Dagur tvö í bið eftir brottför

Ég hef ekki mikið látið heyra í mér síðustu dagana því ég hef ekkert óskaplega gaman af því að væla opinberlega um vanlíðan... (þið fáið þann skammt þegar ég kem heim......:) )

 Við höfum dundað okkur við að láta tímann líða og farið aðeins um í borginni og Bjarni sinnir sinni vinnu. Hugarleikfimi í miðborg SantiagoÁ strætóstöð í SantiagoBlómstrandi SantiagoEftirskjálfta leikmeðferð í miðbænumKóka kóla auglýsing

Helgin var mjög heit, einar

33 gráður og tala synir mínir um ofsahita. Örmagna í ofsahitaÞað rennur stöðugt af okkur svitinn sérstaklega þegar farið er í strætó.

 

St Luciu hæðin í SantiagoÁ föstudagseftirmiðdeginum drógum við drengina með okkur niður í miðbæ og þvældumst þar um. Santa Luciu hæðin var ennþá lokuð vegna skemmda enda fullt af gömlum byggingum sem eitthvað hefur kvarnast úr. Gamla lestarstöðin í SantiagoÍ staðinn kíktum við á gömlu lestarstöðina sem er skammt frá ánni í frekar vafasömu og reyndar svolítið sjarmerandi hverfi. Ótrúlegt magn af ótrúlega gamaldags búðum með vörum sem ég hélt að væru löngu komnar af markaði, varahlutir í fornar saumavélar, handsnúnar hakkavélar ofl. Nei, strákarnir fengu ekki að fara inn á stripp búllurnar...... þeir segja að ég sé alltaf að banna þeim allt!

Við hittum chilenskan svía sem var kominn heim til fjölskyldunnar vegna skjálftans. Hann fór strax í að redda sér miða í Svíþjóð eftir skjálftann og var það lítið mál. Hins vegar þegar vélin var komin til Perú var hann stoppaður af og spurður að því hvaða hálfviti hefði selt honum miða til lands sem ekki væri flogið til (Santiago Chile). Hann mátti hanga á flugvellinum í Lima þar til flugvöllurinn í Santiago var opnaður síðasta miðvikudag, þann 3. mars! Þetta minnir mig á konu hjá íslenskri ferðaskrifstofu sem var til í að selja fjölskyldunni farmiða út úr landinu á mánudagskvöldinu 1. mars fyrir eina og hálfa milljón......

Laugardagurinn fór í dýragarðsferð númer tvö því við urðum að sýna Bjarna garðinn. Þessi ferð var í minningunni ógeðsleg lykt af sólar-soðnum húsdýraúrgangi....... og ísbjörninn hálfdauður úr hita. Los Dominicos markaðurinnOg á sunnudaginn fórum við enn einu sinni á markaðinn úti í Los Dominicos. Aðrar lausar stundir geng ég um eða sit úti í þessum fallegu almenningsgörðum sem iða af mannlífi. Ég sé oft heilu stórfjölskyldurnar koma saman þar og leika við börnin. Börn eru hér sem annar staðar miklir sólargeislar fjölskyldunnar, maður sér hvað fólkið nýtur sín að leika við þau, hlægja og gleðjast.

Kær kveðja


Betlarar

Bærinn er fullur af betlurum, og núna hefur bæst við mikill fjöldi fólks sem er að safna fyrir hamfarasvæðin. Ég verð að segja ykkur eina létta betlarasögu...... þessi er ekki sorgleg.... en segir kannski eitthvað um útlitið á manni!

Kirkjurnar eru þræddar enda svalt þar innan dyra ..... einhver sagði að Bjarni þyrfti að kæla niður trúarhitann .....:) Við fórum m.a. inn í dómkirkjuna og strákarnir æddu á undan eins og stundum áður. Ég tók hattinn niður og var eitthvað að laga hárið á mér, þegar ég heyri „klink, klink“ og var þá ekki gamall herramaður búinn að henda nokkrum pesoum ofan í hattinn minn! Mér brá svo mikið og honum líka þegar hann fattaði hvað hann hafði gert að ég sprakk úr hlátri, lét hann hafa aurinn og skellti hattinum aftur á hausinn svo fleiri fylgdu nú ekki í kjölfarið. Ég tek þetta sem skilaboð um akút bjútimeðferð og uppfærslu á klæðnaði, það er morgunljóst.

 Kær kveðja

Himnarnir grétu - Þjóðarsorg

Yfirleitt rignir ekki í Santiago eina 5 mánuði á ári. Sumrin eru mjög þurr hérna. Allan þChiliska þjóðin syrgirann tíma sem við höfum verið hér hefur ekki dottið dropi úr lofti, fyrr en eftir skjálftann.

Margar nætur eftir skjálftann rigndi, og upplifði ég það sem tákn þess að himnarnir væru fullir af sorg eins og þjóðin sjálf.

Fyrir hönd íslensku þjóðarinnarBúið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Chile í dag sunnudag og fram á þriðjudag. Í gær mátti víða sjá fána í hálfa stöng. Það er svolítið sérstakt því fánarnir eru svo rosalega stórir, jafnvel á frekar stuttum fánastöngum.

Stórir tónleikar voru á Ítalska torginu sem hluti af söfnun fyrir hamfarasvæðin. Þeir ætla að safna 15 milljörðum pesóa. Ég er búin að vera að kaupa mat (pasta) og styrkja á annan hátt.

Kær kveðja


Erfiður dagur að baki sem kemur aldrei aftur

Gærdagurinn var þungur í sál minni. Ég var einhvern vegin örmagna, með stöðugan höfuðverk, blóðþrýstingurinn niður úr öllu og langaði mest til að sofna og vakna aftur 6 dögum seinna þegar við færum í flug. Ég upplifði einhverja uppgjöf og vanmáttarkend að geta ekki haft frekari áhrif á brottfarardaginn. Bjarni heyrði í starfsmönnum danska sendiráðsins og sögðu þau Hörpu algjöra kraftaverkakonu að hafa þó fengið far fyrir okkur þann 10. mars. Þau hefðu fengið flug 15. mars fyrir sitt fólk. Ég er þakklát fyrir það sem er í hendi.

Ég fór snemma út og gekk í átt til fjalls .... (lokkuðu álfarnir fólk ekki inn í fjallið?). Gekk fram á grænmetismarkað í lágreistu einbýlishúsa hverfi og litir og lyktin þar inni hafði mikil áhrif á mig. Litirnir voru svo skærir og bjartir og lyktin sem fersk og ný. Skilningarvitin voru á einhverjum yfirsnúningi, þetta var alveg magnað. Grænt og vænt

Ég taldi mig alltaf vera nokkuð vissa í hvaða átt ég átti að ganga heim, en hringdi einu sinni í Bjarna og bað hann um að leita mig uppi á google earth og staðfesta áttirnar hjá mér. Hann fann strax götuna en sagði mér endurtekið að ganga í öfuga átt við það sem ég vildi fara. Skyndilega upplifði ég að nú væri ég loksins og endanlega  orðin vitlaus, vissi ekki lengur hvar Andesfjöllin sem blöstu við mér væru!!! Þá kom alltí einu frá honum.... úps ég meinti hægri en ekki vinstri.....:). Heim kom ég eftir þriggja tíma sólargöngu, til þess eins og fara fljótlega út aftur. Nú prófaði ég að hafa ipodinn hans Jóns Hákonar með mér  og gat ég gleymt mér yfir aulahættinum í Simpson næstu 1-2 tíma. Sat á bekk við hliðina á leikvelli þar sem hlátrasköllin í börnunum höfðu róandi áhrif. Í gærkvöldi gat ég meir að segja fest mig við morðþætti CSI og reynt að leysa gátuna fyrir þá. Hingað til hef ég ekki horft á sjónvarp eða lesið annað en á tölvuskjá. Forðast áfram að horfa á fréttatíma.

Ég var með stöðugan skjálfta í mér, mér finnst þetta svo furðulegt, eins og að ég sé alltaf með sjóriðu, að jörðin sé alltaf á hreyfingu. Sérfræðingar vita eflaust betur hvað er að gerast innra með manni.

En nú er sjötti dagur í bið á enda og í dag eru fimm dagar í flug út úr landinu!

Kær kveðja


Ein af mörgum aukaverkunum jarðskjálfta

Eins gott að lyfturnar virki í háhýsunumSantiago státar af miklum háhýsum, sú hæsta er um 200 metra há. Mikil lyftukerfi eru í þessum húsum og þær voru ónothæfar í nokkra daga eftir skjálftann. Hjá okkur kom lyftan í gagnið á fjórða degi. Það er því hægt að velta fyrir sér álaginu á mörgu fólki sem aldrei hefur gengið tröppur að þurfa allt í einu að ganga upp og niður 10-30 hæðir í hvert sinn sem þarf í búð/bregða sér af bæ. Það var verið að drösla gamalmennum hér út úr húsi um síðustu helgi, áttu sýnilega að dvelja annar staðar, og vonandi í lágreistum húsum. Þetta álag hefur örugglega ekki bætt ástandið á veikburða fólki.

Kær kveðja


Fjölskyldan mín

Strákarnir mínir

Ég á dásamlegan og einstakan eiginmann og syni. Þeir hafa staðið sig eins og hetjur í öllum þessum óvæntu og ótrúlegu viðfangsefnum sem við höfum tekist á við síðustu dagana. Þeir hafa reyndar allir gaman af hryllings- og hamfaramyndum, og kannski voru þeir bara að upplifa eina slíka live!

Bjarni er mjög mikill raunvísindamaður og er tölfræðin honum ofarlega í huga hvað varðar líkur á öðrum skjálfta osfrv. Hann reyndi að rökræða það við mig fyrstu dagana en að ráðleggingum sálfræðings áfallahjálpar RKÍ vék hann frá þeirri hernaðaráætlun.

Ég er hins vegar smá saman að meðtaka þau fræði og reyni að sannfæra mig um að nú sé jörðin bara að hagræða sér aftur, að hreiðra um sig og þá komi þessir eftirskjálftar.

Ég er meir að segja orðin svo jákvæð gagnvart eftirskjálfta-Chile að ég óska þess að ef einhver þarf einhvern tímann að lenda í eins stórum skjálfta og reið yfir landið 27. feb að þá sé hann staddur í Chile (af öllum löndum í mið- og suður Ameríku). Alls staðar annar staðar í mið- eða suður Ameríku yrði skaðinn/skemmdirnar svo margfalt meiri. Það er alveg ótrúlegt að sjá hve litlar skemmdir eru í raun á húsum hér í borginni.

Álagið á Bjarna er ekki bara  að horfa upp á vansæla eiginkonu. Hann fór í hné aðgerð í haust og hefur jafnt og þétt verið að byggja upp fyrri styrk. Álagið síðustu daga af því að þurfa að ganga upp 7-9 hæðir nokkrum sinnum á dag (lyftur virkuðu ekki) gerði honum ekki gott. Hann hefur verið að drepast úr verkjum, en er nú eitthvað að lagast. Þetta lagði hann á sig fyrir mig þegar við fórum í næturstað í flóttamannabúðirnar hjá Hörpu og svo hingað upp til okkar að morgni.  

Verð að kaupa honum almennilegt Koníak í fríhöfninni!


Andleg rússibanaferð

Ég dreif mig með strákana í dýragarðinn í morgun enda áttum við það alltaf eftir. Hann átti að vera eitt af síðustu verkunum hér þegar hitinn væri farinn að lækka í Santiago. Svo dýrin myndu nú sýna sig. Hitinn í dag var dæilegur rétt undir 30 gráðum og sól. Sum dýrin hreyfðu sig, önnur nenntu því ekki. T.d. ákvað flóðhesturinn að halda sig að mestu undir vatnsyfirborðinu, smokraði bara nasaholunum upp á yfirborðið.... Jóni Hákoni fannst hann algjör svindlari.

Góð afþreying að hitta dýrinÉg held að einn apinn hafi þjáðst af „Eftirskjálfta einkennum“ því hann gaf frá sér stöðugt væl eins og þjófavörn...... allar þjófavarnir og viðvörunarbjöllur borgarinnar fóru af stað þarna um nóttina. Hann er sennilega að vinna úr þeim ósköpum....:)

Dýragarðurinn hérna er í Cerro San Cristobal hæðinni og liggur allur í bröttum brekkum. Hann er því ekki mjög vinveittur fólki sem á erfitt með að hreyfa sig, hvað þá að reyna að drösla barnavögnum þarna upp. En við erum í svo góðu formi að við nánast skokkuðum þetta. Og borgin stendur enn, að mestuMér leið það vel að ég ákvað að prófa að sofa heima í nótt, reyndar að skipta um herbergi við strákana. Þeirra herbergi er ekki ósvipað og það sem ég hef gist í undanfarna daga. Ég er líka að breyta hugsuninni frá því að hver skjálfti geti leitt til annars stórs, yfir í að skjálftarnir séu bara merki um að jörðin sé að setlast.

Seinniparturinn í dag var ekki eins huggulegur.

Við þurftum að hitta lækni og þegar kom inn í bygginguna kom í ljós að sá var á 12. hæð og lyftan blasti við. Ég var svo brött að ég var alveg til í að taka hana, nennti engan vegin að ganga upp. Uppi var mikið útsýni og allt svakalega fancy og flott. Við vorum afgreidd og svo settumst við niður til að bíða eftir lækninum. Bjarni ákvað að fara niður á 2. hæðina þar sem LAN flugfélagsskrifstofan var og halda áfram að bíða eftir því að röðin kæmi að honum.

Við Harpa vorum eitthvað að gaspra þegar húsið fór á hreyfingu. Tólfta hæðinAð vera uppi á 12. hæð í sæmilegum eftirskjálfta er ekki góð tilfinning enda fraus ég af skelfingu. Vildi helst fara aftur niður þegar húsið róaðist en það gekk víst ekki að Harpa myndi leika sjúklinginn. Ég fékk þó flýtimeðferð enda með tárin í augunum og á leiðinni inn á stofu læknisins mættum við einni starfsstúlkunni grátandi. Skjálftinn var samt ekki meir en svo að fólk leit í kringum sig og fór að horfa út um gluggann á byggingarkrana sem sveifluðust (nice að vinna þar....:)).

Þegar læknirinn var kominn með á hreint hvaða lyfjaendurnýjun um var að ræða spurði ég hvort ég mætti fara og ég bókstaflega hljóp niður 12 hæðir! Það var ekki fögur sýn sem blasti við mér í stigaganginum, veggirnir voru allir sprungnir á samskeytum og mjög ótraustvekjandi. Á annarri hæðinni fór ég út úr stigaganginum af því að ég hélt að ég væri komin á leiðarenda en þar blöstu við tómir gangar og skyndilega upplifði ég að ég væri ein í heiminum, föst inni í húsi sem hreyfðist! Æddi aftur inn í stigaganginn og hitti þar mann sem vísaði mér rétta leið. Ég hljóp út undir bert loft og ætlaði ekki að ná andanum. Gat brosað að þessu eftir stutta stund þegar Harpa kom niður með lyfseðla á sínu nafni því ég gleymdi að skilja eftir vegabréfið...:).

Þá hringdi Bjarni og var í vandræðum með konu á LAN skrifstofunni sem helst vildi henda honum bara út og talaði ekki ensku. LAN airlinesVið hlupum þangað og þar fékk ég alvöru panik kast. Turnhlaupakastið var míni panik kast.

Þegar konan sagði okkur að hún gæti bókað okkur í flug þann 10. mars helltist yfir mig ótrúleg sorg, mér fannst hjarta mitt ætla að springa og það var að líða yfir mig. Konan var sem sé að segja mér að ég ætti að dvelja í landinu í 12 daga frá skjálftinum, og ég hafði ætlað í burtu strax fyrsta daginn! Ég fór út af skrifstofunni, horfði í kringum mig á fyrrum kunnuglega ganga mollsins sem skrifstofan og læknastofurnar voru í og ég bara kannaðist ekki við neitt, missti alveg áttir og gekk bara þangað til ég fann útgöngudyr og beið hinna þar.

Svona er nú lífið skrítið. Þetta eru því síðustu tölur, flug frá Chile 10. mars og mikilvæg batteríshleðsla í NY í nokkra daga og svo heim um miðjan mánuð......hrikalega langt þangað til. Það stendur til að reyna að hnika þessu eitthvað, en þangað til stendur 10. mars.

Kær kveðja


Tilbúin til að ganga Laugaveg að fjallabaki á einum degi

Ég er í miklum þjálfunarbúðum hér í Chile sérstaklega eftir skjálftann. Undanfarnar vikur hef ég verið mjög dugleg að ganga um hverfin hér í kring og jafnvel skokka aðeins.

Eftir skjálftann hefur þessi göngu"gleði" magnast gríðarlega. Mér líður best að vera úti og er ég búin að sjá ótrúlegustu staði, hús og fólk á nokkrum dögum. Gekk nánast stanslaust í fimm klukkustundir í dag, skoðaði markaði ofl. Hreyfing er alltaf góð sérstaklega þegar róa þarf óþægilegt eirðarleysi eins og þjakar mig.

El Golf garðurinn og konan með stílabókinaMér finnst gott að reyna að skrifa mig frá málum sem þjaka mig en nú þegar mér finnst óþægilegt að vera innandyra skrifa ég ekki mikið á rafmagnstæki. Ég fann lausn á þessu vandamáli í dag. Keypti mér litla stílabók og sest svo bara á næsta bekk og skrifa þegar eitthvað kemur upp í hugann um skjálftann.

Eftirleikurinn er auðveldur, pikka svo á tölvu þessar pælingar, mínar stuttu vökustundir sem ég á innandyra.

Sniðugt ..... Nú þarf ég ekki lengur að þegja ... Smile

Kær kveðja


Sjálfboðaliðar og hjálparstarf

Maður er afskaplega eigingjarn og horfir helst á sinn eigin nafla .... allavega stundum. Mér hefur oftast liðið betur í lífinu en þessa dagana en hef fengið mikla umhyggju frá öllum sem vettlingi geta valdið. Harpa hefur sýnt ótrúlega hjálpsemi að taka okkur inn í sína íbúð og liðsinna á allan hátt.

Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég er ekki nafli alheimsins og það er ótrúlegur fjöldi fólks hér í Chile sem á um sárt að binda. Það er óskaplegt að hugsa til þess að þarna úti er fólk sem búið er að missa svo mikið, börn, maka, foreldra, vini, og allt sitt.

Ég hef séð þess víða merki núna að fólk er að safna fyrir hamfarasvæðin. Í morgun var búið að safna miklu magni af vatnsbrúsum, fötum, dýnum og fleiru hér fyrir utan og verið að setja í rútur sem flytja átti á neyðarsvæðin. Þetta voru háskólanemar sem stóðu fyrir þessari söfnun. Seinna í dag sá ég svipað á fleiri stöðum, allir boðnir og búnir til að hjálpa.

Kær kveðjaSafnað fyrir hamfarasvæðin


Óbærilegt vein risaskrímslis í jarðskjálfta

Í gegnum tíðina hef ég stundum dvalið í timburhúsum sem mikið hefur heyrst í þegar vindur hefur blásið hraustlega, jafnvel svo að manni hafi fundist þakið ætla að fjúka af. Steypt hús eru hins vegar þögul sem gröfin.

Annað er að ég er ekki aðdáandi hamfara eða skrímslamynda.

Aðfaranótt síðasta laugardags var ég hins vegar stödd í hvoru tveggja, hamfara- og skrímsla hryllingsmynd.

Við vöknuðum upp við að rúmið fór að hreyfast með hratt vaxandi bylgjum og Bjarni ýtti við mér og kallaði að þessi væri stór og við niður á gólf við hliðina á rúminu. Kölluðum líka til strákana að leggjast á gólfið en þeir svöruðu ekki þannig að Bjarni hljóp til þeirra eða réttara sagt hentist eftir bylgjuhreyfingunum.

Á meðan lá ég á gólfinu og endurtók guð minn góður, guð minn góður í óratíma. Við búum í mjög traustvekjandi 13 hæða steypuklumpi, á 7 hæð með 6 hæðir fyrir ofan okkur.

Ég byrjaði pistilinn á því að ég hefði aldrei heyrt steypt hús gefa frá sér hljóð fyrr en nú í jarðskjálftanum. Eftir að bylgjurnar mögnuðust byrjaði húsið að sveigjast og beygja og varð skyndilega eins og risastórt skrímsli sem að engdist til og frá og veinaði og öskraði eins og verið væri að murka úr því líftóruna. Þetta skrímsli var djúpraddað og stundum holróma. Við máttum hlusta á þessi skelfingaróhljóð samfara því að búkurinn á skrímslinu hreyfist stöðugt til og frá. Við veltumst um stjórnlaust eins og Jónas gerði örugglega í hvalnum þarna um árið.

Þegar hægist um eftir mjög langan tíma minnkuðu hljóðin og að lokum hætti að heyrast nokkuð úr barka skrímslisins sem aftur breyttist í steypt hús.

Ég veit núna hvað leynist þarna og það veldur því að ég treysti mér ekki til að sofa í húsinu. Hver eftirskjálfti minnir mig á það.

Vil ekki vera á staðnum ef það lifnar aftur við.

 Skjálftakveðjur


Jarðskjálftinn í Chile 27.febrúar kl. 3:34 - Styrkleiki upp á 8.8!

Bjarni setti saman pistil sem ég set hér inn. Ég get bætt því við að sálartetur mitt er ósköp lítilfjörlegt eftir öll þessi ósköp og bíð bara eftir því að komast í burtu. Ég dvaldi sem mest úti í sólinni í gær, treysti mér ekki til að vera inni. Nú er gott að eiga góða sólarvörn..... svo líkamlegur skaði bætist ekki á þann sálarlega....:). En látum Bjarna fá orðið (Harpa og Carlos eru samstarfsfólk Bjarna): Síðastliðnir 30 klukkustundir hafa verið afskaplega einkennilegir. Að vera vakinn upp um miðja nótt þar sem allt leikur á reiðiskjálfi, miklar drunur, brak og brestir í öllu húsinu, sírenuvél og þjófavarnir á fullu. Ekki stætt og hentumst við fram úr rúminu og lögðumst á gólfið við hliðina á rúminu. Skápar falla fram, hreinsast af öllum borðum. Heyrðist ekkert í drengjunum í næsta herbergi þannig að maður reynir að hlaupa inn til þeirra til að kanna hvort að þeir hafi komið sér í skjól við hliðina á rúminu. Liggjum síðan næstu hálfu mínútuna eða svo og fylgist með loftinu, sannfærður um að það muni detta hvað úr hverju. Rafmagnið fór af en blikkandi neyðarljós í næstu byggingu lýsti upp hluta af íbúðinni hjá okkur. Þetta var eins og í ekta stórslysamynd. Loksins gekk þetta yfir. Hentumst í fötin og reyndum að komast út. Útidyrahurðin hafði skekst þannig að við komumst ekki út. Heyrðum í hinum íbúunum á leiðinni niður og hlustuðum á köll og hróp á spænsku. Eftir nokkra stund komu húsverðirnir aftur þar sem ljóst var að ekki væru allir búnir að skila sér. Aðstoðuðu þeir okkur við að rífa hurðina af hjörunum. Ég náði að losa hjarirnar innan frá og spörkuðu húsverðirnir síðan hurðinni inn. Ég fór svo að hjálpa þeim við að ná konu út úr íbúð á sömu hæð sem svipað var ástatt með. Það sem kom okkur mest á óvart var hvað við vorum tiltölulega róleg og hugsuðum skýrt meðan á öllu stóð. Það var ekki fyrr en um 2 tímum síðar, eftir að við vorum búin að laga það helsta, tjasla hurðinni í (sem er reyndar skökk þannig að læsingar virka ekki og opnast hún nú aðeins til hálfs) sem stressið fór að setjast í mann. Reyndum að halla okkur en náðum lítið að hvíla okkur. Fórum síðan á fætur um átta leitið enda lítill friður fyrir eftirskjálftum og frekar óþægiegt að liggja við slíkar aðstæður. Reyndum að ná sambandi heim, en ekkert gsm samband. Tókst þó að ná merki í smá stund og láta vita með tölvupósti úr símanum að við værum á lífi. Við vorum ekki með útvarp og allt rafmagnslaust þannig að við höfðum enga hugmynd um hversu alvarlegt ástandið væri. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu stór skjálftinn væri en í hverfinu hjá okkur var ekki að sjá í fyrstu mikið um tjón. Síðar um daginn fengum við síðan að heyra að töluvert varð um tjón í Santiago og Valparaíso og Conception og nærliggjandi bæir í rúst. Höfðum samband við Hörpu Elínu og kom í ljós að allt var í lagi hjá henni. Carlos var fyrir norðan þannig að hann varð ekki var við neitt, en kærasta hans var einnig óhult. Fórum út að ganga og reyna að róa okkur niður, enda óþægilegt að vera inni á sjöundu hæð meðan stöðugir eftirskjálftar ganga yfir. Vont að sitja þarna, finna skjálftann byrja og velta því fyrir sér hve stór hann verður þessi. Vorum síðan að mestu úti í gær. Gengum um og sáum að svolítið af gleri hafði fallið úr háhýsunum í kring og sem betur fór er líklegt að enginn hafi verið úti um nóttina og orðið fyrir fallandi glerbrotum. Púsning hrundi af veggjunum og eitthvað af veggjum hafði skemmst. Fréttum síðar að miðborg Santíagó hafði stórskemmst enda ekki byggð eins vel og nýrri úthverfin. Dagurinn fór einnig í það að láta vita af okkur og kanna það hvort hægt væri að komast burt. Flugvöllurinn er hér lokaður í 72 tíma enda urðu skemmdir þar. Við sáum að smásaman kom rafmagnið á í borginni, en undir kvöld var rafmagnið ekki enn komið á hjá okkur. Einnig var vatnið farið. Við fórum á nokkur hótel og spurðum hvort við gætum gist um nóttina, en allt var fullt, m.a. vegna þess að efstu hæðir hótelana höfðu skemmst og voru óíbúðarhæfar. þurfti að flytja þá sem þar voru neðar. Ekki tókst að fá þar húsaskjól þannig að við leituðum á náðir Hörpu, sem býr í öðru hverfi og var komin með rafmagn. Á leið í næturstað í flóttamannabúðir HörpuÍ flóttamannabúðum HörpuSváfum þar í nótt, en ennþá ríða eftirskjálftar yfir, bara til að minna okkur á aftur og aftur á stóra skjálftann og hve lítill maður er í raun þegar náttúran verður duttlunagfull. Þó er lengra á milli þeirra núna. Fólkið hér í Santíagó er í sjokki. Það var skrítin tilfinning á götunum hér. Allt hér í hægagangi og fólk gangandi um að skoða skemmdir. Ókunnugt fólk kom upp að okkur að spjalla og maður sá að mörgum var greinilega brugðið. Allar búðir voru lokaðar og flestir matsölustaðir einnig. Ekki var hægt að nota vísakort og við með lítið af lausafé. Lítið var um mat í ískápnum okkar, en okkur tókst þó að skrapa í eina vafasama skyndimáltíð. Jæja, nú ætlum við að fara að kanna hvort rafmagn og vatn sé komið á hjá okkur og fara síðan í göngutúr, þar sem manni líður skást utandyra. Kær kveðja

 

... eins og hauslaus hæna?  - bætt við annan dag páska 2010

Þið hafið eflaust velt því fyrir ykkur hvernig við, sérstaklega ég, hafi hegðað mér í skjálftanum og eftir hann í ljósi þess að það er ættingjum, vinum og vinnufélögum ljóst að ég var/er með klár einkenni áfallastreituröskunar vegna skjálftans. Lét ég eins og hauslaus hæna í skjálftanum?

Mig langar til að fara aðeins ofan í saumana á því hvernig tíminn frá 3:34 aðfaranótt 27. febrúar og næstu 4-5 tímanna var. Ég skrifa það hér sem eftirskrift pistils Bjarna sem birtist daginn eftir skjálftann. Í skjálftanum sem stóð yfir í 2 mínútur í Santiago vegna fjarlægðar frá upphafsstað og sem vísindamenn áætla að hafi verið á stærðargráðunni í kringum 7.2 í Santiago (8.8 á upphafsstað) lágum við grafkyrr við hliðina á rúmum okkar (Bjarni hafði hlaupið inn til strákanna og lá þar). Ég grúfði mig saman og tautaði lágt guðsorð fyrir munni mér. Bjarni segist hins vegar hafa horft upp í loftið sem var lýst daufri birtu frá neyðarljósum næstu byggingar. Hann hafi hugsað með sér að það væri ekki séns að byggingin þyldi þetta álag og hvað úr hverju myndi sprunga myndast og húsið hrynja.

Þegar hægðist um sagði hann að þetta væri örugglega búið og eftir að hafa spurt hvort allir væru í lagi sagði ég þeim að klæða sig í snarhasti og Bjarni sagði öllum að fara í skó því hann hafði heyrt brothljóð frammi. Skjálftaskemmdir skoðaðar með ljósi úr gsm símaVarúð glerbrot - Allir í skóVið vorum vönkuð eftir þessa skuggalegu lífsreynslu en héldum andlitinu gagnvart strákunum og hvorki hækkuðum róminn, grétum né gáfum á nokkurn hátt í skyn að þetta væri lífshættulegt ástand sem hefði skapast hjá okkur. Við fórum strax að velta fyrir okkur hvar við ættum ljós og ég mundi eftir vasaljósi í gsm símanum hans Jóns Hákonar og hvar hann væri. Eins mundum við eftir litlu leikfangavasaljósi sem líka fannst. Allt á hreyfinguVið fórum að skoða skemmdir og komumst að því að ýmislegt hafði færst úr stað sérstaklega í stofunni og eitthvað brotnað. Það var ekki fyrr en við skipulagða yfirferð að við uppgötvuðum að útidyrahurðin hafði skekkst og ekki var hægt að opna hana. Lokuð inni á 7. hæðSem sé, okkar fyrsta verk var ekki að æða út úr húsinu. Við héldum ró okkar þó við værum læst inni og vorum mjög samhent í að finna einhver nothæf áhöld til að opna hurðina. Meðan Bjarni og Sigurður Ýmir böksuðu við hurðina fann ég myndavélina og tók myndir af öllu ef eigandinn myndi vilja einhvern vitnisburð um skaðann (látið ekki blekkjast af birtunni sem flassið gefur, það var allt rafmagnslaus, bara dauf neyðarljósabirta úr næsta húsi). Möndulhalli tunglsins breyttist og borgin almyrkvuðVið fórum út á svalir og sáum fólk með börn vafin í sæng, úti á götunum í myrkrinu sem skyndilega grúfði yfir 6 milljón manna borg.

Frelsinu feginnStutt í galsannMeð hjálp húsvarðarins náðist hurðin af hjörum og voru menn frelsinu fegnir og göntuðust með þetta. Þegar ég skoða myndirnar betur sem ég tók þessa nótt kemur í ljós að við vorum innilokuð í 50 mínútur! Allann tímann vaggaði húsið, í missterkum eftirskjálftum. Húsvörðurinn bograr við næstu hurð, fleiri sem lokuðust inniÞegar búið var að ná hurðinni af hjörum fór Bjarni að aðstoða við að ná nágrannanum út sem var í svipaðri aðstöðu en við hin fórum í að laga til í íbúðinni og sópa upp glerbrotum. Við fórum ekki niður og út. Trúðum því sennilega að það kæmi ekki annar stór. Íbúðin var ótrúlega lítið skemmd og gaf það manni ákveðna öryggistilfinningu þó vaggið væri óhugnarlegt. Þegar leið frá sögðum við strákunum að reyna að sofna aftur. Stöðugir eftirskjálftar, best að vera bara á gólfinuJón Hákon gafst mjög fljótlega upp á því að liggja í rúminu því honum fannst hann alltaf þurfa að rúlla sér framúr vegna sterkra eftirskjálfta og kom hann sér bara fyrir á gólfinu ofan á sænginni sinni og horfði á Simpson.

Við reyndum að hringja í Hörpu þarna um nóttina en náðum ekki í hana enda lá allt fjarskiptasamband niðri og rafmagnslaust. Eins og komið hefur fram leið okkur pínulítið eins og geimverum í þessu ástandi, rafmagnslaus, ekkert útvarp/sjónvarp, höfðum engar upplýsingar um stærð skjálftans né skaða, skildum ekki spænsku o.fl. Ég hafði á orði við Bjarna að við þyrftum nú að reyna einhvern vegin að láta vita heim að við værum í lagi en hann efaðist um að þetta hefði ratað í fréttir heima! Það var svo um níuleitið að hann náði örstutta stund netsambandi heim í gegnum símann og gat látið vita. Hann kom til mín furðulostinn á svipinn og sagði: Rósa, þetta var sá stóri. Ég hálfskilningslaus spurði hann hvað hann meinti með sá stóri? Já sá stóri sem kemur á 50 ára fresti. Þessi skjálfti var upp á 8.8 sagði hann! Skyndilega fékk ég staðfestingu á því að ég hefði verið að upplifa eitthvað hræðilegt þarna um nóttina. Enda breytti skjálftinn möndulhalla jarðar...:)

Fyrr um morguninn í kringum sjö reis ég upp úr rúminu (enda vonlaust að sofna og slaka á í gengdarlausu vagginu) og sagði við Bjarna að ég væri farin út úr þessu landi með fyrsta flugi um kvöldið. Hann var nú sennilega hálf vankaður ennþá því orð mín voru algjörlega úr takt við allt hans ímyndunarafl. Mér var ekki haggað og náði ég í töskur og pakkaði niður því helsta. Töskurnar fengu svo að vera á gólfinu með dótinu í fram að brottför .... kannski til að vera í startholunum ef kraftaverk ætti sér stað hvað varðaði brottfarartíma. Mesta kraftaverkið var þó það sem ég hugleiddi eflaust ekki nægilega oft en það var að enginn slasaðist, hvað þá meira.

Þegar Harpa kom svo uppúr tíu um morguninn sagði hún okkur eftir leigubílsstjóranum að flugvöllurinn hefði skemmst mikið og ekkert yrði nú flogið þaðan um kvöldið. Eins sagði hún okkur að jarðskjálftinn hefði verið mannskæður og tala látinna væri komin yfir 70 manns. Þarna skall sá sorglegi raunveruleiki á okkur að í þessum ólgusjó okkar hefði látist fólk, líka í borginni okkar.

Allann tímann eftir skjálftann fékk ég bara einu sinni eitthvað sem líkja mætti við panik og var það eftir heimsóknina á LAN ferðaskrifstofuna sem lýst er annar staðar (Því má líkja við panik því þar helltist sorgin og vanmáttarkendin yfir mig af fullum þunga og hafði mikil líkamleg og andleg áhrif í einhverja klukkutíma á eftir).

Hins vegar þegar bráðaástandið var yfirstaðið um nóttina (allir heilir, búið að opna hurðina, búið að kanna hugsanlegar skemmdir) og við ætluðum að reyna að ná smá ró, þá byrjaði einhver innri skjálfti og lúmskur ótti fór að hreiðra um sig í mér. Viðkvæmni, eirðarleysi, sjóriðutilfinning, óþolinmæði voru einkennandi fyrir líf mitt næstu tvær vikurnar en aldrei gargandi, hávaði eða rífandi í hár mér né annað sem hugsanlega brýst fram hjá fólki við svipaðar aðstæður.

Nú held ég að ég sé búin að svara spurningunni um hvort ég hafi hlaupið um eins og hauslaus hæna. Nei, ég hljóp aldrei um eins og hauslaus hæna, rífandi í hár mér, hljóðandi eða vitskert af ótta. Nei það gerði ég ekki (turn hlaupin voru langt frá því að vera raunverulegt panik, enda gat ég hlegið af því nokkrum mínútum síðar). Þrátt fyrir það er hinn lúmski ótti afskapleg vondur, sérstaklega þegar maður er fastur í aðstæðum, fyrst lokuð inni í 50 mínútur og svo lokuð inni í landinu í 12 daga. Og allan tímann gerði ég mitt besta til að halda andlitinu gagnvart drengjunum. Einhver spurði hvort þetta hefði ekki verið kjörið tækifæri til að detta í það. Ónei, þá fyrst missir maður stjórn á aðstæðum og óttanum og væru drengirnir einhverju bættari að hafa rallhálfa og óttaslegna móður? Svari hver fyrir sig.

Hluti af úrvinnslunni er jóga. Ég fór fyrir páska í phoenix rising jóga í einkatíma hjá Rut Rebekku. Ótrúleg upplifun. Þar komu fram tilfinningarnar sem ekki fengu að koma fram skjálftanóttina, óttinn við skjálftann og skelfingin yfir því að vera lokuð inni. Magnað fyrirbæri sem svona jóga er og öll orkan sem ég fékk eftir tímann!

Hjerastubbur 

Skjálftaskemmdir í okkar hverfiTurninn á niðurleiðVíða brotið glerÓtímabær lokun sýningar


Ferðin yfir Heiðina Háu til Argentínu

Það er orðið svolítið síðan ég setti eitthvað niður á blað en nú kemur Argentínuævintýrið.

Minni á fickr myndasíðuna hans Sigurðar Ýmis.

Ferð yfir Andes fjöllin var á áætlun hjá okkur í þessu ferðalagi á suðurhvel jarðar. Alltaf gaman að kíkja aðeins á önnur lönd og svo heillaði ferð upp í fjöllin fjölskylduna.

Regluverkið lengi lifi

Heppilegur tími fannst, hótel var fundið á netinu og bílaleigubíll pantaður..... og hér byrjaði regluverksballið..... Ég mæli eindregið gegn því að vera að skjótast eitt eða neitt á milli landa hér fyrir minna en viku.... við þurftum að borga aukalega 36 þúsund ísl kr fyrir að fara með bílinn yfir landamærin! Fengum allavega rúmgóðan bíl í þetta sinn og borguðum líka fyrir þau aukaþægindi. Hér þurfa bílar að vera með tvennt að okkar áliti, nægilegt pláss yfir ofurlanga fótleggi og almennilega loftkælingu. Dollan sem við leigðum síðast hafði það seinna en þessi eðalbíll það fyrra. Núna var loftkælingin bara ekki að gera sig! Sem endaði með því að menn bölvuðu hálfa og heilu ferðina vegna hitasvækju. En eins og venjulega, „allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“.... úr hita og þá eru allir hamingjusamir.

Fjöll, beygjur og umferðarteppur

Andes fjöllin framundanÞegar ég var að undirbúa mig fyrir þessa ferð las ég ferðabækurnar mínar sem bæði eru á ensku og spænsku..... og þar skildi ég að ferðin upp fjöllin Chile megin hefði þrennt að bera: 1) Há fjöll hangandi yfir manni, hrikalega margar beygjur á veginum og mjög hæga umferð.... og viti menn þetta stóðst allt og gott betur. Fjöllin eru ótrúlega há og flott, beygjunum hafði ekkert fækkað og við vorum í endalausum umferðarteppum vegna vegavinnu! Bílalestirnar máttu bíða í 15-20 mínútur í hvert sinn, meðan umferð var hleypt á hinu megin frá og þetta gerðist nokkrum sinnum á einhverjum 70 km kafla frá Los Andes til landamæranna. Ef við fórum út úr röðinni til að skoða eitthvað sérstakt eins og uppi við skíðahótelið, gátum við ekki farið inn á veginn þó engin væri umferðin fyrr en við vorum viss um að nú væri búið að hleypa umferðinni á í þá átt sem við ætluðum (sáum ekkert fyrir brekkum og beygjum). 29 beygjur og 700m hækkunUmferðarsulta í AndesfjöllumÞað var ótrúlegt að horfa á fulllestaða trukkana klifra á 20-30 km hraða upp brattar brekkurnar upp í 3200 metra hæð. Víða mátti sjá bíla úti í kanti þar sem verið var að kæla þá eða gera við. Þarna var líka gert ráð fyrir bremsulausum bílum..... neyðar stopp í beygjunum - Spennandi... og eins og fyrri daginn fór lítið fyrir vegriðum.

TransAndean RailwayLeyfar af TransAndean RailwayGömul lestarbrú og fullt af grjótiVið höfðum nægan tíma til að virða fyrir okkur þrekvirki sem unnin hafa verið á þessari leið, TransAndean lestarteinarnir lágu skammt frá þjóðveginum og það hefur verið sannkallað þrekvirki að leggja þá yfir og í gegnum fjöllin í lok nítjándu aldarinnar. Hún bókstaflega hangir utan í fjöllunum. Lestin lagðist af á áttunda tug síðustu aldar. Mínar heimildir segja að erlent starfsfólk sem vann við lagninguna (m.a. norðmenn) hafi kynnt skíðaíþróttina fyrir heimamönnum. Þeir hafi nýtt sér lestina upp og rennt sér svo niður frábærar skíðabrekkur. Seinna voru byggð sSkíðahótel með öllukíðahótel þarna á svæðinu og eru nú m.a. í bandarískri eigu. Enginn snjórinn hérPortillo skíðasvæðið og Laguna del IncaLaguna del Inca

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna á Portillo skíðasvæðinu eru þjálfunarbúðir fyrir ólympíulið frá BNA og Austurríki. Við kíktum þar inn og þar veður í lúxus, m.a. þarf ekki að setja skeinipappírinn í körfu við hliðina á klósettinu...JJ

Portillo skíðahótelið er ekki bara lúxus hótel með sínar sundlaugar heldur er umhverfið stórfenglegt. Það liggur við Inca vatnið - Laguna del Inca og háir tindar umlykja það.

Aðlögun í „fyrstu búðum“ að Aconcagua lokið

Regluverkið hefst _ Chile landamærastöðinBeðið við Argentínska landamærastöðOg beðiðEnn bíða ávaxtasmyglararnirFáni Argentínu - Stoltur við landamærin

 

 

 

 

 

 

Nei það stóð aldrei til að klífa Aconcagua fjallið enda er það hæsta fjall í heimi utan Himalaya fjallgarðsins, 6959 metra hátt og þarf að dvelja í búðum í mismunandi hæð til að aðlagast þunnu fjallaloftinu. Hins vegar fannst okkur við hafa lokið fyrstu aðlögun eftir að hafa þurft að bíða ómannúðlegan tíma á landamærastöðvum í tæplega 3000 metra hæð! Fyrst komum við að stöðinni Chile megin og var stoppið óverulegt. Þá rúlluðum við í gegnum fjallið (göng sem liggja í 3200 m.y.s.) og aðeins niður hinu megin að stöðinni Argentínu megin og þvílíkur hryllingur (og er ég þó búin að kynnast því oftar en einu sinni að fara yfir landamæri fyrrum Sovét).

Þarna máttum við hanga í bílaröð í yfir þrjá klukkutíma í brennandi háfjallasólinni og á tímabili í roki. Þetta var hreint ótrúlegt og fyrir hvað biðum við? Eiturefnaleit? Sprengjuleit? Dópleit? Nei vegna ótta við ávexti! Þeir spurðu um ávextina en leitin í bílnum var mjög yfirborðskennd. Og jú við biðum líka fyrir 17 stimpla. Það er nú eitt.... Við vorum með pappíra frá bílaleigunni sem við þurftum að sýna í ein 17 skipti og á fyrsta stoppinu Chile megin fengum við handskrifað lítið rissblað sem búið var að skrifa á bílnúmerið og töluna 4 (sem þýddi í hvaða röð við ættum að fara Argentínumegin). Þennan fáráðlega ómerkilega miða máttum við sýna einum 6 sinnum næstu 60 km (líka löngu eftir martraðar-stöðina) og alltaf var snepillinn stimplaður. Að lokum var miðinn tekinn af „götu“ landamæraverði einhvern staðar niðri í dölum Argentínu, veit enn ekki hvaða tilgangi hann þjónaði, margstimplað blað sem upphaflega var algjörlega autt – Díos mío!

Urð og grjót - upp í mót - ekkert nema urð og grjót

Chiliskt grjótArgentinsk örlögÉg er eldri en tvæ vetra og tel mig hafa séð mikið af grjóti heima á fósturjörðinni, en þvílíkt magn af grjóti sem við sáum í þessari ferð! Vísan urð og grjót, upp í móti..... á mjög vel við hér. Endalaus fjöldi himinhárra fjalla, með mismunandi lita klettum og heljarlöngum skriðum. Berir jökulgarðar og heljarinnar grjóthnullungar sem ferðast með vatni og snjó. Miklir sandar oRio Mendoza og fornminjarg kolmórauðar jökulár sem hafa grafið sig niður og búið til ótrúlega magnaða árfarvegi.  Andes fjöllin eru fellingafjöll og hér í mið Chile eru þau snarbrött vestan megin með þröngum dölum. Þegar komið var yfir fjallgarðinn var landslagið einhvern vegin opnara, víðari dalir og .... meiri vindstrengir. Auðnin var sú sama allsstaðar. Læt aðra um frekari jarðfræðiskýringar.

Aconcagua þjóðgarðurinn og Puente del Inca

Aconcagua 6959 metrarHorcones 2950mÞegar við vorum búin að jafna okkur á landamærabiðinni og töpuðum tíma var brunað upp í Parque Provincial Aconcagua en þar er hefðbundin byrjun á gönguleið á Aconcagua, fyrir þá sem ætla þangað upp. Við vorum ekki eins stórhuga heldur kíktum við bara aðeins inn í garðinn og gengum lítinn hring. Parque provincial AconcaguaÞað var líka alveg nægilegt fyrir okkur, þrótturinn ekki mikill í þunnu loftinu. Við vorum þó þokkalega róleg því þar var bæði sjúkrabíll og þyrla á svæðinu, sennilega ekki fyrir okkur, heldur fólk seSíðasta fjallganganmMinningarreitur Aconcagua lagt hefur aðeins meir á sig við alvöru fjallgöngu.

 

 

Sjúkrabíll og þyrla við innganginn að Aconcagua þjóðgarðinum

Neðar í dalnum keyrðum við fram á kirkjugarð/miningarreit þar sem margra sem látist höfðu á Aconcagua var minnst. Aðstandendur höfðu jafnvel skilið skóbúnað eftir við krossana, enda klárt mál að síðasta fjallgangan var að baki.

 

Puente de Inca spaPuente de Inca og Rio de las CuevasStoppað var við Puente del Inca – Inca brúna. Hún er í pínulitlu þorpi sem státar af götumarkaði með fallegum vörum m.a. úr Alpacha ull. Skammt frá mátti finna þessa frægu brú sem bæði við og sjálfur Darwin höfum barið augum! Þarna eru heitar uppsprettur sem notaðar hafa verið í heilsubætandi böð þó öllu slíku hafi verið lokað fyrir all löngu. Litadýrðin er mikil og er vatnið mjög kalsít- og járnríkt. Hross og markaðurinn í Puente del IncaMeðal söluvara á básunum voru skór sem legið höfðu í vatninu og voru þykkhúðaðir gulu (járnríku) kalsíti. Eitthvað er brúin farin að gefa sig, allavega er bannað að ganga yfir hana og svoleiðis höfnun er mínum eldri syni ekki að skapi. Hann telur alltof oft verið að hefta sig og beita sig órétti. Sennilega ryðgað fastSá yngri gerði hins vegar tilraunir á TransAndean lestarteinunum, án árangurs, þeir voru líka farnir að láta á sjá.

Við ætluðum að kíkja á Punta de Vacas sem er helgur staður og tengist humanistum en til að gera þá sögu stutta var staðurinn lokaður og læstur þrátt fyrir auglýstan opnunartíma. Bjarni hafði heimsótt hann í fyrri ferð sinni til Argentínu og reyndi að upplýsa okkur um hann.

Hótel Pukarainca Uspallata Mendoza Argentínu

Pukarainca hótel ArgentinuHvíld er góðVið fundum ekta fjallahótel á netinu og létum slag standa. Hótelið liggur í um 2000 hæð og kyrrðin þar var nánast áþreyfanleg eftir stanslausan hávaðann í Santiago. Þetta er lítið og heimilislegt hótel á einni hæð. Öll herbergin eru með sér útgangi út á pall og þar hjá voru hengirúm sem voru ómælt notuð af drengjunum. Nauösynlegur búnaður á hótelumÞegar á staðinn kom var fyrsta verk drengjanna að skanna húsnæðið og hreinsa látnar engisprettur undan rúmunum. Fjölbreytt skordýralíf var þarna, þó ekki moskítóflugur. Torkennileg skriðkvikindi sáust á veggjum herbergisins og ég hafði ekki áhuga á að vita hvað lægi í pípunum á baðherberginu, lokuðum bara til að útiloka spúkí lykt. Það má samt ekki misskiljast að þetta væri einhver hryllingur, hótelið var í það heila mjög snyrtilegt og nútímalegt. Það er nú bara þannig að sveitin býður oft upp á mikla nálægð við náttúruna..... (lesist: skordýr).Hvíld er góðGott að láta klóra sér

Hundarnir á heimilinu voru hrifnir af klappi og ýlfruðu af gleði þegar þeim var klórað (Þeir fengu extra klapp fyrir Sám sem er óskaplega sárt saknað). Einn hundanna var ansi stór og þegar hann var í eitt skiptið nánast kominn í fangið á Sigurði Ými í hengirúminu fékk ég hroll.... svona stór skepna sem maður þekkir ekki, getur náð að gera mikinn skaða á augnabliki. Strákarnir lofuðu mér að láta nett klapp duga og þvo sér svo um hendurnar....:).... ok ok ég er alin upp í sveit en þar var manni einmitt að kennt að þvo sér um hendurnar eftir að hafa verið í dýrunum.

Myrkrið var ótrúlegt og þegar tunglið skein gaf það mikla birtu. Við sáum vetrarbrautina mjög vel og óteljandi fjölda stjarna á himninum. Maður vindur algjörlega ofan af menningartengdu álagi við svona aðstæður.... sambandslaus í óbyggðunum. Dásamlegt.

Frúin í morgunsól á Argentínsku fjallahóteliLoftið var tært og útsýnið ótrúlegt. Hitinn var mikill á daginn og sólin skein glatt, eins og alla aðra daga. Við borðuðum þarna á kvöldin og var ýmislegt prófað eins og geitakjöt.

 

 

 

 

 

Skordýraflóra

Í ferðinni var nóg af steinum til að velta við og leita misgeðslegra skriðkvikinda. Sumir steinarnir voru reyndar full fyrirferðarmiklir til að hægt væri að hnika þeim, en gnæfð var af viðráðanlegum hnullungum. Tarantulla_ loksinsTarantulla í árásarhamOg viti menn, tarantúllur fundust í tæplega 3000 hæð við skíðahótelið Portillo. Á leiðinni austur yfir fannst ein og því varð að stoppa þar aftur á heimleiðinni. Nú fannst feita frænka hinnar, þessi sem fékk nóg að borða, allavega var hún stór og loðin og óárennileg í alla staði. Karlpeningurinn fylltist mikilli hamingju að ná að „handsama“ eina og æsa hana pínulítið upp í árásarham. Þeir fengu EKKI að hafa hana með sér heim...... hef engan áhuga á að mæta þeim í spássitúr um íbúðina!

Krúttleg eðla í þunnu fjallaloftinuBjalla á ferðEkki var nóg með að allt væri fullt af engisprettum við hótelið okkar, heldur voru þar líka bænabeður, eldflugur og leðurblökur. Nú og það sem ekki flokkast undir skordýr en er allrar athygli vert voru spakir fálkar og styggir hrægammar.

Uspallata

Næsti smábær við hótelið var Uspallata, óræð stærð, lágreist og dreifð byggð, húsin voru mörg óttalegir húskofar. Í bænum var einn hraðbanki ... bilaður.... óheppilegt þegar hótelið tekur ekki Vísa og við með lítið af argentínsku lausafé! Við önduðum þó djúpt og þegar ný vinnuvika rann upp hjá þeim var bankinn heimsóttur með árangri. Í bænum voru líka nokkrir litlir veitingastaðir sem við nýttum okkur. Í þessari ferð gerði ég mér grein fyrir því hvað er gott að chilenski pesoinn er verðlítill, maður fær u.þ.b. 40 þúsund pesóa fyrir 10 þús íslenskar. Ég fæ alltaf vægt slag þegar ég er að borga háar upphæðir sem svo eru kannski ekkert svo háar í íslenskum krónum. Í Argentínu er þessu öfugt farið og stóð ég mig að því að borga himinháar upphæðir fyrir eitthvað rusl á vegasjoppum, bara af því að mér fannst það kosta svo fáa argentínska pesóa.

Skjól fyrir sólinniMikill gróður er í Uspallata en utan bæjarmarka er bara eyðimörk. Ein á rennur við jaðar bæjarins og keyrðum við framhjá picnic svæði. Þar var bílum lagt inn á milli trjánna til að þeir brynnu ekki upp í sólarhitanum og fólk sat við ána og kældi fæturnar. Ég fékk flashback frá Ástralíu árinu, fólk að reyna að kæla sig niður í brennandi sólinni, bílar undir trjám og hundar og börn hlaupandi um. Loftkæling er ekki staðal búnaður í íbúðarhúsum í Chile og örugglega ekki þarna heldur.

Á vegarspottanum á milli Pukarainca hótelsins og Uspallata fundum við sérkennilegt hús sem reyndist vera safnið Museo Las Bóvidas. Fornar rústirArgentína til fornaÞað er byggt á rústum ævagamallar málmbræðslu, frá því fyrir tíma Columbusar vinar okkar. Elskuleg og skýrmælt argentínsk safnstýra reyndi að segja okkur til, á spænsku, eitthvað skildum við, annað ekki. Hún var svo almennileg að við sátum undir langri tölu.

Lamadýr

Mig vantar einn svonaÁ hótelinu var Belgi nokkur sem búinn var að ferðast á miklum fjallatrukk alla leiðina frá Kanada. Þó þessi trukkur hefði sæmt sér vel á íslenskum fjallvegum hafði hann þó aldrei komið þangað. Belginn þekkti vel til þarna og benti okkur á ýmsa áhugaverða staði í fjallgarðinum á milli Uspallata og Mendoza. Við tókum á honum stóra okkar, bölvuðum lélegri loftkælingu í bílnum og héldum af stað. Fórum fljótlega út af malbikinu og ókum vegslóða upp í fjöllin. Við urðum einhvern vegin ekki vör við að við hækkuðum okkur svo mikið fyrr en bera fór á óþægindum við að hreyfa sig eitthvað að ráði og höfuðverk. Lamadýr í auðninniLamadýr út um alltFundum þá skilti sem sýndi að við vorum aftur farin að nálgast 3000 metrana. Hins vegar var gleðin svo mikil við að finna lamadýrin að unglingarnir létu sér ekki muna um að hlaupa um brekkurnar til að komast sem næst þeim. Ólöglegar Lamaveiðar?Lamadýr eru magnaðar og fallegar styggar skepnur sem héldu sig á toppunum í hitanum en þvílík óhljóð sem koma úr barka þeirra, hálfgert útburðarvæl. Sigurður Ýmir blés upp og niður af mæði við að hreyfa sig, húðliturinn á honum virtist þó þokkalega eðlilegur. Hann hefur aldrei upplifað að mæðast svona við ekki meiri hreyfingu. Fyrstu kennslustund í háfjallaaðlögun er nú lokið hjá honum, en hann er staðráðinn í að ganga á heimsins hæstu fjöll í framtíðinni.

úfnir skýjabakkarÞarna uppi horfðum við niður á mikla og úfna skýjabakka sem sennilega skýrðu rigningar á undirlendi Argentínu, jafnvel votviðrið á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó?

 

Cerro Seven ColorsC 7 ColoresEkki langt frá Uspallata fundum við fjallið sem kennt er við sjö liti – Cerro 7 colores. Og það voru örugglega sjö litir í því fjalli. Sum fjöllin voru græn (ekki af gróðri), önnur voru svört, grá, blá, hvít o.s.frv. Annar staðar keyrðum við fram á fólk í riverrafting, árnar sem koma úr Andesfjöllunum eru kjörnar fyrir slíkt sport.

Bænastaðir

Bænastaður við þjóðveginnHér má finna ýmislegtÁ leið okkar um þjóðvegi Chile og Argentínu má oft sjá krossa eða litlar kapellur við vegina. Kennir þar ýmissa grasa, og er missnyrtilegt þar í kring. Kapellur í klettunumÁ einum stað við C. 7 Colores fundum við kapellur sem byggðar voru inn í kletta. Smart.

 

Þessi fjallaferð okkar var Bjarna góð þjálfun en hann þurfti í dag að fara í 5000 metra hæð í norður Chile í vinnuferð. Svona jarðfræðiferðir þurfa víst ekkert aðlögunarpjatt, það er bara fyrir almúgann! Mér er nú ekki sama, en þeir eru komnir aftur niður í 2500 metrana og líður betur, heyrði í honum áðan.

Einmana blóm

Kær kveðjaEkkert skjólEyðibýli við þjóðveginn


Fjórða helgin

Japanski garðurinn í Cerro San CristobalÞessa helgina var dvalið í borginni og hún könnuð áfram. Á laugardeginum fórum við í göngutúr í funhita upp í japanska garðinn í Cerro San Cristobal. LandkönnuðurEftir að hafa klifið meira en hálfa hæðina í óhugnanlegum hita komum við að litlum og sætum garði sem tileinkaður er Japan. Ekki fundum við nein bonsai tré en hins vegar litla tjörn og skuggsælt skjól undan miskunnarlausri sólinni.Að deyja úr hita í Japanska garðinum Þegar búið var að telja í sig kjark var haldið áfram göngu og endaði hún í loftkældu molli mjög mörgum kílómetrum síðar. Emil í Kattholti að villast í suður AmeríkuEf einhvern skyldi undra að við værum í þessum langferðum í slíku óveðri þá var ástæðan sú að við ætluðum aðeins að versla og okkur minnti að leiðin væri mun styttri.....(:  Við Fundum Dum Dum í Santiagorákumst þó á einn gerfi dum dum á umferðareyju við Kennedy hraðbrautina. Lögðum okkur í lífshættu til að geta snert hana eins og hitt fræga fólkið...:) Þegar heim var komið var allt opnað upp á gátt og viftur keyrðar á fullu án árangurs, Bjarni hélt áfram að svitna næstu klukkutímana. Í ferðinni var hann búinn að vera að stríða strákunum á því hvað þeir þyldu hitann illa og kölluðu þeir hann Hitabeltis-Jóa. Sá stimpill þurrkaðist hratt af honum í svitakófinu seinna um kvöldið. Hann fékk allavega ekki sólsting, til allrar hamingju, nú komu nýju hattarnir sér vel.

Litrík hús í Bellavista hverfinuBellavista graffitiÁ sunnudeginum var miðbærinn skoðaður en við byrjuðum á að kíkja á bóhem hverfið Bellavista. Við tókum lestina niður á Banquedano lestarstöðina og gengum norður yfir kolbrúna og mislita Mapuche ána. Hitastigið úti var bara þokkalegt enda ekki flennisól allan tímann. Í Bellavista er fjölskrúðuVið hús Pablo Nerudagt mannlíf, götusalar, betlarar, útiveitingastaðir, litrík hús, niðurnýdd hús, fræg hús, fátækt og eymd. Gengum fram á hús Pablo Neruda skáld og Nóbelsverðlaunahafa. Hann vann sér líka til frægðar að vera diplómat, pólitíkus og mikill kvennamaður. Spurning hvað af þessu er merkilegast. Hann er allavega hrikalega mikils metinn hér í Chile.

Við Parque ForestalLystasafn SantiagoEftir að hafa gengið á mozaic skrýddum og skítugum götum Bellavista var stefnan tekin á miðborgina. Miðborgin liggur sunnan ár og kennir þar margra grasa. Brúnt og fjólublátt vatnÞetta var ekki okkar fyrsta heimsókn þangað og nú var haldið áfram með prógrammið. Við gengum í gegnum fallegan Forestal garðinn og mátti sjá í vesturenda hans hið huggulegasta hús sem reyndist safn lista, Nacional de Bellas Artes. Á sunnudögum er ókeypis inn á flest söfn og er það ástæðan fyrir því að sunnudagar verða fyrir valinu sem safnaskoðunardagar....:) Íslenska krónan er í alvörunni í djúpum skít og því er hvert tækifæri notað til að spara gjaldeyrinn.

Þetta safn hýsir margvíslega list og var gaman að rölta um gangana. Gömul málverk í gömlum römmum, nútímalegar styttur og allt þar á milli.

Mercado Central fiskmarkaðurinnNæst var leit hafin að fiskmarkaðnum Mercado Central sem á að vera þvílíkt túrista aðdráttarafl. Eftir marga snúninga á kortinu fannst húsið loksins og stóð undir væntingum. Ólyktin var óveruleg..... bara á einum básnum sem ég fann einhverja ýldulykt að ráði. Á borðunum mátti líta allskyns furðufiska, í heilu lagi og í bútum, stóra sem smáa. Í sama húsi eru margir matsölustaðir sem bjóða upp á fiskrétti, einnig er hægt að kaupa grænmeti og krydd þarna. Drengirnir afþökkuðu mjög kurteislega að borða þarna, vildu eitthvað kunnuglegra og átu svo einhvern hrylling á næsta Taco Bell skyndibitastað! Mannmergð í SantiagoÉg verð að viðurkenna það að þó mér hafi fundist þessi markaður merkilegur og allrar athygli verður, þá þoli ég ekki mannmergðina sem er á slíkum stöðum, og eins bara í miðbænum og Bellavista. Hrikalega óspennandi fyrir mína parta.

Nýtt og gamalt á Plaza de ArmasPlaza de ArmasÞegar Gengið var búið að troða einhverju torkennilegu í belginn var haldið aftur út í blíðuna, og strax aftur inn í loftkælingu. Nú átti að fara aftur í aldir og fórum við inn á Museo Precolombino. Á safninu má finna mikil verðmæti, en hér eru yfir 3000 hlutir frá mið- og  suður Ameríku á meira en 5000 ára tímabili áður en Columbus blessaður fann Ameríku. Museo Chileno de Arte PrecolumbinoVið nutum þess að þvælast þarna um og lesa um hlutina því við skildum það sem stóð á skiltunum! Já einmitt, fræðsluefnið var líka á ensku.....thank good.... því þó við séum búin að læra svolítið meira en ekkert í spænsku þá er kunnáttan ekki komin á menningarlegt safnastig. Þetta safn er ótrúlega flott og nútímalegt.... nú og svo voru leðurbekkir með mjög stuttu millibili sem hægt var að tilla sér á og horfa í kringum sig. Gott fyrir lúna, heita og sveitta fætur.

Búið að taka til við forsetahöllinaFæturnir náðu þó ekki að hvílast meir en svo að menn nenntu í mikið meiri menningu. Því var strikið tekið á næstu lestarstöð en til að komast þangað fórum við framhjá forsetahöllinni. Nú var allt voða fínt í kringum hana og búið að hreinsa Risessu ruslið í burtu. Við sáum að fólk hafði safnast saman við innganginn og þar sem mannleg forvitni er okkar aðalsmerki.... þá fórum við og könnuðum hverju sætti. Gestrisnin var að drepa þá og var fólki boðið að skoða hvað væri þarna fyrir innan, en til þess var farið í gegnum vopnaleit og tilheyrandi eftirlit. Í garði forsetahallarinnarHundalíf í SantiagoÞegar inn fyrir var komið kom í ljós að við fengum bara að skoða hallargarðinn en hann var svosem smart með listaverkum eftir Matta (annar hrikalega frægur chiliskur listamaður) og ljósmyndasýningu um heimilislausa hunda í Santiago. Grindur voru fyrir gluggum og verðir út um allt. Þessi höll hefur mátt sjá fleira en gott þykir enda saga Chile stundum blóði drifin. Í garði forsetansEftir sólbökun í hallargarðinum innan um sæta chiliska hermenn komum við okkur heim í slökun.

Kær kveðja


Kvíhyltingar hefja leitina að Chiie 50 pesóa myntinni!

 

Veröld/Fólk | mbl.is | 15.2.2010 | 20:44

Chiie í stað Chile á mynt

Gregorio Iniguez, sem hafði yfirumsjón með myntslætti hjá Seðlabanka Chile, hefur verið rekinn vegna þess að nafn landsins er vitlaust stafsett á smápeningunum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Um er að ræða 50 pesóa mynt sem gefinn var út árið 2008. Í stað þess að nafn landsins sé ritað C-H-I-L-E stendur C-H-I-I-E. Meira en ein og hálf milljón slíkra peninga er nú í umferð, en mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en í fyrra rúmu ári eftir að myntin var slegin.

Stjórnvöld hafa engin áform um að taka myntina úr umferð, en hún er þegar orðin safngripur í augum myntsafnara. Margir vonast til þess að myntin verði verðmæt þegar fram í sæki vegna þessara einstöku mistaka.


Meira um jarðskjálfta

Nei, ég dó ekki í jarðskjálftanum þó ekkert hafi heyrst frá mér síðan! Tölvan er búin að vera leiðinleg undanfarna daga og ég í litlu bloggstuði.
Talandi um jarðskjálfta, þá reyndi ég að googla skjálftann en fann ekkert um hann né hversu stór hann hefði verið. Mjög ómerkilegur, klárlega. Hins vegar rakst ég á grein um viðbrögð við jarðskjálfta (sjá neðar).... það borgar sig ekki að lesa slíka lesningu ..... næstu klukkutímana gat ég velt mér upp úr þessum hugsanlegu hörmungum.
Ég reyndi svo að taka mér tak og ræddi þessi mál við Bjarna og lýsti því fjálglega hvað ég væri allt í einu stressuð yfir einhverju sem ég hugsaði varla um heima á Íslandi. Þó væru þetta hvoru tveggja jarðskjálftalönd. Hann gekk endanlega frá mér með því að segja að þessi lönd væru alls ekki sambærileg, hér yrðu skjálftarnir svo miklu, miklu stærri en heima! Reyndi svo að róa mig með því að segja að húsin væru gasalega vel byggð hér, allavega þau sem byggð væru eftir nýjustu stöðlum. Ég var ekki viss um hvort betra væri að leita á náðir drottins almáttugs eða pilluspjaldsins eftir þessar nýjustu fréttir. Óttinn rjálftaði af mér og mun ég taka dauða mínum sem sannkölluð hetja..... eftir mjög mörg ár!
p.s. Bjarni var svekktur yfir því að hafa ekki fundið fyrir skjálftanum enda á leiðinni í vinnuna en Carlos sagði að hann hefði verið þokkalega stór.
Kær kveðja

Úr The Santiago Times  -  Tips On How To Survive An Earthquake
WRITTEN BY DOUG COPP   
THURSDAY, 04 FEBRUARY 2010 04:28
An extract from Doug Copp’s article on the “Triangle of Life”

(Ed. Note:  Not that we are expecting or wanting an earthquake to hit Chile any day soon, but Chile has a long history as an earthquake-prone country and the article below offers much good advice on how to react should an earthquake occur here again.)
My name is Doug Copp. I am the Rescue Chief and Disaster Manager of the American Rescue Team International (ARTI), the world's most experienced rescue team. The information in this article will save lives in an earthquake.
I have crawled inside 875 collapsed buildings, worked with rescue teams from 60 countries, founded rescue teams in several countries, and I am a member of many rescue teams from many countries.

I was the United Nations expert in Disaster Mitigation for two years. I have worked at every major disaster in the world since 1985, except for simultaneous disasters.

The first building I ever crawled inside of was a school in Mexico City during the 1985 earthquake. Every child was under its desk. Every child was crushed to the thickness of their bones. They could have survived by lying down next to their desks in the aisles. It was obscene, unnecessary and I wondered why the children were not in the aisles. I didn't at the time know that the children were told to hide under something. I am amazed that even today schools are still using the ?Duck and Cover? instructions- telling the children to squat under their desks with their heads bowed and covered with their hands. This was the technique used in the Mexico City school.

Simply stated, when buildings collapse, the weight of the ceilings falling upon the objects or furniture inside crushes these objects, leaving a space or void next to them. This space is what I call the 'triangle of life'. The larger the object, the stronger, the less it will compact. The less the object compacts, the larger the void, the greater the probability that the person who is using this void for safety will not be injured. The next time you watch collapsed buildings, on television, count the 'triangles' you see formed. They are everywhere. It is the most common shape, you will see, in a collapsed building.

Tips for earthquake safety:

1) Almost everyone who simply 'ducks and covers' when buildings collapse ARE CRUSHED TO DEATH. People who get under objects, like desks or cars, are crushed.

2) Cats, dogs and babies often naturally curl up in the fetal position. You should too in an earthquake. It is a natural safety/survival instinct. That position helps you survive in a smaller void. Get next to an object, next to a sofa, next to a large bulky object that will compress slightly but leave a void next to it.

3) Wooden buildings are the safest type of construction to be in during an earthquake. Wood is flexible and moves with the force of the earthquake. If the wooden building does collapse, large survival voids are created. Also, the wooden building has less concentrated, crushing weight. Brick buildings will break into individual bricks. Bricks will cause many injuries but less squashed bodies than concrete slabs. Concrete slab buildings are the most dangerous during an earthquake.

4) If you are in bed during the night and an earthquake occurs, simply roll off the bed. A safe void will exist around the bed. Hotels can achieve a much greater survival rate in earthquakes, simply by posting a sign on the back of the door of every room telling occupants to lie down on the floor, next to the bottom of the bed during an earthquake.

5) If an earthquake happens and you cannot easily escape by getting out the door or window, then lie down and curl up in the fetal position next to a sofa, or large chair.

6) Almost everyone who gets under a doorway when buildings collapse is killed. How? If you stand under a doorway and the doorjamb falls forward or backward you will be crushed by the ceiling above. If the door jam falls sideways you will be cut in half by the doorway. In either case, you will be killed!

7) Never go to the stairs. The stairs have a different ‘moment of frequency’ (they swing separately from the main part of the building). The stairs and remainder of the building continuously bump into each other until structural failure of the stairs takes place. The people who get on stairs before they fail are chopped up by the stair treads.Horribly mutilated. Even if the building doesn't collapse, stay away from the stairs. The stairs are a likely part of the building to be damaged. Even if the stairs are not collapsed by the earthquake, they may collapse later when overloaded by fleeing people. They should always be checked for safety, even when the rest of the building is not damaged.

8) Get Near the Outer Walls Of Buildings Or Outside Of Them If Possible - It is much better to be near the outside of the building rather than the interior. The farther inside you are from the outside perimeter of the building the greater the probability that your escape route will be blocked.

9) People inside of their vehicles are crushed when the road above falls in an earthquake and crushes their vehicles; which is exactly what happened with the slabs between the decks of the Nimitz Freeway. The victims of the San Francisco earthquake all stayed inside of their vehicles. They were all killed. They could have easily survived by getting out and lying in the fetal position next to their vehicles. Everyone killed would have survived if they had been able to get out of their cars and sit or lie next to them. All the crushed cars had voids 3 feet high next to them, except for the cars that had columns fall directly across them.

10) I discovered, while crawling inside of collapsed newspaper offices and other offices with a lot of paper, that paper does not compact. Large voids are found surrounding stacks of paper.

In 1996 we made a film, which proved my survival methodology to be correct. The Turkish Federal Government, City of Istanbul , University of Istanbul Case Productions and ARTI cooperated to film this practical, scientific test. We collapsed a school and a home with 20 mannequins inside. Ten mannequins did 'duck and cover,' and ten mannequins I used in my 'triangle of life' survival method. After the simulated earthquake collapse we crawled through the rubble and entered the building to film and document the results.

The film, in which I practiced my survival techniques under directly observable, scientific conditions, relevant to building collapse, showed there would have been zero percent survival for those doing duck and cover.

There would likely have been 100 percent survivability for people using my method of the 'triangle of life.' This film has been seen by millions of viewers on television in Turkey and the rest of Europe , and it was seen in the USA , Canada and Latin America on the TV program Real TV.

Spread the word and save someone's life... The entire world is experiencing natural calamities so be prepared!

By Doug Copp ( editor@santiagotimes.cl )

 

 


Jarðskjálfti í Santiago!

Þar sem ég var að reyna að vera fyndin í skýjafars bloggi núna rétt áðan, byrjaði smá vagg á húsinu sem endaði í þokkalegu höggi þannig að myndir á veggjum hristust! Vaggið varði í eina og hálfa mínútu enda erum við uppi á 7. hæð.  Þetta er fyrsti skjálftinn sem ég hef fundið hér, kannski hefur maður verið utandyra þegar slíkt hefur komið á síðustu vikum. Chile er alræmt jarðskjálftaland eins og Ísland. Það er mikið af glerbyggingum hér í kring og verð ég nú að segja það að ég myndi ekki vilja vera nálægt ef mikið gengi á...........sundurskorin af fallandi glerflísum.....(

Kær kveðja

 


Ó mæ goddd! Ský á himni!

Eftir 3 vikur í stanslausri sól sjást nú þunnar skýjaslæður yfir Santiago borg! Hitinn er 16 gráður nú klukkan 9 að staðartíma og EKKI er flennisól...... þetta er ákveðið alvöruefni, skyldi þetta vera El Nino- inn sem ér í öllum fréttum á Íslandi?

Kær kveðja

 


Afmælisbarn dagsins 11. febrúar

Stóri strákurinn á heimilinu á afmæli í dag. Hann er orðinn 45 ára og hefur aldrei verið flottari!Afmælisbarn dagsins Við tókum forskot á afmælið með því að kaupa í gærkvöldi dísætar chiliskar tertusneiðar af mörgum gerðum...... Santiago búar eru mikið fyrir tertur og hér er í öllum búðum hægt að kaupa risatertur og svo tertusneiðar. Maður sér fólk gangandi um með bréfpoka sem reikna má með að innihaldi gríðarlegt gúmmúlaði! Við völdum að prófa nokkrar tegundir og kaupa frekar sneiðar. Þetta var bara mjög gott á bragðið.

Í dag eftir skóla og vinnu buðum við afmælisbarninu að gera það sem honum þykir skemmtilegast........ að fara á útimarkað! Feðgar í Santiago lestLestarstjórinn Jón HákonTókum lestina út í Los Dominicos, Los Condes og nú fundum við handverksmarkaðinn sem þar er; Pueblito Los Dominicos. Þetta flokkast tæplega undir að vera útimarkaður þar sem flestir sölubásarnir eru í litlum kofum, en þetta er rosalega flott og áhugavert.

Þessi markaður er sá þekktasti í Santiago. Sagt er að mestar líkur séu á að vörurnar séu í raun chiliskar. Það er ekki alltaf raunin að vörur sem verið er að selja undir merkjum Chile séu chiliskar að uppruna (made in taiwan er t.d. mjög vinsælt hér sem annar staðar í heiminum).

Ég sá geðveikt flottar ullarvörur þarna m.a. úr Alpacha (skylt Lamadýrinu) ull en nú er bara svo heitt að það er ólíft að máta og því fresta ég hugsanlegum kaupum þar til kólnar aðeins. Hins vegar fjárfestum við í grúví höttum.......... Nú á enginn að sólbrenna á hausnum.Flottur hattur

Ég ætla að segja aðeins meira frá markaðnum  http://www.pueblitolosdominicos.com/ Heimasíðan hjá þeim er með þeim flottari sem ég hef séð. Ein aðalgatan, Apoquindo, sem liggur í gegnum austur hluta Santiago liggur hér við hliðina á okkur og allaleið út í úthverfið Los Condes þar sem finna má þennan frábæra markað. Markaðurinn er í kofaþyrpingu við hliðina á kirkju hverfisins sem er gömul og flott. Á áttunda áratugnum útbjuggu listamenn aðstöðu í fyrrum útihúsum og næstu árin var svæðið að þróast í þá átt sem það er í dag, hátt í 200 vinnustaðir á einum stað, allt í pínulitlum einingum. Þarna er fólk við vinnu og getur maður fylgst með. Þarna er verið að selja handunnin hljóðfæri, muni úr tré, blue stone, járni ofl. Mikið er líka til af fatahönnun og leðurvörum. Fuglar og ýmis dýr eru til sýnis og sölu, nú og svo er hægt að tilla sér niður og fá sér smá hressingu.Gosið er fullt af litarefnum Við eigum klárlega eftir að hanga þarna í tíma og ótíma, vonandi bara að buddan og íslenska krónan þoli það álag........

Eftir markaðsferðina buðum við í afmælisdinner á steikhúsi í fyrrnefndri götu en nú hér við hliðina á okkur. Spænskukennarinn okkar hafði mælt með þessum stað sem heitir Happenings  og átti að vera með rosalega góðar steikur. Við getum alveg tekið undir það, maturinn var mjög góður og smakkaði ég í fyrsta sinn túnfisksteik sem bragðaðist afbragðsvel.

45 ára á Happenings SantiagoPiltarnir fóru í nautið og rann blóðið. Jón Hákon tók átið mjög alvarlega og ætlaði að reyna að klára allan skammtinn sinn en þegar einn síðasti bitinn bragðist bara af blóði hélt ég að hann ætlaði að kasta upp...... það var ótrúlega fyndið að horfa á...... ekki skemmtileg móðir sem hann á!

Þrátt fyrir mikinn ótta um dýra máltíð þá finnst okkur við hafa sloppið ótrúlega vel frá þessu, en við borguðum u.þ.b. 15.000 íslenskar krónur fyrir allann hópinn með hálfri flösku af rauðvíni. Mæli með matnum! Eitt var dálítið sérstakt, en þegar við biðum eftir matnum dældu þeir í okkur alls kyns gómsætu smábrauði og hrikalega djúsí ídýfum og bættu bara á eftir því sem kláraðist hjá okkur! Það voru því allir óskaplega saddir og sælir eftir þennan fína endi á deginum.

Afmælisbarnið þakkar ykkur kæra fjölskylda og vinir fyrir allar kveðjurnar og símtölin!

Kær kveðja

 


Nokkrar myndir úr spænskunámi

Það vantaði myndir úr spænskunáminu og læt ég þær fylgja hér með. Hressir drengir eða hvað?

Kær kveðja

Bridge-Linguatec spænskuskólinnErfið spænskaSpænskunám


Yerba Loca þjóðgarðurinn

Við leigðum bíl fyrir helgina því mikið stóð til. Bíllinn reyndist nokkrum númerum of lítill fyrir ofurlanga fætur og eru sumir enn að jafna sig.... óttaleg blikkdós sem dugði samt ótrúlega vel.

Bjarni komst lífs af úr föstudagsumferðinni með GPS kjaftakerlingu sem sagði honum að beygja þar sem ekki var hægt að beygja og fleira í þeim dúr. Á laugardeginum var dagurinn tekinn snemma og hver og einn makaður inn í sólaráburð og viku byrgðir af vökva settar í skottið, nú átti að rúlla upp í Andesfjöllin! Yerba LocaCarlos var búinn að skipuleggja grill- og fjallaferð.  Þau komu hingað og lóðsaði Carlos okkur slysalaust út úr borginni. Umferðin var mjög hófleg og ekkert öðruvísi en heima og ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni síðan.

Við keyrðum þrönga dali og upp endalausar brekkur og beygjur þar sem hver og ein almennileg beygja átti sitt eigið númer. Þannig gat maður vitað að enn væru eftir 39 beygjur þar til upp í 3000 metra hæð kæmist...:). Drengirnir voru með hálfgerða velgju mestalla ferðina. Ekki bætti heldur úr skák að malbikun er ekki í hávegum höfð hér og víða voru mishæðir og holur í veginum og þá var náttúrulega farið í smá rally og bremsað niður..... sem jók enn frekar á velgjuna.Vestfirskir fjallavegir

Við beygju 15 fórum við út af lélegu malbikinu og inn á ekta vestfirskan fjallaveg þar sem Econolæninn sálugi hefði átt ALLA vegbreiddina..... minnti mig óþægilega á leiðina út á eyði stöðina Suðureyri sunnan við Tálknafjörð! Vegurinn lá í miklum bratta og var ég mjög hamingjusöm þegar ég komst að því að aðal umferðin var í sömu átt fyrri part dags og svo öfugt seinnipartinn, þeir hleypa fólki ekki inn í þjóðgarðinn eftir ákveðinn tíma á daginn.

Vegurinn var líka sundurgrafinn eftir vatnavexti, hér er sýnilega ekki verið að hefla neitt um of..... við rákum bílinn nokkrum sinnum niður í grjótið en ekkert varð eftir, held ég.

Hart undirlagÞegar á grillsvæðið kom mátti sjá slatta af fólki sem bæði var í dagsferð og eins var slatti af tjaldfólki. Undirlagið var hreinræktað grjót.... skil ekki hvað menn voru að þökuleggja tjaldstæðið í Kverkfjöllum, hér er ekki haft fyrir slíku pjatti. Kalt er þadÉg er ekkert að sullaStaðurinn er yndislegur, þröngur dalur, himinhá fjöll, beljandi jökulá, fuglar, flugur og ferskt loft. Þessi þjóðgarður er mjög vinsæll til útivistar og gengur fólk upp að skriðjöklum.

Við röltum um og aftur og enn hófu skordýrasérfræðingarnir leit sína. Nú fundu þeir almennilega sporðdreka (sjá mynd á flikr síðu Sigurðar Ýmis) og ofvaxna engisprettu. Og aftur ákvað helv...... flugan að ráðast á mig......já á mig...... ég sat á steini í sólbaði og fann alltí einu sviðaverk á miðju bakinu..... þá var einhver asnaflugan (Bjarni kallar þessar flugur asnaflugur... líta út eins og húsflugur og eru með grófan brodd) búin að stinga mig í gegnum þykkan bol! Ég lifði þessa árás af eins og þá fyrri.

Hellingur af hamingjuÁ meðan við endurnærðumst í hreinu fjallaloftinu útbjuggu Carlos og Vivian kærastan hans dýrindis máltíð. Grillað kjöt og pylsur, salöt og aðrar kræsingar. Við notuðum lungann úr deginum í að hafa það huggulegt og troða okkur út af mat. Strákarnir kældu sig í ánni og nutu þess í botn að sulla og bleyta sig. Þurrkurinn var reyndar slíkur að sokkarnir þornuðu á sjóðheitum steinum á stuttum tíma.Bjarni í endurhæfinguFundu sporðdrekaMér er heitt

Þegar brunalykt fór að berast af holdi okkar (þrátt fyrir smurningu um morguninn) var pakkað saman og haldið hærra upp í fjöllin. Enduðum við skíðasvæði í 3000 metra hæð. Þar var hitinn farinn að lækka. Ég myndi ekki vilja keyra þarna uppi í snjó á veturnar, ef ég ætti að geta nýtt mér það sem skíðasvæði yrði að flytja mig á staðinn í þyrlu!Útsýnið var guðdómlegt og sáum við yfir hálfan heiminn. Sáum Condora á flugi og  náði Sigurður Ýmir sæmilegri mynd af öðrum þeirra. Hátt niðurHús undir steiniFlott útsýniÍ 3000 metrum í AndesfjöllumValle Nevado Chile skíðasvæðiðFerðin á enda veraldar var ansi heimilisleg, bíllinn var haugdrullugur eftir akstur á moldarvegum og vatnselg í niðurgröfnum hjólförum.

Á leiðinni upp fjöllin varð fjöldi hjólreiðafólks á vegi okkar. Þeir böksuðu upp brekkurnar á ótrúlegri ferð. Í 3000 metra hæð vorum við enn að keyra fram á þá. Yfirnátturulegt þol sem þetta fólk hefur.

Komum heim seint og um síðir eftir frábæran dag, sumir meira brunnir en aðrir. Ég brann meir að segja í hárssverðinum!

Kær kveðja

Chilisk hrossGróðurfarMeiri gróðurChiliskt eyðibýliRisaeðlaRunnategundir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband