mikið af flottum búðum og var verðlagið afskaplega kunnuglegt jafnvel íslenskt.... ansi margt rándýrt.  Enda staðsett á dýrasta svæði borgarinnar.

Þarna úði líka og grúfði af starfsfólki, veit ekki hlutverk þess alls. Ég er mjög hrifinn af viðmóti þess, það er ekki að troða sér upp á mann, býður kurteislega aðstoð og dregur sig svo í hlé. Meir að segja betlarnir og flækingshundarnir eru ekki ýtnir.... J. Já talandi um flækingshunda, þá er töluvert af þeim í borginni. Í sumum görðum eru þeir búttaðir enda gefið að borða, en á götunum eru horaðir hundar að flækjast. Tveir hressilegir en grannvaxnir ákváðu að fylgja okkur áleiðis í morgun en reyndu aldrei að nálgast okkur. Þeir hittu svo kunningja sinn við herstöðina sem liggur skammt frá vinnustaðnum og yfirgáfu okkur.  

Þegar ég horfði yfir allan fjöldann sem var á „stjörnutorgi“ fyrrnefndrar kringlu sá ég ótrúlega hátt hlutfall af mjög fallegu dökkhærðu fólki. Samkvæmt því sem ég er búin að sjá eru Chile búar upptil hópa laglegt fólk og væri ekki amaleg blanda..... J

Lang flestir eru dökkhærðir, sumir fínlegir og grannir, meðan aðrir eru breiðleitari en samt grannir. Hef ekki séð almennilega feita manneskju en hins vegar er hæðin á fólki mjög mismunandi þó meiri hlutinn sé nokkrum númerum minni en því sem ég á að venjast.

Einn og einn er með mjög sérstakt rautt hár og mun það vera einhver ættbálkur sem Bjarni á eftir að finna nafnið á. Kemur seinna. Þessi litur er ekki úr túbu né fluttur hingað með írskum kartöflum, að því er hann heldur.

Kvef er aðeins að þjaka ungu mennina, Jón Hákon bar kvefið með sér að heiman og nú er Sigurður Ýmir farinn að taka undir geltið.

Kær kveðja


Að koma sér fyrir á nýjum stað

Dagur 4  25. janúar

Skreið út á svalir rúmlega sjö í morgun, í rjómablíðu eftir heita nótt. Fyrsti vinnudagur Bjarna var í dag og ákvað hann að ganga enda bara 2 km á vinnustað. Restin af fjölskyldunni hélt áfram að láta þreytuna líða úr sér, og sváfum til skiptis. Að loknum vinnudegi Bjarna keyrði Carlos okkur í Alto Las Condes mollið. Risastórt moll með fjöldann allan af búðum. Þar var ótrúlegur fjöldi af fólki í flottum búningum að „vinna“ en allt gekk á hraða snigilsins.  Í þessari búð var hægt að kaupa nánast allt á milli himins og jarðar, m.a. svuntur og sloppa fyrir vinnuhjú! Jamm....... Ég er nú reyndar með vinnukonu herbergi......

Keyptum m.a. innlend frelsiskort því hér virkar ekki íslenskt frelsi og ekki ætla ég að hringja í gegnum Ísland í hvert skipti sem ég týni strákunum í einhverri búðinni. Í þessu ágæta molli versluðum við fyrir á annað hundruð þúsund pesoa enda ýmislegt sem vantaði á heimilið.  Okkur skilst á Carlos að það sé bara meðal verð fyrir fjögurra manna chiliska fjölskyldu. Pesoinn er ca. fjórum sinnum verðminni en okkar ágæta ofursterka íslenska króna.

Eftir kvöldmatinn fórum við í gönguferð í hverfinu og nú upp í hæðina við golfvöllinn en þar eru risahýsin í löngum röðum. Grimmir hundar, eftirlitsmyndavélar og gaddar á múrveggjum voru áberandi. Íslenskur bílafloti við húsin og eins og Harpa sagði okkur, eru allar líkur á að fólk eigi þessa bíla. Hins vegar er það nú svo hér í Santiago sem víða annar staðar í heiminum að bílar eru keyptir á lánum.

Sólsetur i SantiagoÚtsýnið af hæðinni var dásamlegt og veðrið í stíl. Innst og efst í botnlanganum hittum við fyrir vinalegan Chile búa sem lofaði okkur að njóta útsýnisins frá sínum bæjarhól...... hann bjó í skuggalega stóru húsi svona utanfrá séð. Talaði litla ensku en leyst á okkur sem þjóðverja.... ekki verra en hvað annað svosem... Meðan við dáðumst að útsýninu leit Jón Hákon ekki af blæjusportbílnum sem maðurinn átti. Hann tók eftir þessum áhuga og veifaði bíllyklunum í strákinn sem fór allur hjá sér við þessa athygli.

Sem fyrr kom fram er golfvöllur þarna í hæðinni. Golfáhugamenn á Íslandinu voru með mikil hvatningarorð um að við myndum nýta okkur þetta og drengirnir yrðu að fá tækifæri til að æfa sig þó hringurinn kostaði kannski á annan tug þúsunda  íslenskra króna. Nú er komið á daginn að peningar eru ekki allt, ........  til viðbótar við að eiga nóg af peningum til að fá að spila þarna þarf maður víst að vera með dökk blátt blóð í æðum... veit ekki hvort er einhver litur á Ricterunum en það er klárt að vinnukonan Jónsdóttir sleppur aldrei þarna inn!

Þreytan er að líða úr okkur, við drekkum óendanlegt magn af vatni og gosi, eins og við séum að bæta upp vökvaskort eftir flugið. Eins er heitt úti og hefur það  auðvitað sín áhrif.

Kær kveðja


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband