Valparaiso og Viña del Mar

Þar sem bíllinn var leigður alla helgina var hann notaður í botn. Á sunnudeginum ókum við niður að sjó, að hinu eina sanna Kyrrahafi. Santiago liggur í dölum í 543 metrum yfir sjávarmáli og er eina 100 km. frá sjó. Strákunum þótti þetta ferðalag bara ljúft enda eftir hraðbrautum ekið og lítið sem gat valdið þeim velgju. Þar sem við ókum í gegnum mið chiliskar sveitir kom upp í hugann líkindin við suður Evrópu s.s. Ítalíu. Vínræktarhéruð, ávalar hæðir og gróðursæld.

Valparaiso_Vina del MarValparaíso og  Viña del Mar tvíburabæirnir tóku á móti okkur með mikilli mannmergð. Eftir á fréttum við að þetta væri einskonar „verslunarmannahelgi“ og enginn sem varaði okkur við! Umferðarteppur og skortur á bílastæðum. Við misstum af ýmsum merkum stöðum í Valparaíso og þurfum því að fara þangað aftur á rólegri degi. Ljósmyndarinn við KyrrahafiðHins vegar sáum við líka margt flott, ekki síst einstaka jarðfræði í Viña del Mar. Innskot og fleira vid ConCon Vina del MarBjarni sýndi okkur flott innskot, eyðimörk og smart kletta þar sem pelikanar sveimuðu yfir. Fórum á ströndina og nutum þess að horfa út yfir endalaust Kyrrahafið og reyna að ímynda okkur að við sæum yfir til Ástralíu.Á Kyrrahafsströnd

Þessir tvíburabæir eru byggðir upp í brattar hlíðar og víða eru toglyftur utanhúss sem fólk notar til að komast upp á „sína“ hæð. Valparaiso og toglyftaÓtrúlegt fyrirbæri. Sumar toglyftanna eru frá því snemma á síðustu öld og litu út fyrir að vera það. Aðrar voru nýtískulegar og hvíldu inn á milli háhýsanna.

Þetta svæði varð fyrir miklu tjóni í einhverjum öflugasta jarðskjálfta sem nokkurn tímann hefur mælst í heiminum árið 1906  og því þótti okkur furðuleg háhýsin sem héngu á sjávarbakkanum. Jarðskjálftasvæði

 

La Casa de Los Espíritus

Lífið rúllar hérna hinumegin á hnettinum.  Reyndar er ég stundum með slæman höfuðverk og kenni um hita og sól en kannski er það bara af því að standa alltaf á haus....... það skildi þó ekki vera?

Hitinn helst áfram hár, 29-34° daglega og ALLTAF sól, frá morgni til kvölds. Vindurinn sér yfirleitt til þess að þetta sé þolanlegt. Reyndar var gærdagurinn ansi slæmur því það var óvenju lygnt í borginni. Einn spænskukennarinn okkar segist ekki þola þennan hita..... er þó heimamanneskja. Við keyptum að lokum viftur og nú eru kvöldin þægileg hér innandyra.

Dagarnir líða við rannsóknarvinnu á chiliskri menningu og staðháttum.

Ég er búin að ganga hverfið þvert og endilangt og fá það beint í æð. Má helst nefna umferðarmengun en hreinar götur, bílflautur, fimleika á gatnamótum, slaka verkamenn við jarðvinnu, börn að leik og konur að viðra hunda, hlaupa- og hjólreiðafólk í öllum görðum, buisessfólk með kaffibollann sitjandi á bekk í hádegishléi eða hangandi í hópum úti á stétt, skópússara og bílapössunarstráka við allar götur ofl ofl. Gosbrunnur við Golda Meir götuna

Ég var búin að cirka út skokkhring í kringum golfvöllinn, en eftir eina ferð flokkast sá hringur undir hægt andlát...... mengunin er slík enda golfvöllurinn umlukinn miklum umferðargötum. Verð að velja mér eitthvað gáfulegra. Ég get svosem ekki verið að hæla mér af neinum hlaupum...... er mjög dugleg að ganga en löt að skokka.

Ég er búin að leita með logandi ljósi að enskum bókmenntum og lagði á mig þvílíkan göngutúr (tæpan klukkutíma á staðinn) til þess eins að komast að því að verslunarfólk þeirrar búðar er í fríi til 20. febrúar! Ég hefði getað fellt tár því innan við gluggana blöstu við þvílíkar bókmenntir. Svo heppilega vildi nú samt til að ég fann aðra búð sem seldi mér nokkrar pocketbækur á uppsprengdu verði.... þess virði að hafa eitthvað annað að lesa en bókina um Chile, spænska málfræði, spænsk íslenska/ íslensk spænska orðabók og upplesnar Andrésar Andar bækur.

Síðar mun ég að sjálfsögðu hella mér af fullum þunga í að lesa  “La Casa de Los Espíritus”.


Spænskunám ­- Los Richter hablan español!

Nei ég er ekki dauð, jú kartöflubloggið var svolítið geðveilt að lesa en semsé ég er aftur til í blogg slaginn!

Spænskunám 

Heimavinnandi fólkið er byrjað í spænskunámi. Það tók sinn tíma að koma sér fyrir og anda aðeins að sér chiliskri menningu áður en farið var að líta í kringum sig varðandi tungumálið sem talað er í þessu ágæta landi.

Öryggið var sett á oddinn og skóli valinn sem Íslendingur hafði reynslu af (mamma hennar Hörpu)..... rifjaðist upp hjá mér þegar ég hérna um árið, var búin að brenna mig á einni danskri gjörgæsludeild að þá kom ekkert annað til greina en deild sem Íslendingar hefðu unnið á og gæfu meðmæli....... Stóð eins og stafur á bók.

Spænskuskólinn sem varð fyrir valinu er í næsta hverfi og erum við um 20 mínútur að ganga þangað. http://www.bridgelinguatec.cl/index.html

Hressandi morgun göngutúr og drengirnir farnir að bæra á sér tærnar fyrir klukkan tíu. Öll mín áform um mikla morgunútiveru með þeim í Santiago hvarf eins og dögg fyrir sólu hér í hitanum og neita þeir yfirleitt að vakna fyrir kl 10. Það er nú freistandi að fylgja þeim og sofa bara áfram eftir að Bjarni kemur sér út úr húsi. Þessa dagana erum við hins vegar vöknuð snemma.

Við vorum sett saman í einn hóp og kemur það ótrúlega vel út. Þeir skipta um kennara daglega til að maður festist ekki í einum framburði. Það er massive einkakennsla í 3 klukkustundir og við sogum að okkur spekina...... búin að læra að segja „ég er...“ . Og svolítið meira. Farið er í gegnum kennsluefnið í tali, á vídeói, í skrifuðu máli, og leikrænni tjáningu. Kennararnir eru gasalega glaðir með framburðinn hjá okkur, þeir eiga í vandræðum með kanana sem ná ekki öllum þessum eðlilegu og hörðu hljóðum....:).  Mjög sjaldan sem við erum leiðrétt með framburð.... helst með G og LL.

Jón Hákon skemmtir sér konunglega. Hann er ekki sáttur við að vera bara skólastrákur þannig að stundum segist hann vera ítalskur lögfræðingur eða segir mig vera bókasafnsræningja, að Sigurður Ýmir sé 10 ára og að Harrison Ford sé í leikskóla. Kennurunum finnst hann óborganlegur og bæta bara við kennsluna eftir því sem kemur upp úr honum.

Sigurður Ýmir er afslappaðri. Honum finnst þessi spænskukennsla  miklu betri en sú sem hann var búinn að prófa einhvern tímann heima. Honum finnst þetta dálítið mikið námsefni en það á reyndar ekki eingöngu við spænskunámsefni, á við margt í lífinu nema kannski ljósmyndaferðir....:)

Það er fullt af fólki þarna, bæði að læra ensku og útlendingar að læra spænsku.

Skólinn er í nýlegu húsi. Þrátt fyrir það þá hangir miði á klósettunum þar um leiðbeiningar varðandi holræsin. Ég var búin að lesa það í túristabókinni minni að holræsakerfin í Chile væru víða ekki upp á marga fiska og ættu til að stíflast með tilheyrandi gassprengingjum. Því eru sumstaðar tilmæli um að setja allan pappír í körfuna við hliðina á klósettinu. Sem maður gerir samviskusamlega í þau skipti sem hægt er að vinda ofan af áratuga gömlum vana!

 

Kær kveðja

 


Chile - hvað er nú það?

Ég ætla nú ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur um land sem ég er búin að dvelja í tæpan hálfan mánuð..... hins vegar get ég sett eitt og annað niður á blað sem auðvelt er að finna upplýsingar um.

541px-Chile_(orthographic_projection)_svgChile liggur á vesturströnd suður Ameríku, á milli Kyrrahafs og Andesfjallana. Ég hef stundum leyft mér þá ónákvæmni að líkja því saman við Noreg..... það sem er líkt með Noregi og Chile er að bæði löndin eru „mjóslegin“ og með langa strandlengju. Jú og há fjöll.

Á hinn bóginn er Noregur helmingi minni en Chile! Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en ég lagðist yfir kortin. Mér hefur alltaf fundist Noregur gríðarlega stórt land, en Chile toppar það og gott betur.

Ég ætla að bera saman nokkrar tölur: Flatarmál Chile er 756 þús ferkm meðan Noregur er 324 þús ferkm. Noregur gengur í gegnum u.þ.b. 15 breiddargráður en Chile nær yfir 38 breiddargráður.

Manni finnst að Chile hljóti að vera algjörlega á hvolfi miðað við allt á Íslandi, bæði staðsetningarlega og tímalega. Jú við stöndum á haus hérna en tímamunurinn er sáralítill. Ef kortið er aftur skoðað má sjá að Chile liggur á 70-75 lengdargráðu, og til samanburðar þá liggur New York á 74 lengdargráðu. Þegar við flugum til New York  var klukkan 5 tímum á eftir íslenskum tíma, en þegar við flugum hingað niðureftir færðum við hana 2 tíma til baka. Við erum 3 tímum á eftir íslenskum tíma, það er nú allt og sumt. Þegar við erum að vakna hér kl 7 er klukkan 10 heima.

Hins vegar get ég upplýst fólk um það að til að finna stað þar sem allt er í bókstaflegri merkingu öfugt við Ísland þá er farið til Ástralíu eða Nýja Sjálands. Þegar ég var í Ástralíu þurfti ég að hringja seint á kvöldin eða eldsnemma á morgnana til að gera fólki ekki rúmrust heima á klakanum.

Sný mér aftur að Chile.

Chile er u.þ.b. 4300 km langt en strandlengjan er 6500 km löng enda vogskorið þegar sunnar  dregur. Þar sem landið er breiðast er það 430 km.

Ekki má gleyma eyjunum sem tilheyra Chile.... en þær eru m.a. Páskaeyjar, Robinson Cruso eyja og Salas y Gómez eyja í Pólynesíu.

Til viðbótar þá gerir Chile tilkall til hluta suðurskautslandsins Antarcticu.

Mismunandi loftslag bíður upp á mismunandi gróðurfar. Nyrst í landinu má finna þurrustu eyðimörk í heimi, meðan syðst er veðráttan óttalega lík og á Íslandi, m.a. mikil úrkoma.

 Meira um Chile síðar.Kær kveðja  

Kartöflur

Nei ég er ekki að verða vitlaus en nú ætla ég að segja ykkur aðeins frá kartöflum.

Ég eldaði chiliskar kartöflur um daginn, sem ekki er í frásögur færandi nema að Sigurði Ými þótti þær einkennilegar. Ekki vondar, heldur einkennilegar. Þá rifjaði ég upp kartöflupælingarnar þegar við vorum að undirbúa með vinunum suður Amerískt árshátíðarþema áður en við fórum af landinu. Þar var m.a. kartöflusalat (með niðursoðnu grænmeti) og svo kartöfluréttur sem reyndar var ættaður frá Peru.... Papa a la Huancaína, en það er nafn á kartöflutegund.

Kartöflurnar létu mig ekki í friði því í gærkvöldi horfði ég á merkilegan þátt í sjónvarpinu um papatas natives. Eftir að hafa gert mér grein fyrir því að það var ekki verið að tala um náttúrulega pabba né páfa, poppaði  þýðingin á papatas upp í hugann. Þeir sýndu myndir af margvíslegum tegundum af kartöflum og heimsóttu innfæddan sem fræddi um kartöflur og matargerð.... held ég... ekki skil ég spænsku svo þeir geta svosem hafa verið að tala um veðrið. Allavega var búinn til matur úr hráefninu og smakkað.

Ég ákvað að googla chiliskar kartöflur og þá kom upp merkileg frétt um stríð á milli Peru og Chile.... um uppruna kartöflunnar. Fréttin var eins og hálfs árs gömul. Þar flugu brigslyrðin á milli þjóðanna. Peru sagði kartöfluna uppruna í Andes fjöllunum, sjö þúsund ára gamla og þeir ættu 3 þúsund mismunandi tegundir til. Chiliska kartaflan væri bara barnabarn þeirrar Perúsku.

Chilby Eitan Abramoviche fræðimenn sögðu á hinn bóginn að upprunann mætti rekja til suður Chile og það séu allavega 14 þúsund ár síðan fólk þar fór að leggja sér kartöfluna til matar. Tók þessa mynd úr fréttinni.

Svo mörg voru þau orð um suður Amerískar kartöflur.

Kær kveðja

 


Skyndiárás chilisks liðsforingja – fórnarlambið lá eftir sært!

Semana dos     1. febrero

Bestu þakkir fyrir allar kveðjurnar kæru vinir!

Ég held þá áfram að segja frá lífsreynslu okkar af því að standa svona lengi á haus.....

Chilisk þrif

Þá kom að því að stóri afþurrkunarklúturinn skildi tekinn fram. Búið var að skanna skápa og hillur og lítið fannst af efnum til þrifa. Hins vegar er íbúðin búin forláta þrifagræjum: kúst sem breytt er í hárkollur í grínmyndunum, og ryksugu með ryksugupoka með rennilás ..... eins gott að loftræstingin er góð hérna eftir notkun á þeirri maskínu!

Til að finna hreinsiefni til þrifa þurfti spænsku sérfræðing, okkur Bjarna gekk ekkert að reyna að lesa okkur í gegnum leiðbeiningar á brúsunum.  Þrifin tóku lungann úr deginum og rann svitinn af mér. Íbúðin virkaði við komu fjarska hrein en þegar þurrkað var af varð tuskan svört, sennilega vegna mengunar. Mengunin er reyndar ekkert að trufla okkur hér uppi í háloftunum, og eins er hún miklu minna áberandi á sumrin.

Hér er alltaf brakandi þurrkur þannig að snúruþvotturinn þornar á nokkrum tímum í golunni. Það væri ekki amalegt að vera í heyskap hér.

 

Officer down!

Seinnipartinn bauð Carlos okkur á rúntinn út fyrir bæinn. Keyrðum í átt að fjöllunum og fórum í gegnum nokkra dali eftir Camino pie andino veginum og komum til baka til borgarinnar úr norðri.

ChicureoLandslagið er nokkuð einsleitt, gulur jarðvegur og einstaka runnar. Við stoppuðum á nokkrum stöðum og tókum myndir. Grasið er ekki mjúkt eins og heima heldur virðast allar plöntur í varnarham...... yfirleitt óþægilegt að snerta þær og „saklausustu“ tré eru þakin þyrnum. Runni með þyrna

Á einum staðnum stoppuðum við við girðingu sem hélt inni nautgripum með tilheyrandi kúaskít. Ég fékk algjört flashback að koma þarna, þetta var svo líkt aðstæðum í Ástralíu sem ég upplifði. Heitt, miskunarlaus sólin, skrælþurrt, stórgripa skítur og óþægilegar plöntur.  Einhvern tímann þegar ég var niðri í Shepparton (Victoria Ástralíu) fékk ég að fylgja John á tribe meeting (hann var ástralskur frumbyggi) og fór sá hittingur einmitt fram við fyrrnefndar aðstæður, að mínu áliti þá, aðstæður dauðans. Því þar lágu meir að segja eitt og eitt dýr dautt úr þorsta. Hér í Chile er hins vegar yfirleitt nægilegt vatn að fá.

Tarantullu leitDrengirnir stórir sem smáir veltu við hverjum steini til að leita að tarantúllum og öðrum þvílíkum skepnum. Jón Hákon náði loks að snerta engisprettu og þakkaði hún það með því að skíta í lófann á honum.

Ég fylgdi í humátt eftir þessum skordýrasérfræðingum. Á einum staðnum fundu þeir geitungabú. Geitungarnir voru ekkert að hika heldur gerðu skyndiárás...... já á mig! Á mig sem ekkert hafði gert þeim bölvuðum. Þar sem ég var í þann mund að taka mynd af búinu, fann ég logandi sársauka í vinstri hendinni og horfðist um leið í augu við annan á fleygiferð í áttina að mér, hann var með fet á milli augnanna! Ég gargaði eins og brjáluð væri, vissi ekki að ég ætti slíkar tilfinningar til....:)

Gerði mig að algjöru fífli þarna úti í gulri náttúrunni, til allrar hamingju ekki margir sem urðu vitni að hörmungum mínum............ mikið rosalega er mér illa við þessi kvikindi. Þumallinn dofnaði strax upp og verkurinn var óbærilegur. Leið svo hjá á næstu 10 mínútum en helv.... er þetta sárt. Afleiðingin var engin, smá bólga í nokkra tíma (ekki meiri en eftir mosqitoflugubit).  Var reyndar með mikinn svima þegar ég vaknaði daginn eftir, spurning hvort það hafi verið afleiðing gríðarlegs adrenalíns flæðis í æðum mínum! Ég hef bara einu sinni áður verið stungin af líku kvikindi en það var einmitt í fyrrnefndri Ástralíu þegar ég fór einhverju sinni í skoðunarferð á býflugnabú. Þar fann ein smá óvarinn blett á fætinum á mér og nýtti sér það.Laguna Chicureo norðan við Santiago

 

Á leiðinni heim úr síðdegisrúntinum sáum við muninn á ríkum og fátækum í sinni sorglegustu mynd, keyrðum framhjá hreysum þar sem fólk býr. Á öðrum stöðum eru hús sem kosta fleiri hundruð milljónir íslenskra króna.

Kær kveðja


Miðbær Santiago og heimsókn Risessunnar

Dagur 10   31. enero.

Einn heitur dagur í viðbót, 33° um fimmleitið. Eftir að við möluðum pólverjana vildi Bjarni fara á bæjarflakk og það niður í miðbæ. Frúin var ekki eins spennt en við drenginn var ekki tjónkað.

Santiago státar þessa helgina af heimsókn Risessunnar sem heimsótti Reykjavík vorið 2007 og við sáum á Skólavörðuholtinu (sjá má eldri færslu á blogginu um þá heimsókn – undir nafninu Helgafell Hafnfirðinga).

Risessan var fyrir tveim dögum í garði sunnan við miðbæinn og hefur síðan þá fikrað sig í áttina að miðbænum og ætlaði að eyða sínum síðasta degi við forsetahöllina. Í garðinum fyrir tveim dögum sáu u.þ.b. miljón manns hana, ég segi og skrifa miljón manns (ekkert pesoa kjaftæði þar sem deilt er í með fjórum...:). Þetta mikla aðdráttarafl sem fyrirbærið Risessan hefur dró sem sé mjög úr áhuga mínum að fara niður í bæ.

En Bjarni réð.

Þétt skipað var í lestinni þegar hún nálgaðist miðbæinn. Forsetahöllin SantiagoVið forsetahöllina fjölgaði fólki enn frekar og mátti sjá mikið rusl eftir „verslunarmannahelgargleði“ Forsetahöll í ruslisíðustu nætur en þar hafði Risessan dvalið í nótt ásamt óteljandi fjölda fólks. Við biðum ekki eftir henni en röltum um bæinn. Bærinn var stútfullur af þungvopnuðum löggum, almennum löggum sem óeirðalöggum. Það var augljóslega búist við fjölda fólks og ekkert sem átti að koma á óvart.

Frá forsetahöllinni héldum við sem leið lá í norður. Eyðibýli í SantiagoFundum þar eitt eyðibýli sem ekki var hægt að komast inn í, enda stóð bara einn veggur eftir, en glæsilegt hefur það verið í fyrri tíð. Gengum næst  framhjá flottu húsi sem „fyrrum“ hýsti chiliska þingið (gengur undir nafninu ex-Congreso Nacional eftir að Pinochet flutti þá starfsemi til Valparaíso). Ex_Congreso NationalUtanríkisráðuneytið var staðsett þar um tíma, en ef ég skil útlenskar bækur rétt þá er hluti þingsins aftur kominn í húsið..... leiðrétti þeir mig sem það geta. Hús þetta var byggt 1857. Þess má geta að áður var kirkja við hliðina á húsinu en 1895 brann hún til grunna og létust 2000 manns í þeim bruna. Það sem olli brunanum var að það kviknaði í pilsfaldi einnar konunnar! Upp úr þessu var stofnað sjálfboðaliða starf slökkviliðsmanna í Chile, enn við lýði.

Dómkirkjan í SantiagoSveittir bræður í Dómkirkjunni í SantiagoRöltum næst yfir  í Dómkirkjuna. Afskaplega falleg kirkja og sú stærsta í Chile. Drengjunum var fyrirskipað af kirkjuverði að taka niður derhúfurnar, sýna með því virðingu sína. Núverandi bygging er frá 1748. Fyrri byggingar hrundu í jarðskjálftum (það er oft vísað í hina ýmsu jarðskjálfta sem valdið hafa óskunda í landinu). Í þessari kirkju eru flestir biskupar, erkibiskupar og fleiri fyrirmenn Chile jarðsettir. Eftir kyrrðarstund fórum við yfir torgið Plaza de Armas. Það var gert 1541 af Pedro de Valdivia og er enn hjarta borgarinnar. Dómkirkjan og Þjóðminjasafnið eru m.a. við þetta torg. Og þangað fórum við næst. Safnið er í húsi frá 1804. Maður skildi ekki gera grín að jafn háalvarlegum fyrirbærum eins og jarðskjálftum en í einum pésanum um Chile er eftirfarandi athugasemd: „....on the site of previous court buildings destroyed as usual by earthquakes“.

Safnið var ósköp klassiskt, gaf góða mynd af staðháttum fyrri alda, en þó söknuðum við þess að sjá ekki félagana „give me gum gum dum dum“ frá Páskaeyjum (tilvísun í bíómyndina„Night at the Museum“)!

Eftir þessa visku inntekt var haldið heim á leið. Plaza ItaliaGengum góðan spöl í gegnum bæinn áður en við fórum niður í lestarkerfið, til að komast hjá mesta mannfjöldanum. Þegar heim í hverfið okkBjarni á flóamarkaðiar var komið dróst Bjarni að loppumarkaðnum á Plaza Peru eins og væri í honum segull! Fann þar ýmislegt sem hann langaði til að kaupa en var full fyrirferðarmikið til að bera heim til Íslands. Honum finnst æðislegt að hafa svona markað innan seilingar....... upplifir gamla góða fílinginn frá Kaupmannahöfn og mörkuðunum þar.

Kær kveðja


Göngur og geislun sólar

7.-9. dagur

Fimmtudagurinn var rólegur en óróleikinn í göngugarpnum honum Bjarna (já ég er ekki lengur sú eina sem verð að hreyfa mig.... ónei ónei..... hnéð er allt að koma til og hefur hann ekki verið svona verkjalítill í langan tíma) kom okkur hinum á fæturnar og út fórum við. Hann fór með okkur í hverfi þar sem hann hafði verið á hóteli og svo skoðuðum við bara í búðir.... Við höfum verið að leita að lesefni á ensku en þrátt fyrir að hafa farið í nokkrar bókabúðir finnum við nákvæmlega ekkert á því máli. Þó svo að við ætlum okkur að læra eitthvað í spænsku þá gengur ekki að fara að lesa strax spænskar/chiliskar bókmenntir.

Við drengirnir fórum út að viðra okkur á föstudeginum og gengum að stærsta turni Suður Ameríku. Ætluðum okkur upp í hann og njóta útsýnisins en þá kom í ljós að hann er ekki fullkláraður. Héldum því bara áfram og leituðum að myndavéla og tölvubúðum. Alltaf gaman að skoða græjur........ allavega finnst karlpeningnum mínum það.

ÞegEngisprettu leitar Bjarni kom fílefldur heim úr vinnunni dró hann okkur út í meiri göngu. EvrópubúinnNú skildi Parque Metropolitano skoðaður betur og tókum við lestina niður á Petro de Valdivia stöðina. Gengum þaðan upp í hæðina og nú náðum við alla leið upp að styttunni af Jómfrúnni. Hækkunin er reyndar ekki meiri en eitt meðal hafnfirskt Helgafell, en nóg samt. Á tímabili héldum við að við værum að villast og ekki fyllir það þyrsta og þreytta ferðalanga neinni gleði.... .það get ég sagt ykkur. Tvær sætar og önnur jómfrú

Fundum að lokum jómfrúna og er hún bara smart, fjórtán metra há, úr járni og bronsi, flutt frá París og reist þarna árið 1908. Cerro San Cristobal kapellanTil að við þyrftum nú ekki að ganga alla leið til baka tókum við fegins hendi að fara niður með fjörgamalli toglest. Sú lest er síðan í upphafi síðustu aldarToglest í Cerro San Cristobal en hvað gerir maður ekki þegar fæturnir neita að hreyfa sig meir?

Daginn eftir ætluðum við ekki að gera neitt nema kíkja á einn markað. Enduðum þó að ganga einhverja 7.5 km. Tókum lestina í úthverfi Los Dominicos sem er endastöð á okkar Metro línu. Jón Hákon i SantiagoFórum þar á markað og skoðuðum aðeins í kring. Markaður í Los DominicosVið vorum klárlega komin nær fjöllunum þarna og virkuðu þau enn hærri. Enda ekki mjög langt í 5 þúsund metra háa fjallstinda. Smá snjó mátti sjá í hæstu toppum.  Chiliskt öryggiskerfiEftir  að hafa mælt út mismunandi öryggiskerfi í íbúðahverfum snérum við til baka og enduðum enn og aftur í molli.........þau eru loftkæld, gæla við peningaveskið og bjóða upp á mat.....:).

Ég er búin að vera með vaxandi takverk síðustu daga, og dagurinn í dag sýnu verstur. Nudd og verkjalyf hjálpuðu eitthvað. Fórum og keyptum kælipoka sem gerir sitt gagn.

Eins er ég hálf ómöguleg út af hita, held að hann sé að hafa áhrif þó mér finnist hitinn góður í raun. Hann dregur úr manni máttinn seinni partinn á daginn. Vöknum svo til lífsins eftir kvöldmat þegar hitinn fer undir 30°.

Linda Magga hefur áhyggjur af því að við verðum búin að ganga landið þvert og endilangt innan skamms en því miður verð ég að hryggja þá sem trúa því, með því að stærð þessa lands er slík að við erum enn á vappi í bakgarðinum heima!

Skuggi og sólaraburðurEnginn hefur enn sólbrunnið, enda tonn af sólaráburði borinn á kroppinn í hvert sinn sem farið er út fyrir dyr. Það var búið að vara okkur við að hér væri hættuleg UV geislun enda stendur yfirleitt UV extreme í veðurfréttum. Suðurhvel jarðar er með meiri geislun en norðurhvel af þrem ástæðum: a) Sólin er næst jörðu í desember/janúar (vegna sporöskjulaga sporbaugs jarðar) og þá er sumar á suðurhveli jarðar, b) hér er minna óson (minni á óson "gatið" yfir suðurskautinu....), c) og í síðasta lagi þá er mengun minni á suðurhveli jarðar, en mengun dregur úr geislun. Bjarni segir samt að við getum verið róleg hérna því það sé svo mikil mengun í Santiago....:).

Kær kveðja

 


35 gráður og sól

Dagur 6    27. janúar

Nú er sumar, gleðjist gumar.....

Hér var heitt í dag. Hitinn fór í 35° á opinberum hitamælum þannig að það var verulega volgt, svo vægt sé til orða tekið. Ég dreif mig út í morgun með Bjarna en var ansi dösuð og þreytt og þungir fætur sem skokkuðu með mig heim á leið aftur. Lagði mig í eftirmiðdaginn.

Við völdum þennan dag vel volga dag til að fara í 3.5 tíma langan göngutúr! Drengirnir eru vissir um að þeir hafi dáið í þessari ferð, allavega bráðnað niður í malbikið. Heitt heittHarpa fór með okkur í kynnisferð í næsta hverfi (Providencia) Providenciaog upp í stærsta útivistarsvæði borgarinnar (Parque metropolitano de Santiago).

Við gengum í gegnum hverfið okkar og yfir í Providencia og síðan yfir úfna Mapocho jökulána (ójá hér rennur brún jökulá í gegnum borgina) sem kemur alla leið úr Andesfjöllunum. Mapocho jökulsáinSitt hvoru megin við ána eru útivistarsvæði, m.a. flottur skúlpúragarður. Svæðin þarna eru stútfull af ungmennum í mjög nánum faðmlögum, mér skilst að fólk gangi stundum nánast alla leið! SkúlptúrasalurKelirófur i skúlptúragarði

Þegar gengið er aðeins lengra frá ánni komum við að stóra garðinum, Parque metropolitano de Santiago. Þetta er rúmlega 700 hektara stórt hæðótt svæði sem byrjað var að rækta upp í upphafi 20. aldarinnar. Áður var þetta svæði mjög þurrt að mestu án gróðurs, klettar og grjót. Þeim hefur tekist á þessum 100 árum að gera svæðið að mjög fallegri útivistarparadís með allskyns görðum, sundlaug og skemmtisvæðum. Svæðið er mjög vinsælt reiðhjólasvæði og mættum við ótrúlegum fjölda fólks á blússandi ferð niður brekkurnar, á flottum hjólum, í flottu outfiti og með hjálma... merkilegt nokk.

LjósmyndarinnVið náðum bara að klifra aðeins upp í hæðina og skoða þar, m.a. önnum kafna mauraMauraskoðun. Þá var þreytan og hitinn, þorstinn, hungrið og hælsærin farin að segja til sín. Það var farið að kvölda þegar við gengum í gegnum Providencia aftur og mannlífið að breyta um svip. Veitingastaðir farnir að satsa á kvöldgestina, mikill fólksfjöldi og fékk maður á tilfinninguna að nú væri gott að týna drengunum ekki og gæta verðmæta. Heimferðin gekk glimrandi vel, og eftir snæðing á TGI Fridays lögðust lúnir ferðalangar í öll laus stæði í íbúðinni og reyndu að kæla sig niður. Hitinn var ennþá hár, tæpar 30 gráður á veðurathugunarstöð þó klukkan væri að verða tíu að kvöldi. Að bráðna niðurOg meðan ég man, hér er ekki loftkæling.....

Sigurður Ýmir er að spá í að láta senda sig heim...... telur að það sé betra að vera í Flensborg heldur en að hanga hér í hita og aðgerðarleysi! Ég er stolt af honum að vera svona jákvæður gagnvart skólanum sínum, að hann velji hann umfram mjúkan sófann og facebook....:)

 Kær kveðja

Vinnan hans Bjarna og lífið þar í kring

Dagur 5   26. janúar

Ég vaknaði spræk í morgun og setti mér markmið. Ætla að ganga daglega með Bjarna í vinnuna og skokka til baka. Veit að þetta er ekki löng vegalengd en kemur manni af stað á morgnana. Svo get ég alltaf lengt leiðina heim ef ég verð voða dugleg. Þetta var ótrúlega hressandi og er ég himinlifandi yfir því að vera loks komin í skokkgírinn aftur. Tók tröppurnar líka upp á sjöundu hæðina. Það er fullt af fólki að skokka hér bæði á morgnana og líka í 35 gráðu hita yfir hádaginn.

Fyrsti skóladagurinn leið hjá drengunum við litla hrifningu. Það verður þó að segjast að vinnusemin var góð og þögnin algjör í skólastofunni!

Vinnan hans Bjarna husid haegra meginSullað við vinnuna hans BjarnaEftir að Ísland malaði rússana gengum við upp í vinnu til Bjarna og skoðuðum þar nálægan almenningsgarð sem innihélt m.a. stór fuglabúr. Þar má sjá ofvaxnar hænur og annað  fiðurfé, mis skrautlegt. Hitinn úti lokkaði okkur inn í næstu kringlu....... var ég búin að nefna það að ég fór bara til Chile til að vera í vestrænum mollum......). Fengum okkur mjög vestrænan skyndibita sem bragðaðist ótrúlega eðlilega og kostaði helmingi minna en sveitti Burger Kinginn og klóraða gosið í NY. Mollið innihélt mikið af flottum búðum og var verðlagið afskaplega kunnuglegt jafnvel íslenskt.... ansi margt rándýrt.  Enda staðsett á dýrasta svæði borgarinnar.

Þarna úði líka og grúfði af starfsfólki, veit ekki hlutverk þess alls. Ég er mjög hrifinn af viðmóti þess, það er ekki að troða sér upp á mann, býður kurteislega aðstoð og dregur sig svo í hlé. Meir að segja betlarnir og flækingshundarnir eru ekki ýtnir.... J. Já talandi um flækingshunda, þá er töluvert af þeim í borginni. Í sumum görðum eru þeir búttaðir enda gefið að borða, en á götunum eru horaðir hundar að flækjast. Tveir hressilegir en grannvaxnir ákváðu að fylgja okkur áleiðis í morgun en reyndu aldrei að nálgast okkur. Þeir hittu svo kunningja sinn við herstöðina sem liggur skammt frá vinnustaðnum og yfirgáfu okkur.  

Þegar ég horfði yfir allan fjöldann sem var á „stjörnutorgi“ fyrrnefndrar kringlu sá ég ótrúlega hátt hlutfall af mjög fallegu dökkhærðu fólki. Samkvæmt því sem ég er búin að sjá eru Chile búar upptil hópa laglegt fólk og væri ekki amaleg blanda..... J

Lang flestir eru dökkhærðir, sumir fínlegir og grannir, meðan aðrir eru breiðleitari en samt grannir. Hef ekki séð almennilega feita manneskju en hins vegar er hæðin á fólki mjög mismunandi þó meiri hlutinn sé nokkrum númerum minni en því sem ég á að venjast.

Einn og einn er með mjög sérstakt rautt hár og mun það vera einhver ættbálkur sem Bjarni á eftir að finna nafnið á. Kemur seinna. Þessi litur er ekki úr túbu né fluttur hingað með írskum kartöflum, að því er hann heldur.

Kvef er aðeins að þjaka ungu mennina, Jón Hákon bar kvefið með sér að heiman og nú er Sigurður Ýmir farinn að taka undir geltið.

Kær kveðja


Að koma sér fyrir á nýjum stað

Dagur 4  25. janúar

Skreið út á svalir rúmlega sjö í morgun, í rjómablíðu eftir heita nótt. Fyrsti vinnudagur Bjarna var í dag og ákvað hann að ganga enda bara 2 km á vinnustað. Restin af fjölskyldunni hélt áfram að láta þreytuna líða úr sér, og sváfum til skiptis. Að loknum vinnudegi Bjarna keyrði Carlos okkur í Alto Las Condes mollið. Risastórt moll með fjöldann allan af búðum. Þar var ótrúlegur fjöldi af fólki í flottum búningum að „vinna“ en allt gekk á hraða snigilsins.  Í þessari búð var hægt að kaupa nánast allt á milli himins og jarðar, m.a. svuntur og sloppa fyrir vinnuhjú! Jamm....... Ég er nú reyndar með vinnukonu herbergi......

Keyptum m.a. innlend frelsiskort því hér virkar ekki íslenskt frelsi og ekki ætla ég að hringja í gegnum Ísland í hvert skipti sem ég týni strákunum í einhverri búðinni. Í þessu ágæta molli versluðum við fyrir á annað hundruð þúsund pesoa enda ýmislegt sem vantaði á heimilið.  Okkur skilst á Carlos að það sé bara meðal verð fyrir fjögurra manna chiliska fjölskyldu. Pesoinn er ca. fjórum sinnum verðminni en okkar ágæta ofursterka íslenska króna.

Eftir kvöldmatinn fórum við í gönguferð í hverfinu og nú upp í hæðina við golfvöllinn en þar eru risahýsin í löngum röðum. Grimmir hundar, eftirlitsmyndavélar og gaddar á múrveggjum voru áberandi. Íslenskur bílafloti við húsin og eins og Harpa sagði okkur, eru allar líkur á að fólk eigi þessa bíla. Hins vegar er það nú svo hér í Santiago sem víða annar staðar í heiminum að bílar eru keyptir á lánum.

Sólsetur i SantiagoÚtsýnið af hæðinni var dásamlegt og veðrið í stíl. Innst og efst í botnlanganum hittum við fyrir vinalegan Chile búa sem lofaði okkur að njóta útsýnisins frá sínum bæjarhól...... hann bjó í skuggalega stóru húsi svona utanfrá séð. Talaði litla ensku en leyst á okkur sem þjóðverja.... ekki verra en hvað annað svosem... Meðan við dáðumst að útsýninu leit Jón Hákon ekki af blæjusportbílnum sem maðurinn átti. Hann tók eftir þessum áhuga og veifaði bíllyklunum í strákinn sem fór allur hjá sér við þessa athygli.

Sem fyrr kom fram er golfvöllur þarna í hæðinni. Golfáhugamenn á Íslandinu voru með mikil hvatningarorð um að við myndum nýta okkur þetta og drengirnir yrðu að fá tækifæri til að æfa sig þó hringurinn kostaði kannski á annan tug þúsunda  íslenskra króna. Nú er komið á daginn að peningar eru ekki allt, ........  til viðbótar við að eiga nóg af peningum til að fá að spila þarna þarf maður víst að vera með dökk blátt blóð í æðum... veit ekki hvort er einhver litur á Ricterunum en það er klárt að vinnukonan Jónsdóttir sleppur aldrei þarna inn!

Þreytan er að líða úr okkur, við drekkum óendanlegt magn af vatni og gosi, eins og við séum að bæta upp vökvaskort eftir flugið. Eins er heitt úti og hefur það  auðvitað sín áhrif.

Kær kveðja


Komin til Chile

Dagur 3 24. janúar (settur inn 4 dögum of seint)

Flugið frá NY til Santiago leið áfallalaust. Vel búin flugvél til ChileSkipulagið var það mikið að vélin var komin út á braut 10 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma og fór í loftið nánast á klukkunni.....  Lítill órói var í loftinu en þó vöknuðu flestir við mikið högg og læti einhvern staðar yfir Equador. Stóð það mjög stutt yfir og svefninn sótti fljótt á aftur. Sennilega voru máttarvöldin að minna okkur á að við værum loks að fara suður fyrir miðbaug.

Í fluginu var boðið upp á kvöldmat og morgunmat og allir drykkir óáfengir sem áfengir ókeypis. Afþreying í boði og stýripinni m.a. þannig að drengirnir létu mest allan tímann líða við leiki og sjónvarpsgláp. Eldra liðið reyndi að ná einhverjum svefni á þessum tíu og hálfa tíma. Starfsfólkið grannt og sætt og suðrænt í útliti. Skrítið að vera alltaf fyrst ávarpaður á spænsku.

Chile tók á móti okkur með björtu veðri og yl þegar við lentum kl 8.30 að staðartíma. Eina sem tollurinn vildi ekki fá inn í landið var útlenskur landbúnaður, annað var ekki tékkað.  Þegar við gengum út gerðum við okkur grein fyrir stærðarmun á suðrænum Chilebúum og skandinavískum risum. Enda var Bjarni myndaður vegna hæðar sinnar, held ég.....

Lítið var um merkingar á ensku á vellinum og síðan þá hefur nánast ekkert sést á því engilsaxneska máli..... Nú er það undir okkur komið að læra spænsku svo við skiljum eitthvað og getum gert okkur skiljanleg.

Magdalena206ibud71Harpa samstarfskona Bjarna tók á móti okkur við íbúðina sem staðsett er í „Sanhattan“ Chile (sbr. Manhattan). Reyndist hún vera staðsett í fjármálahverfi borgarinnar og hér er gríðarlega mikið af háhýsum úr gleri og öðru eðal byggingarefni. Göturnar hreinar og fína bíla má sjá hér. Ansi vestrænt að sjá.

Við búum hér á 7 hæð í húsi þar sem eldri chiliskar hefðarfrúr búa í miklum meirihluta (og með vinnukonur). Sætur vaktmaður er staðsettur í anddyrinu og sagðist hann tala lille bitte ensku, eða þannig.

Harpa fór með okkur í nettan göngutúr um næstu götur og sýndi helstu kennimerki. HverfiskirkjanVið komum okkur fyrir í íbúðinni og slökuðum á á stóru svölunum okkar. Bjarni er strax byrjaður að reyna að koma ofþornuðum trjágróðri í svalakerunum til. Nú er að sjá hvaða árangri má ná með smá vökvun.

Logst i simann til IslandsÍbúðin er 4 herbergja alls 150 fm með stórum svölum. Eitt herbergið er ætlað vinnukonunni þannig að það er spurning hvort strákarnir kaupi almennilegan vinnukonu búning á þessa þjónustustúlku sem þeir eru búnir að vera með öll þessi ár....:) og noti herbergið bara undir sjálfa sig.  Reyndar má búast við því að ekki finnist nægilega stórt outfit.....Fyrsta kvoldmaltidin

Ég sé að vinnukonur eru að viðra púða og þrífa og úti að labba með hundana.... þær þekkjast úr því þær eru allar klæddar þjónustusloppum og svuntu.

Frétti af einni þjónustustúlku sem tekin var með á ströndina og látin halda við sólhlífina allan daginn fyrir hefðarfólkið.... málið endaði hjá yfirvöldum..... þótti farið yfir strikið hvað varðar réttindi þjónustufólks.

Ég er að reyna að ná áttum, þetta með að sólin skíni ekki á suðurhlið húsanna. Hér kemur sólin upp í austri eins og annar staðar í veröldinni en hún rennir sér svo norður fyrir og sest að sjálfsögðu í vestri, um níuleitið á kvöldin.

Minni á fickr síðuna hans Sigurðar Ýmis en þar eru mun betur teknar myndir......

http://www.flickr.com/photos/sigurdurymir/

Kær kveðja Flottur hraðbankiHæsta bygging Suður Ameriku í hverfinuLas Condes SantiagoSanhattan1Sanhattan2Sanhattan3    Sanhattan4Sanhattan5Sanhattan6

Ferðalag á suðurhvel jarðar

Chile ferð

Dagur 1 og 2

23. janúar: Þá sest ég loks niður til að tína niður á blað það sem á daga okkur hefur drifið.

Við sitjum hér í biðsal A3 á JFK flugvellinum í New York og eru 3 tímar í að flugið til Santiago hefjist frá New York. Svart skal það veraVið vorum í fyrrafallinu út á völl og erum búin að fara í gegnum ýmislegt öryggistékk. Meir að segja náði ég því að láta gera bagage check á mér..... eitthvað grunsamleg að þeirra mati. Þegar eplalyktin gaus upp og tölvusnúrur og gsm hleðslu tæki blöstu við, var mér sleppt í gegn.

Ferðalagið hófst ekki hér....

Kannski má segja að undirbúningur ferðalagsins hafi hafist á haustdögum þegar pössun fékkst fyrir hundinn ef af Chile ferð yrði. Eftir það gengu hlutirnir hratt. Ákvörðun um 10 vikna vinnuferð, flugmiðar keyptir og ferðin út og heim skipulögð. Gengið frá bólusetningum, skólaplönum og öðrum praktískum málum. Reynt að koma sem mestu í verk í vinnunni áður en skellt var í lás....

Á föstudagseftirmiðdegi var allri hersingunni ekið út á Keflavíkurflugvöll. Hundurinn var búinn að fylgjast með vaxandi spennu dagana á undan og ef farið var eitthvað veik hann ekki frá okkur. Hann var ekki hamingjusamur þegar við kvöddum hann og lá hann lúpulegur í sætinu.

Vopnaleitin í Keflavík stóð undir sínu, fara úr skónum, fjarlægja belti ofl. Ekkert pípti þó þar.

Ferðin út var tíðindalítil, mjög gott flugveður og bjart mest alla leiðina. Grænlandsjökull skartaði sínu fegursta og vötnin í Norður ameríku voru örugglega óteljandi. Okkur tókst að elta sólina nánast alla leið, þó vann hún á loka mínútunum meðan við hringsóluðum yfir New York til að fá lendingarleyfi.

Móttökurnar á JFK voru barasta ljúfar, mynd og fingraför tekin af öllum 14 ára og eldri. Jóni Hákoni finnst sér mismunað í ýmsu vegna aldurs og var það ekkert öðruvísi í þetta skiptið. Landamæravörðurinn lofaði honum að þetta yrði gert næst þegar hann kæmi (verður reyndar ekki orðinn fjórtán þegar við fjúgum aftur heim).

Við fengum að kynnast airtrain Airtrain ferdalag i NY og hótel rútum og um kvöldmatarleyti vorum við komin í hús. Frekar shabby flugvallarhótel (reyklaus herbergi sem eru mjög mjög mjög nýlega orðin reyklaus). Hins vegar má hæla þessu lúna hóteli fyrir fín rúm og algjört næði. Ég var gjörsamlega úrvinda kl. 9 og svaf eins og engill í nótt.

Áður en bælið var bælt var matar leitað. Hótelið bauð ekki upp á veitingar nema morgunmat og fengum við að vita að fyrir utan heimsendingu mætti finna Burger King ekki langt frá. Eftir mikla setu var ákveðið að fara í göngutúr. Hverfið reyndist frekar dasað og hefði getað verið í hlutverki í einhverri krimmamynd.....  Burger King hefði líka sómt sér vel í sömu mynd. Við borguðum morð fé fyrir ótrúlega lélegt fæði og gosið var klórað. Þrátt fyrir mikið hungur kláruðum við ekki matinn.... og ekki vegna þess að allir væru orðnir saddir, ónei.

Nýr dagur reis bjartur og kaldur. Við vöknuðum fyrir allar aldir enda tímamunurinn að stríða okkur og svo hafði verið farið mjög snemma í háttinn. Eftir morgunmat var farið niður á Manhattan með Long Island lestinni og gaman að fylgjast með útsýninu. Bjarni a time squareÁ Manhattan komumst við að því að við vorum mjög snemma á ferðinni, fáir á ferð en margt að sjá. Golan blés á milli háhýsanna og minnti óneitanlega á ískaldan íslenskan gust. Time square-Við kíktum aðeins á nokkra merkilega staði en fórum hvergi inn. Allt slíkt á að bíða þar til við verðum í NY á bakaleiðinni. Einhver flottræfilsháttur greip okkur þegar gengið var fram á Hard Rock Cafe  islenska kronan ohagstaed_ojaog kostaði hádegismáltíðin lungað úr okkur...... meir en helmingi dýrara en á Ameríkan Style á Íslandi sem okkur finnst þó frekar dýr. Maturinn góður á báðum stöðum, en umgjörðin kostar sitt á Hard Rock NY.

Eftir að Sigurður Ýmir var skóaður lagðist þreyta á hópinn og lestin var tekin til baka. Lestarstöðin „okkar“ var Jamica station og bar hverfið mjög suðrænan brag með sér. Og óþolandi ágenga leigubílsstjóra. Það endaði með því að í stað þess að reyna að finna trúverðugan leigubílsstjóra tókum við Airtrain út á JFK og hótel rútuna upp á hótel! Þeim var nær bölvuðum, enda keyrði einn á eftir okkur kallandi, óþolandi ágengt fólk.

Á hótelinu hittum við bandarísk kennarahjón sem voru að fara til Egyptalands og Jórdaníu í 3 vikna frí. Sögðust vera dugleg að ferðast um heiminn og skoða sem mest. Okkur finnst langt til Egyptalands en þeirra flug var jafnlangt og okkar sem framundan var til Chile. Þau sögðust alltaf vera á leiðinni til Íslands og voru að velta fyrir sér besta árstímanum til ferðar. Vorum samferða þeim út á völl.

Og þá erum við komin á upphafsstað.

Threyttir a leid i Chile flugSitjum hér á JFK í huggulegheitum. LAN flugvélin var að renna upp að stæðinu og aðeins er farið að fjölga hér í sætum. Drengirnir árangurslaust búnir að suða um rándýra nettengingu meðan beðið er. Farnir að horfa á einhverja þætti í tölvunni og ró að færast yfir þá.

Framundan er tæplega 11 tíma beint næturflug til Santiago. Förum í loftið kl 20 að staðartíma og lendum 8.50 að staðartíma í Chile (3 tíma munur á Chile og Íslandi).


Selsker – Fyrstu Richterarnir á Selskeri í 200 ár!

24. júlí 2009

SelskerÍ einstöku kuldakasti seinnipartinn í júli var farið í göngutúr út í Selsker í Skálmarfirði á Barðarströnd. Ástæða þess að Selsker var valið sem áfangastaður fremur en eitthvert annað sker er sú að ættfaðir Richtera á Íslandi, Samúel Richter, beykir, bjó þar ásamt fyrri konu sinni og fjórum sonum fyrir margt löngu eða fyrir tæpum 200 árum síðan (1816).Ekki var langt að keyra frá næturstað okkar í Firði í Skálmarnesmúla og austur að Illugastöðum innst í Skálmarfirði þar sem gangan hófst. Frúin var bjartsýn og áætlaði göngu upp á 2-3 tíma enda virtist  góður vegur liggja langleiðina úteftir. Þeir sem fóru þessa langþráðu og margplönuðu göngu voru Bjarni Richter og Rósa Jónsdóttir ásamt sonum þeirra Sigurði Ými (16 ára) og Jóni Hákoni (12 ára) og eðalhundinum Sámi.

Gamli vegurinnMjög fljótlega urðu vonir um akstur á þessum “fjarska” fallega vegi að engu. Heimildarmaður í Firði sagði okkur að lokinni göngu að þessi vegur hefði verið lagður í lok sjöunda áratugarins til að auðvelda leitir en strax fyrsta haustið hafi fallið stór skriða sem aldrei var hreinsuð af veginum og því var vegurinn aldrei til neins gagns nema auðvelda göngumönnum ferðina. Gangan hófst eftir að allir höfðu klætt sig í vetrarklæðnað enda kalt og gjóla. Vegurinn var mjög vel gróin og farin að nálgast mjög uppruna sinn, bleyta og dýjamosi, kjarr og jafnvel runnar allt að meter að hæð á veginum miðjum. Vegurinn liggur að miklum hluta undir háum björgum og höfðu margar skriður bæst við frá sjöunda áratugnum. Skriða

Þar var dálítið klungur en ferðin gekk að öðruleiti vel út að Selskersseli (ca 4 km) þar sem slóðin endaði. Nestispása var tekin í húsatóftunum á Selskersseli og svæðið skoðað. Bæjarstæðið stendur á lágu nesi og sést vel móta fyrir tóftunum. Frá Selskerseli og að Selskeri eru tæpir 4 km í meira aflíðandi landslagi en frekar þungu færi. Slóð (fjárgata?) hefur legið á milli bæjanna og út að verslunarstaðnum Svínanesi yst í firðinum en sú slóð var víða að engu orðin vegna notkunarleysis sem og vegna vaxandi gróðurs á svæðinu en hlíðarnar voru ”viði vaxnar á milli fjalls og fjöru” . Því var ekki um annað að ræða  en að þræða stórgrýtta fjöruna meiri hluta þessarar leiðar.

 Fjöruganga

Ekki urðum við vör við mikið dýralíf á leiðinni en haförn einn mikill með gríðarlegt vænghaf sveif þó yfir okkur enda forvitinn um  þessar flökkukindur.

Að lokinni tveggja tíma göngu náðum við loks markmiðinu að stíga fæti á ”ættjörðina”. Mikil gleði braust út enda ekki til sagnir af Richterum á þessum slóðum í heil 200 ár. Bæjarstæðið að Selskeri  er fagurt og stendur hátt á nesi og rennur bæjarlækurinn úr bröttu gili innan við bæinn. Fyrir utan nesið  liggja nokkur sker, selsker, þó ekki sæist selurinn þar í þessum brunakulda. Rústir fjölmargra húsa mátti sjá þarna á nesinu og var spýtnabrak í einu þeirra, gamlar pípulagnir og rúmgafl.

 Yfirgefið

Selsker var í byggð fram á miðjan sjötta áratug síðustu aldar, en í kjölfar þess að húsfrúin og önnur heimasætan fórust á Breiðafirði í júní 1954 lagðist búskapur af. Einu ábúendur á svæðinu sem sýndu sig voru geitungar sem höfðu töluverðan áhuga á ferðalöngunum. Við nutum þess að hvíla lúin bein í mjúkri og skjólgóðri lautu sunnan undir bæjarveggnum, nutum útsýnisins og önduðum að okkur anda framliðinna Richtera. Sprelllifandi Richter

Leiðin til baka gekk vel þó norðangarrinn væri í fangið. Alls tók þess túr tæpa 5 tíma og gengnir voru 16 km. Þrátt fyrir að gangan hafi haldið vel að okkur hita þá leið ekki á löngu, eftir að í bílinn var komið að kuldi læddist í beinin. Það voru því helkaldir og klink-litlir ferðalangar sem grátbáðu sundlaugarmey að Birkimel um að fá að hita kroppinn í lauginni. Var það auðsótt mál og á hún miklar þakkir skilið.

Hjerastubbur

Þessi pistill ásamt fleiri myndum verður settur á www.richter.is við tækifæri.


Gengið til messu úr Hrafnkelsdal í Eiríksstaði og aðeins lengra eða út í Klaustursel

26. júlí 2009

Ýmislegt er gert sér til dundurs þegar Austurlandið er heimsótt á ári hverju. Á seinni árum hefur færst í vöxt að ganga um svæðið sér til gleði og gamans og í ár var stefnan tekin á þá leið sem afi minn og amma þurftu að ganga til messu áður en brú á Jökulsá var byggð í minni Hrafnkelsdals á móts við bæinn Brú. Þá var riðið á hestum /gengið út Hrafnkelsdalinn og farið yfir Hrafnkelu úti við Teig, við höfða nokkurn sem ég man ekki nafnið á. Svo var Jöklu fylgt út dalinn, farið yfir Hölkná, út í Rana og að kláf sem liggur yfir Jökulsána á móts við kirkjuna á Eiríksstöðum. Rani (Eyvindarárrani) heitir mikið landsvæði ofarlega í Jökuldal austan Jökulsár, á milli Hölknár og Eyvindarár og er í eigu Skriðuklausturs í Fljótsdal. Að morgni sunnudagsins 26. júlí var hringt í Danna frænda og bónda á Vaðbrekku og fengin nákvæm leiðarlýsing. Við Bjarni pökkuðum nesti í bakpoka og brúsa fyrir lækjarvatnið og ákvaðum að við værum svo klár að stikla steina að við gætum skilið vaðskó eftir. Alli bóndi í Klausturseli og frú Ólavía skutluðu okkur upp í Hrafnkelsdal og gerðu enn betur að keyra okkur yfir Hrafnkelu! Hnefillinn í baksýn

Þar byrjaði gangan, úti í Teig og Hnefillinn blasti við norðan ár. Veðrið var milt, 11-12 stiga hiti og hækkaði þegar sólin náði í gegnum skýin. Smá gola strauk sólbrúna kinn. Hundurinn Sámur hoppaði um af gleði yfir frelsinu og öllum rollunum sem hann gat snuddast í kringum við litla gleði þeirra síðarnefndu.Ekki vorum við með messugötuna á hreinu þarna í Teignum en ákvaðum bara að taka strikið á neðsta fossinn í Hölknánni sem okkur var bent á að væri kennileiti til að fara yfir þá á.

MessugatanGengið var fyrir ofan Arnarbæli og við Hölkná var gatan mjög skýr þar sem hún lá niður að ánni. Hölknáin var hinsvegar önnur og aðeins meiri en hún sýndist í fjarska þegar vegurinn var keyrður norðan Jökulsár. Því var ekki um neitt annað að ræða en að taka á honum stóra sínum og vaða. Frúin óð í sokkum og mælir með þeirri aðferð. Ferðin yfir gekk vel þó vaða þyrfti hnédjúpt vatnið, þurfti þó að létta hundinum aðeins sundið og var honum kippt yfir mestu flúðina áður en honum skolaði niður í Jöklu..... J Hölkná vaðinÁfram var arkað eftir þurrkun fóta og á móts við innri túnin á Eiríksstöðum gengum við fram á fyrstu tóftirnar. Þær tilheyrðu bænum Þorskagerði. 

Þorskagerði JökuldalÞorskagerði var einn þriggja bæja í Rana. Hinir eru Eiríkshús og Brattagerði. Síðasti ábúandi flutti frá Þorskagerði vegna öskufallsins 1875 („Búkolla“ Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 1974).

Eiríkshús JökudalSkammt frá kláfnum á Eiríksstöðum gengum við fram á aðrar tóftir þar sem bærinn Eiríkshús stóðu. Lítið er fjallað um búskap að Eiríkshúsum í Búkollu nema á árunum 1801-1810. Báðir þessir bæir stóðu á grasbölum skammt frá Jökulsánni, tvö, þrjú bæjarhús á hvorum stað. Við kláfinn var sest niður til að borða nesti og ímynda sér aðstæður fyrripart síðustu aldar þegar farið var yfir á kláfnum jafnvel með börn og gamalmenni og undir beljandi illúðleg jökulsáin. Kláfur við Eiríksstaðakirkju á JökuldalÍ dag eru aðstæður gjörólíkar enda Jökulsá á Dal orðin að bergvatnsá en jökulvatninu er beint ofan í Fljótsdal í gegnum virkjunarframkvæmdir við Kárahjúka. Víða má vaða Jöklu núna og var það haft í flimtingum í ferðinni að ef við gæfumst upp og nenntum ekki að ganga alla leið út í Klaustursel væri auðvelt að koma sér norður yfir á og láta sækja sig á bíl!

Frá kláf og út í Hótel Brattagerði er undirlendi lítið, umhverfið einsleitt og fremur leiðinlegt göngufæri. Við reyndum að fylgja sem mest fjárgötum sem voru á bökkum árinnar þar sem þýft var og þreytandi að ganga í mjúkum fjalldrapanum. Fjárgöturnar voru ansi mjóar víða og sumsstaðar alldjúpar svo ómögulegt var að nýta sé þær alltaf. Það er furðulegt að jafn stórar skepnur og kindur skuli mynda svona örmjóar götur, maður gekk eins og ballerína eftir þessu og þar að auki var leiðin ómalbikuð.... J  Sauðá er á leiðinni, lítill lækur að sumri til en þó vatn í henni. Þó að ég bölvi göngufærinu þá segir Búkolla frá því að Raninn sé mjög grösugur og kjarngott beitiland. Sérstaklega í kringum Brattagerði. Sagt er að „horgemlingur borinn á örmum upp í Húsahvamm (upp með Eyvindará) á vordag yrði mannfrár eftir viku“. Síðustu ábúendur á Brattagerði fluttu þaðan 1878. Við Brattagerði fór að bera á fallegum bergmyndunum í gili Jökulsár, mikil stuðlaberg er að sjá undir bökkum Grundarjarðarinnar. Alls kyns rósir, sveigjur og beygjur í stuðlunum. Ótrúlega flott sem mjög fáir sjá því að þetta liggur norðan ár. Hótel Brattagerði er gangnakofi Fljótsdælinga sem á árum áður var notaður í leitum. Nú skilst mér að menn séu hættir að gista, séu keyrðir í Fjallaskarð, féð rekið niður í dal og ekið til síns heima. Kofinn er í þokkalegu ástandi og fullt af dýnum hanga þar samanrúllaðar í loftunum svo mýsnar geti ekki nýtt sér þær. Hálftómur vodka peli stóð á borði, sennilega verið það timbraður leitarmaðurinn sem skildi hann eftir að hann hafi ekki haft lyst á meiri brjóstbirtu.

Leiðin frá Brattagerði og út í Klaustursel er auðgengin, tún og frá göngubrú á Eyvindará tekur við vegarslóði.

Löskuð bein hvíldVið brúna var Bjarni að verða ganglaus vegna eymsla í hné og þegar komið var á innstu tún Klausturselsbænda voru lúin bein og löskuð hvíld á hvítum heyrúllum. Síðustu fjórir kílómetrar voru gengnir mjög hægt en allt hefur sinn enda og náðum við Klausturseli eftir rúma fimm tíma og höfðum þá lagt að baki 18.2 km. Yndisleg ganga og gaman að hafa farið þessa leið.

Komin út í Klaustursel

Hjerastubbur


Tólf á Richter tríóið í Grindarskörðum / á Tvíbollum

Ferðasaga vikunnar!
Það var með vægan beig í hjarta sem lagt var af stað úr Hafnarfirði upp úr kvöldmat þann 26. maí. Ástæðu óttans mátti rekja til rafmagnaðra og ógnvekjandi skýjabakka sem æddu yfir Hellisheiði og hræddu líftóruna úr saklausum vegfarendum með skyndilegri snjókomu, þrumum og eldingum og það um miðjan dag í lok maí á hinu kalda Íslandi.
 
Í stað þess að hætta bara við fyrirhugaða gönguferð var hálfu glasi af róandi skellt í sig, eldingavararnir virkjaðir og vetrardekkin pússuð.
Þessar austar dró kom í ljós að óttinn var ástæðulaus og var maður þá þakklátur að hafa ekki í raun gert fyrrnefndar ráðstafanir!
 
Bílnum var lagt við bílstæðið skammt frá neyðarskýlinu á hafnfirska Bláfjallaafleggaranum. Göngustafir teknir fram, nestispoka skellt á bakið og arkað af stað. Fyrr um daginn var búið að bóka 6 manns í ferðina en þegar á reyndi var það sama tríóið sem gekk þessa ferð og áður farna ferð á Esjuna, Þóra, Bjarni og Rósa.
Leiðin upp Grindarskörðin hækkar hægt og bítandi, fínasta undirlag á köflum, slétt helluhraun. Veðrið gerði ekkert annað en að batna í ferðinni og þegar leið á var komið rjómalogn og hár bærðist ekki á höfði í sólskininu. Faxaflóinn breiddi út faðminn í vestur og norðurátt.
Rassvöðvarnir og félagar hans fengu aðeins að vinna vinnuna sína þegar ofar dró og síðasta spölinn upp gengum við í snjó. Þegar upp var komið blöstu Bláfjöllin við og sjá mátti niður að strönd suðurlandsins.
Ákveðið var að klífa formlega eitt "fjall" og var 500 metrum bætt við til að brölta upp á Miðbolla(tvíbollar). Mosavaxið hrúgald sem gaf ögn betra útsýni. Við virtum fyrir okkur restina af Selvogsgötunni og held ég svei mér þá að hún verði aftur gengin fyrr en seinna.
 
Á toppnum var dregið fram tyrkneskt te og sykurleðjan sötruð. Bjarni bar þetta heim úr síðustu ferð frá Tyrklandi og reyndist teið mjög hressandi í fjallaloftinu. Hann ætlar að koma með meira úr næstu ferð.
 
Sámur var glaður sem æfinlega þegar hann fær að hreyfa sig nægilega og sat hann eins og prófastur upp á fjallinu og nusaði eftir löngu liðnum ferðalöngum. Bjarni vildi halda því fram að hundurinn yrði var við drauga slík var spennan í honum. Ég held hins vegar að hann hafi fyrr en við, séð múkkann sem svo steyptist yfir okkur nokkrum mínútum síðar og stríddi hundinum í drep!
 
Nú var bara eftir að pakka saman og þakka móður jörð fyrir að hvíla okkar lúnu bein.
Á  bakaleiðinni renndi Þóra sér fótskriðu niður skaflinn. Yndisleg ferð í alla staði og veðrið fullkomið!
 
Á heimleiðinni ákváðum við að kíkja aðeins á falinn útivistarstað í skógarlundi í Undirhlíðum Helgafells. Hægt er að ganga þangað frá Kaldárseli sem og að keyra línuveginn. Vegurinn er reyndar mjög grófur. Staðurinn er flottur, nokkur borð og bekkir og nóg leiksvæði í skóginum. Þarna væri hægt að grilla einhvern tímann einhvern eftirmiðdaginn og hafa það huggulegt. Kæmi samt aldrei í staðinn fyrir flotta grill veislu staði okkar að Knarrarnesi /Árbliki.

Sumarkveðja

Hjerastubbur


Rafmagnsleysi nútímamannsins - DRAMA

Skrifað 28.okt.

Fjölskyldan dvelur nú í vellystingum í sumarhúsi ÍSOR í Reykjaskógi og kom hingað upp eftir í miklu vatnsveðri á miðvikudagskvöldið. Fimmtudagurinn var enn votari svo hér mátti sjá stórfljót þar sem áður var hefðbundinn holóttur sumarhúsavegur.

Linnti nóaflóðinu undir kvöld og eftir það hefur bara verið blíða. Það sem komið hefur úr lofti er í fastara formi og er jörð fölhvít. Tré eru dúðuð hrími og frost í lofti – bara eins og jólin séu komin.

Ástæðan fyrir þessu bloggi er þó ekki veðurlýsing heldur gamalkunn upplifun sem fallin var í gleymsku hjá mér.

Hér fylltist hús af góðum gestum seinnipart laugardags og samfara pottferðum var hafinn undirbúningur að mikilli átveislu. Kjúklingar voru lagðir á grill og fleira mallað í ofni og á hellu. Kvöldfréttum lauk á rás 1 - fátt fréttnæmt.

Skyndilega blikkuðu ljósin og dofnuðu mjög. Gestir vöknuðu til lífsins og fannst þetta spennandi enda sínu myrkara en áður. Hávaði mikill heyrðist í ísskápnum og var gripið til þess ráðs að slá rafmagnið alveg út og inn aftur. Lætin þögnuðu en enn var lítil spenna á. Fólk gerði að gamni sínu og fannst þetta krydda tilveruna – svipað var ástatt í öðrum bústöðum. Ekki liðu margar mínútur þar til allt rafmagn fór af hverfinu. Nú var öllum kertum safnað saman og kveikt á þeim og dreift sem hægt var. Upp komu ýmsar pælingar hvernig maturinn skyldi eldaður. Því sem var í ofni var hent á grillið og ylnum haldið á því sem klárast hafði á eldavél. Annað skyldi eldað þegar rafmagnið kæmi - mjög fljótlega..... Rifjaðar voru upp sögur af rafmagnsleysi fyrri alda s.s. eins og af konunni sem ákvað bara að nýta tímann til að strauja þegar rafmagnið fór!

Eftir kortersgleði án ljóss og „lífs“ fór aðeins að þyngja tóninn. Ætlar þetta nú ekki að fara að koma aftur? Hvernig eigum við að elda þetta og hitt og ekkert el á eldavélinni? Nýr matseðill var útbúinn í snarhasti og næsta hálftímann var tínt á borð það sem fólk taldi ætt og eldað. Birta var mjög takmörkuð og komust matargestir að því að matur án sjónskynjunar bragðaðist mun betur. Þegar eitt skynfærið nýttist ekki mögnuðust önnur upp. Tónninn var þó orðinn mjög þungur og vildu krakkarnir að þessu linnti og ekki seinna en strax. Byrjað var að segja draugasögur til að hafa ofan af fyrir þeim  – sem að sjálfsögðu endaði með heiftarlegri myrkfælni! Varúlfarnir voru taldir sérstaklega hættulegir enda fullt tungl.....

Minna var talað og rifjuð upp sjónvarpsdagskráin sem restin af þjóðinni naut. Reynt að þvo upp í myrkrinu. Litið út um glugga og mældar mínútur sem gróðurhús Suðurlands voru án rafmagns. Rætt hvort hiti héldist þar og hve langur tími mætti líða án þess að skemmdir kæmu fram. Hér innandyra féll hitastigið nokkuð hratt samfara rýrari samræðum. Tveir tímar liðnir og myrkrið aldrei svartara. Sprittkertin að brenna út og skriðið undir sæng til að halda hita. Algjör doði yfir mannskapnum. Slökkt á vasaljósum til að spara batteríin. Margir litlir kroppar komnir undir sömu sæng og ótti yfir því sem lægi fyrir utan glugga sem komnir voru með broskalla í móðuna á glerinu. Fullt tungl glotti við tönn. Ætlaði þetta engan endi að taka?

Skyndilega fannst höfuðrofinn á Suðurlandinu og skjannabjart ljósið brann í augun. Gríðarleg gleðibylgja hristi litla sumarhúsið og allur doði hvarf eins og dögg fyrir sólu. Kveikt var á öllum græjum og lágar raddir hækkuðu um 80 db og allt var eins og áður!

Hjerastubbur


Alþjóðleg kvikmyndahátíð

Við hjónin er ósköp áþekk mörgum öðrum hjónum. Við sinnum daglegu amstri, vinnum vinnuna okkar og gerum svo lítið annað. Gætum hugsanlega þekkst úr á veitingastað, að hér færu hjón sem lengi hefðu verið saman! Wink

Tengdamóðir mín hringdi einn rigningardaginn og bauð okkur klippikort á kvikmyndahátíð. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og sagði Já Takk.  Við vorum búin að hita okkur aðeins upp þar sem við höfðum séð bæði Astrópíu og Superbad dagana áður.

Astrópía er skemmtileg mynd og eins og Bjarni segir: það er ekkert verið að búa til eitthvert dramakjaftæði, hún er bara skemmtileg og svo er hún búin og basta.

Superbad er visst sjokk fyrir unglingamóður, getur verið að líf okkar á unglingsárum hafi bara snúist um tippi og pjöllur? Myndir fjallar um kynsveltan ungling sem getur ekki hugsað sér að hefja háskólanám hreinn sveinn. Mjög uppbyggilegt efni! Ég tók alveg hálftíma í ræðuhöld eftir myndina um samskipti kynjanna. Ja hérna hér......

Mynd 1. Svo ég snúi mér að kvikmyndahátíð, þá byrjuðum við á að horfa á frábæra danska mynd, Grátið í kór. Þrátt fyrir geðsjúkan heimilisföður sem manipuleraði með alla fjölskylduna með grátköstum og sjálfsmorðshótunum og þrátt fyrir að myndin fjalli um sifjaspell og þöggun, þá er hún óskaplega vel gerð og skemmtileg líka.... merkilegt nokk. Hún er ekki "svört" ef hægt er að komast svo að orði.

Reyndar fannst mér hlegið oftar en góðu hófi gegndi að efni sem alls ekki var aðhlátursefni. Mig langaði nokkrum sinnum til að standa upp og öskra á þessa hláturmildu að þetta væri ekkert fyndið, heldur háalvarlegt mál. Stundum held ég að fólk sé svo veruleikafirrt að það haldi að allt efni sé hlátursdósaefni sem alls ekki eigi að sjúkdómsgreina neitt, bara hlægja og gleyma svo.

Þessi mynd er ljóslifandi fyrir mér og fannst mér mjög heimilislegt að sjá allt dótið frá 1971, árið sem myndin á að gerast. Svo er hún á suðurjósku og þegar hún var frumsýnd í Danmörku þurfti að texta hana fyrir danann sjálfan. Svo illskiljanlegt er þetta mál.

 Mynd 2.

Næst sáum við Iraq in fragments, heimildamynd um lífið í Írak. Mjög hæg og erfið áhorfs. Mikið talað um lífið, trúmálin og öll er hún á frummáli. Sem sé, ég sofnaði í miðjum klíðum! Kunni ekki við að ganga út og lagði mig því í staðinn......

Mynd 3.

Roaming- rótleysi. Þessi mynd er um sígauna og fallvalta menningu þeirra. Þar takast á annars vegar þjóðsagan um rótleysi, þjófótt fólk (leggst ekki svo lágt að vinna fyrir matnum) og dans, og hins vegar um nútímann þar sem ungt fólk vill komast til mennta, vera nýtir þjóðfélagsþegnar og kannski pínkulítið steypt í sama farið og restin af Evrópu. Allavega, þá fylgir maður þrem sígaunum eftir á flakki um Evrópu og fáum nasaþef af því hvernig gamli tíminn og sá nýji passa ekki vel saman og þó! Mjög skemmtileg mynd um leitina að arflegð sígauna. Tónlistin í myndinni er dásamlega falleg.

Fleira? Þetta blogg sýnir að við gerðum eitthvað meira en bara að sinna daglegu amstri og vinnu. Fórum í bíó og út að borða! Kraftaverkin gerast enn.

Enn fleira? Jú Bjarni er floginn til Ungverjalands og vill örugglega sjá blogg.

Hjérastubbur


Göngum saman gangan

Þrátt fyrir þreytu og leti eftir málningar- og umstöflunarvinnu vegna parket lagnar (sem ekki er alveg lokið), druslaðist ég á fætur í morgun og brá mér í Avon göngu. Mér stóð einnig til boða að ganga með vinnufélögunum seinnihlutann af Selvogsgötunni, en ákvað að styrkja gott málefni í þetta sitt sem er rannsóknir á brjóstakrabbameini. http://info.avonfoundation.org/site/TR?pg=personal&JServSessionIdr011=hzwvqdqkn5.app23b&fr_id=1285&px=3423713

Genginn var hringur úti á Seltjarnarnesi í dandalablíðu, sólbrann næstum því.....

Rannveig bar af hópnum, og eru þær þó allar glæsilegar. Kári stóð vaktina á bak við eldavélina (sbr. ummæli Guðna fyrrum ráðherra um stöðu kvenna....). Fjöldi manns var mættur til walkathon eins og þeir kölluðu svipaðar samkomur í henni Ástralíunni hérna um árið.

Valið stóð um að ganga lítinn eða stóran hring. Sá stóri innihélt eina umferð utan um stórskotaliðið á golfvellinum (over my dead body að fara að leggja líf mitt í hættu.....). Sem sé, við Sámur gösluðumst litla hringinn. Hann var ekki par hrifinn af því að þurfa að vera allan tímann í bandi, dróg mig áfram og hefndi sín með því að skíta einum of oft....  Ég vona að vel hafi safnast peningur, þvílíkur var fjöldinn og gleðin mikil í hópnum.

Á leiðinni heim dreif ég mig í smá skokk, byrjaði loks í ágúst að skokka eftir einhverju ágætu æfingaprógrammi. Þegar ég var að ljúka þeim hringnum sá ég Selvogsgötugönguhópinn tilsýndar uppi í Sléttuhlíðinni. Dreif mig á staðinn en greip í tómt. Sýnilega fólk sem ekkert er að dóla á leiðinni.

Góðar stundir

Hérastubbur sem lítið lætur yfir sér þessa dagana.

 p.s. Svipuð færsla er einnig á bloggi leshópsins.


Selvogsgatan - Hlíðarvegur

Selvogsgatan er búin að vera á ferðaáætlun minni í allmörg ár. Fyrir tveim árum síðan kláraði ég að ganga frá Hafnarfirði upp að Bláfjallaafleggjara og svo leið og beið. Í vor fékk ég tvö tækifæri til að klára dæmið en hvorugt gat ég nýtt mér. GPS tækið mitt fékk reyndar að fljóta með í aðra þá ferð og var ég því siglingafræðilega klár í heiðina, vantaði bara sparkið. Sparkið reið af í dag.

Fjölskyldan notaði þennan fína sunnudag í verslunarmannahelgi til stórframkvæmda. Mér hefur nefnilega alltaf þótt Selvogsgatan mikið mál og helst þyrfti kunnugan með í för. Leiðsögumann fékk ég reyndar ekki, en við vorum vopnuð góðu korti af svæðinu og svo með þessa dýrmætu gps punkta ásamt afspyrnubjörtu veðri og nokkuð stífri norðanátt, þannig að ekkert gat komið í veg í góðan túr. Reiknað var með ferð upp á góða fimm tíma.

Strax á fyrstu mínútunum kom í ljós að sennilega yrðum við að endurreikna tímalengd göngunnar þar sem sá 10 ára setti í 5 gír og æddi af stað upp Grindarskörðin. Hann hélt mjög góðum meðalhraða og var upptekinn af því að ná þessu á fjórum tímum. Pældi mikið í heildarlengd leiðarinnar sem var 14.1 km og meðalhraða sem sjá mátti á gps-inu. Og við náðum þessu á fjórum tímum, og var inni í því 30 mínútna hvíld! Flott ferð og ég er svo stolt af þeim bræðrum. Á leiðinni skoðuðum við kennileiti og ræddum líf fólksins sem reisti vörðurnar og gróf niður í steininn för sem vel eru merkjanleg enn í dag. Hvernig það hafi verið að þvælast þessa leið, kannski í kulda, snjó og bleytu, í búnaði fyrri tíma sem ekki var mjög merkilegur miðað við öll flottheitin í dag. Ræddum í hvaða erindagjörðum fólkið hefur verið og hvort allir hafi komist á leiðarenda.

Seinni helmingur leiðarinnar er nokkuð einhæfur, endalausir hjallar niður í Selvoginn. Ég mæli eindregið með að gengið sé frá Grindarskörðum og suðurúr, frekar en úr Selvogi og norður. Við þurftum jú að þrælast upp skarðið en svo var leiðin stöðugt niður á við og útsýni vítt til allra átta. Flott að sjá vörðurnar sem stóðu stoltar í beinni röð eftir breiðunum. Leiðin er vel vörðuð niður á neðri hjalla við Selvog en svo sleppir þeim nánast.  Ég mælist til þess að leiðin frá Selvogi verði merkt almennilega, fátt hægt að sjá þeim megin að þar sé fornfræg gönguleið.

Þessi gönguferð var sérstaklega tileinkuð látnum fjölskyldumeðlimum þ.e. pabba og mömmu, og Hadda og Sigga bræðrum mínum. Fyrir tveim árum gengum við svona minningargöngu þegar farið var yfir Klausturselsheiði með staf Jóns gamla Jónssonar í för á dánardegi hans 31. júlí. Haddi gekk með stafinn. Ég ætla að skrifa seinna um þá frábæru ferð en býð nú góða nótt.

Hjerastubbur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband